Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1974, Page 21

Skinfaxi - 01.06.1974, Page 21
ræður meðal þátttakenda, og tókust ágæt kynni og gott samstarf með öllum. Sér- staklega fannst mér fróðlegt og ánægju- legt að kynnast tyrknesku þátttakendun- um sem voru allir úr þeim þjóðfélagshóp- um sem af dirfsku og einurð hafa brotið af sér andlega kúgun og stjórnmálaof- sóknir hálffasistískrar stjórnar sem réði ríkjum í skjóli hersins frá árinu 1971 þar til s. 1. haust. Þá er skylt að geta þess að móttökur af hálfu tyrkneska æskulýðssambandsins voru með ágætum, svo og skipulagning semínarins og fyrirgreiðsla öll. Semínarið var haldið í þokkalegu hóteli á strönd Sæviðarsunds í útborginni Bebek. Tími gafst til að fara í siglingu um sundið og stíga á land á strönd Asíu. Þá var einnig farið í fróðlega kynnisferð um hinn sögu- fræga gamla borgarhluta vestan Gullna hornsins þar sem veldisstóll Bysans-ríkis- ins stóð og norrænir væringjar skunduðu um gráir fyrir járnum á löngu liðnum öldum. Freistandi væri að kynna lesendum þessa merkilegu borg að einhverju marki, en til þess er lítið rými hér. Tyrkir eru gestrisnir og greiðvirknir, og þama er auðvelt að kynnast háttum og siðum þó að tyrknesk tunga sé manni framandi. Það er auðvelt að rata og þekkja til átta í borginni þótt stór sé. Hún skiptist í þrjá meginhluta: Gamla borgarhlutann milli Marmarahafs og Gullna hornsins (sem væringjar nefndu Stólpasund), en það er þröngur fjörður sem skerst 7 km. inn í landið, nýrri borgarhlutann, Beyoglu, sem er austan við Stólpasund og svo Uskúdar, en það er borgarhlutinn austan Bosporus. Istanbul mun vera eina borg heims sem byggð er í tveimur heimsálfum. Borgin á sér ævagamla sögu, en það var Konstantínus mikli sem gerði hana að höfuðborg rómverska keisaradæmis- ins árið 330, og bar borgin nafn hans (Konstantínópolis) allt þar til Tyrkir lögðu hana undir sig 1453 og austur- Stóri basarinn í Istan- bul er furðulegt völund- arhús og dregur til sín gífurlegan mannfjölda, enda er margt forvitni- legra muna þar á boð- stólum. ' SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.