Skinfaxi - 01.06.1980, Side 13
íslandsmótið í
knattspyrnu
Nú er keppnistímabilið í knattspyrnu að hefjast. Ráðnir hafa verið
þjálfarar og liðsmenn leggja hart að sér við æfingar, ferðalög og
keppni. Menn velta fyrir sér hvernig hin einstöku lið munu standa sig
í sumar. Spáð er til um röð liðanna og hver heldur að sjálfsögðu með
sínu liði. Það ber ekki mikið á ungmennafélögunum í þessari baráttu
enda beinist athyglin mest að liðum í 1. deild. Skinfaxi bað Steinþór
Pálsson að vinna upp skrá yfir aðildarfélög UMFÍ sem taka þátt í ís-
landsmótinu að þessu sinni.
í III. deild eru 37 lið og af þeim
eru 31 frá aðildarfélögum
UMFÍ. Þessi lið eru:
Knatlsp.fcl. Katla, V-Skaftafellssýslu.
íþr.fél. Kópavogs (ÍK).
Umf. Hekla, Hellu.
Umf. Grindavíkur.
íþr.fél. Grótta, Seltjarnarnesi.
Umf. Afturelding, Mosfellssvcit.
Umf. Hveragerðis og Ölfuss.
Umf. Njarðvíkur.
Umf. Stjarnan, Garðabæ.
Umf. Skallagrímur, Borgarnési.
Umf. Víkingur, Ólafsvík.
Umf. Snæfell, Stykkishólmi.
Umf. Bolungarvíkur.
Umf. Reynir, Hellissandi.
Umf. Haukar, Þrestir og^Vísir (HÞV).
íþr.fél. Leiftur, Ólafsfirði.
Héraðssamband S-Þingcyinga (HSÞ).
Iþr.fél. Magni, Grenivik.
Umf. Árroðinn, Öngulsstaðahr., Eyjaf.
Umf. Tindastóll, Sauðárkróki.
Umf. Efling, S-Þing.
Ungmennasamband A-Húnvetninga
(USAH).
Umf. Reynir, Árskógsströnd.
Umf. Dagsbrún, Glæsibæjarhrcppi,
Eyjafjarðarsýslu.
Umf. Sindri, Höfn Hornafirði.
Umf. Hrafnkell Freysgoði,
Breiðdalsvík.
Umf. Valur, Reyðarfirði.
Ungmennasamband Vestur-
Skaftafellssýslu hefur í tilefni af
10 ára afmæli sinu gefið út vand-
að afmælisblað. Blaðið er 56
síður, þar af 8 prentaðar í lit og
efni er hið fjölbreyttasta.
Þá er einnig þess að geta að í
blaðinu er kynnt hugmynd að
merki fyrir USVS sem síðan var
samþykkt á þingi þeirra fyrir
skömmu.
Skinfaxi óskar USVS til ham-
ingju meðafmælið.
Umf. Súlan, Stöðvarfirði.
Umf. Einherji, Vopnafirði.
íþr.fél. Huginn, Seyðisfirði.
Umf. Leiknir, Fáskrúðsfirði.
Vegna hins mikla fjöida er deild-
inni skipt niður í 6 riðla eftir
landshlutum.
í II. deild eru 10 lið og af þeim
eru fjögur aðilar að UMFÍ. Þau
eru:
íþr.fél. Völsungur, Húsavík
sem varð sigurvegari í III. deildinni
síðastliðið ár.
Umf. Austri, Eskifirði.
íþr.fél. Þróttur, Neskaupstað.
Umf. Selfoss.
í I. deildinni er það Umf.
Breiðablik sem heldur heiðri
ungmennafélaganna á lofti. En
blikarnir sigruðu II. deildina í
fyrra og endurheimtu því sæti
sitt í I. deild að nýju eftir ársdvöl
í II. deild.
í kvennaknattspyrnu stóðu
stelpurnar úr Breiðablik sig mjög
vel, þær urðu Islandsmeistarar
utanhúss 1979 og einnig innan-
húss nú í ár.
Auk þessara liða leika um 70
lið frá ungmennafélögum í yngri
flokkum. Það eru því yfir 100 lið
sem taka þátt í íslandsmóti KSÍ.
En auk þess eru mörg félög sem
taka ekki þátt í þessu móti
heldur keppa í innanhéraðs-
mótum og fleiri slíkum. Á þessu
sést hversu mikið af starfi ung-
mennafélr.„unna er í kringum
knattsp; nu. En þó er það aðal-
lega karlkynið sem stundar þessa
íþrótt og væri það óskandi að
fleiri kvennalið kæmu fram á
sjónarsviðið.
Frá útgáfustarflnu
SKINFAXI
13