Skinfaxi - 01.04.1982, Side 3
SKINFAXI
2. tbl. - 73. árg. — 1982
ÁSKRIFTARVERÐ:
100 kr.árgangurinn.
•
ÚTGEFANDI:
Ungmennafélag íslands.
RITSTJÓRI:
tngólfur A. Steindórsson.
RITNEFND:
fón G. Guðbjörnsson,
Bergur Torfason,
Guðjón Ingimundarson.
AFGREIÐSLA SKINFAXA:
Skrifstofa UMFÍ
Mjölnisholti 14, Reykjavík.
Sími 14317.
SETNING OG UMBROT:
Leturval sf, Árrnúla 36.
OFFSETPRENTUN:
Brentval, Súðarvogi 7.
MEÐAL EFNIS:
^réttir af þingum 4
Rætt við Þórð Jónsson í Laufahlið 8
Rætt við Guðbjöm Guðmundsson 9
Göngudagur fjölskyldunnar 10
UMFÍ75ára — Eflum íslenskt 12
NSU-vikan hérlendis í annað sinn 13
AAG 15
Gnglingameistaramót Norðurlanda í
fimleikum 16
Skinfaxi kynnir 18
I lugleiðing um afrekaskrána 20
Afrekaskrá UMFÍ
1 frjálsum íþróttum 1981 24
Skólamót USVS og USÚ 1982 27
Vísnaþáttur Skinfaxa 29
Viðtal við Pál Sigurðsson
formann USVH 30
Sextíu ára afmælishátíð UMSK 32
UMSE 60 ára 33
FORSÍÐUMYNDIN:
G’rsídumyndin er af Kristínu Gísladótt-
llr, Iþróttafélaginu Gerplu í keppni á tví-
slá á Unglingameistaramóti Norðurlunda
1 fimleikum. Sagt er frá mótinu í blaðinu.
p \
JAFNRÉTTI
Undanfarin ár hefur mikið verið rætt og ritað um
jafnrétti. Umræða þessi og athafnir hafa tekið á sig
ýmsar myndir og nú síðustu mánuðina hefur mest
verið rætt og ritað um kvennaframboð. Ekki virðist
augljóst að slíkt framboð samrýmist jafnréttishugsjón-
inni. I kosningunum til sveitastjórna nú í vor verða
konur með sérstakt framboð bæði í Reykjavík og Akur-
eyri, þar sem listarnir eru eingöngu skipaðir konum.
Pólitísku ílokkarnir hafa lagt meira kapp en nokkru
sinni fyrr á að fá konur í próíkjör og í svokölluð örugg
sæti á listum sínum. Einnig eru konur í ílestum tilvik-
um í baráttusætum flokkanna. Ljóst er því, að ef konur
af kvennalistunum ná kjöri fella þær jafnframt konur
af hinum listunum.
Mikið vantar á að konur taki virkan þátt í stjórnar-
störfum hjá frjálsum félagasamtökum til jafns við karl-
menn. Ungmennafélag Islands eru fyrstu félaga-
samtök hér á landi þar sem konur hafa jafnan rétt á við
karlmenn með atkvæðisrétt og kjörgengi. Þrátt fyrir
ákvæði í lögum UMFI um jafnrétti, hafa konur lítið
verið í ábyrgðarstöðum innan hreyfingarinnar. Þó hef-
ur orðið þar á mikil breyting nú síðastliðin ár. Nú eru
konur formenn í þremur stórum héraðssamböndum
og miklu algengara er að konur séu í stjórnum sam-
banda en áður var.
Hér er um að ræða ákveðna þróun innan hreyfingar-
innar, sem rekja má m.a. til námskeiða Félagsmála-
skóla UMFÍ. Námskeiðin hafa verið haldin vítt og
breitt um landið síðastliðin 10 ár. Þáttaka kvenna í
þessum námskeiðum hefur farið vaxandi. Með auk-
inni menntun á félagsmálasviðinu hafa konur verið
fúsari til að taka að sér ábyrgðarstörf í stjórnum félaga
en áður var.
Hvort sem um er að ræða karla eða konur, er besta
leiðin til undirbúnings fyrir þáttöku í stjórnmálum,
aukin menntun, fræðsla og þjálfun í félagsmálum og
aukin þáttaka í stjórnarstörfum frjálsra félagasam-
taka.
IS
<________________________________________)
skinfaxi
3