Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 17
Tilraun til þess að refsa svörtum fyrir ögrunina. En þessi framrás stenst ekki gegn bestu tafl- mennsku, sem eru náttúrlega meðmæli með Húsavíkurafbrigð- inu. Pálmi Pétursson tefldi rólega gegn Lein, lék 10.c3, en það sýndi sig að svarta staðan er síst lakari. Annar möguleiki er 10.Hd4!? Rc5 ll.Rc3 12.Hdl Be7 13.Re4 eins og skák Dan Hansson við Ásgeir Þ. Árnason tefldist á Skákþingi ís- lands um páskana. En með því að hróka nú virðist svartur ekki hafa mikið að óttast. 10.-Bg6 ll.Rh4 De6 12.f4 Bc5 + 13. Kg2 De7? Eftir skákina kom í ljós að svartur nær yfirburðastöðu með 13.-RÍ2! 14. f5 De7 15.Rf3 Rxdl 16.Dxdl h5! 17.fxg6hxg4 18.Rg5 Dxe5, eða 17. h3 hxg4 18.hxg4 Hd8 19.De2 Kd7! með sterkri sókn. 14.g5? Nú hefði 14.-De6 gefið svörtum betri stöðu. Hvítur gerir best nú með því að þvinga fram jafntefli með 14.Rf5! Bxf5 15.gxf5 Dh4 ló.Hfl Rf2! 17.Hxf2 Bxf2 18. Dxf2 Dg4+ og jafntefli með þráskák. 14.-Rd6? 15.Dg4! Bxc2 16.exd6 De4+ 17.Kg3 17. -Bxdl Sérð þú, lesandi góður, hverju hvítur svarar 17.-Bxbl? Lausn í lok þáttarins. 18. d7+ Kd8 19.Dxdl h6 20.Rc3 De6 21.Rf3 Eftir flækjur byrjunarinnar hefur aðeins um hægst. Hvítur á tvo menn fyir hrók en staðan er enn opin og viðkvæm. Hins vegar átti Lombardy innan við tvær minútur á klukkunni, til að ná tímamörkunum við 40. leik, svo hvítur hugsaði sér gott til glóðar- innar. 21.-Bd6 22.Dd4 hxg5 23.Rxg5 Del + 24.Kg2 Kxd7 25.De4 Sennilega best. Eftir 25.Rxd7 Dh4! 26.Re5 + Kc8 27.Rf3 Dg4 + 28.Kf2 Hh3 hefur svartur frum- kvæðið. Nú er Lombardy alveg að falla á tíma en hann teflir óað- finnanlega á meðan hvítur smitast af tímahrakinu. 25.-Dxe4 26.Rcxe4 f6 27.RÍ3 Hae8 28.Rg3 g6 29.Bd2 Ke7 30.Bc3? Kf7? í tímahrakinu sér hann ekki að hann getur drepið f-peðið sér að meinlausu. 31.Bd2 c5 32.Hfl b5 33.b3 a5 34.Hcl a4 35.bxa4 b4 36.Hc4? Ha8 37.Re4 Hxa4 38.Rxc5 Hvítur bauð nú jafntefli sem svartur þáði. Eftir 38.-Hxa2 39.Kg3! ætti hvítur að halda jafn- tefli en Lombardy hefði kannski teflt áfram með meiri tíma. Lausn: Ef svartur leikur frá stöðu- myndinni 17.-Bxbl? kemurauðvit- að 18.Hxbl! Dxbl 19.De2+ Kf8 og nú er einfaldast 20.dxc7 Bb6 (eða 20.-Be7 21.Hd7 He8 22.c8 = D)21.Hd7 He8 (eða21.Kg8 22. Hd8+ Hxd8 23.cxd8 = D + Bxd8 24.De8 mát) 22.c8 = D Hxe8 23. De7+ og mát í næsta leik. Týndi verölaunagripurinn. Fundinn verölaunapeningur Allir þeir sem einhvern tíma eignast verðlaunapening fyrir íþrótta- afrek passa þá vel. Það hefur því örugglega verið sárt fyrir þann sem varð sundkappi Umf. Stafholtstungna árið 1916 að týna verðlaunapen- ing sínum. En það hlýtur hann að hafa gert, því fyrir 11 árum fann ung stúlka verðlaunapeninginn upp í Borgarfirði. Hún tók peninginn heim með sér og hugsaði svo ekkert meira um hann að sinni. En nú fyrir stuttu var hún heldur betur minnt á tilvist hans. Það skeði í draumi að maður kom til hennar og bað hana um að koma peningnum til réttra eigenda. Stúlkunni brá heldur betur sem von var og hafði samband við DV og bað þá unr hjálp við að skila honum. En því miður hefur enn ekki tekist að hafa upp á réttum eigenda og eru því allir þeir sem einhverjar upplýs- ingar geta gefið um hver vann þennan pening á sínum tíma beðnir um að hafa samband við okkur. Hann þarf ekki endilega að hafa unnist árið 1916 heldur getur verið um að ræða árin á eftir. Hafið því samband ef þið vitið eitthvað um þetta mál. SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.