Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 27
Noriœna sundkeppnin úislit Þá eru heildarúrslitin kunn í Norrænu sundkeppninni 1984. Þau úrslit sýna að geysilegur áhugi er á sundi sem almennings- trimmi. Þó þátttaka og árangur hafi ekki orðið eins og á árunum 1954 og 1972 þá ber þátttakan þessi greinileg merki að hinn al- menni notandi lauganna er trúr sinni eftirlætisíþrótt — SUND- IÐ. Alls munu 15.397 einstakling- ar hafa synt 200 metrana að þessu sinni og er það að vísu mun minni þátttaka en forráðamenn höfðu Höröui S. Óskarsson vænst. Þar kemur margt til sem ekki er ástæða til að tíunda hér en greinilegt er að meiri og betri undirbúningur undir slíka fjölda- keppni þarf að eiga sér stað ef til allra aðila á að nást. En þrátt fyrir ónógan undir- búning voru margir sundstaðir sem tóku rækilega við sér og sýndu framúrskrandi góða þátt- töku og er eftirtektarvert að þar er um að ræða nýja sundstaði eins og Sandgerði, Hvammstanga, Flateyri og Stöðvarfjörður. Svo vor gamalgrónir staðir ofarlega á blaði eins og Húsavík, Selfoss og Neskaupstaður sem kom sannar- lega á óvart með góðri þátttöku. Að lokum birtum við svo röð 15 efstu sundstaðanna í keppn- inni svo og innbyrðiskeppni sund- staða á Austurlandi (UÍA). sund hlutf. 1. Sandgerði 14.198 11.85 2. Hvammstangi 6.382 10.34 3. Flateyri 3.326 6.52 4. Húsavík 15.362 6.11 5. Neskaupstaður 9.561 5.67 6. Stöðvarfjörður 1.804 5.24 7. Tálknafjörður 1.740 4.95 8. Selfoss 17.828 4.94 9. Bolungarvík 5.624 4.41 10. Þorlákshöfn 3.939 3.68 11. Ólafsfjörður 4.036 3.34 12. Vestmannaeyjar 13.977 2.94 13. Borgarnes 5.003 2.86 14. Sauðárkrókur 6.510 2.80 15. Grundarfjörður Staðir innan UIA: 1.951 2.79 Neskaupstaður 9.561 5.67 Stöðvarfjörður 1.804 5.24 Reyðarfjörður 1.011 1.39 Egilsstaðir 1.751 1.38 Seyðisfjörður 1.266 1.27 Eskifjörður 1.188 1.09 Eiðar 51 0.32 Vopnafjörður 102 0.10 Djúpivogur 26 0.06 Fáskrúðsfjörður 25 0.03 Námskeiö fyrir félagsmálakennara Æskulýðsráð ríkisins hélt nám- skeið fyrir félagsmálakennara fyr- ir skömmu. Leiðbeinendur voru Níels Árni Lund, Guðmundur Guðmundsson og Diðrik Har- aldsson en þeir eru allir leiðbein- endur hjá félagsmálaskóla UMFÍ. Alls voru 14 þátttakendur á námskeiðinu og þar af 8 frá ung- mennafélögunum. Þeir eru: Hörður S. Óskarsson UMFÍ Þórir Haraldsson HSK Guðmundur Ingvarsson HSK Gréta Sörensdóttir USAH Sigríður Þorvaldsdóttir UMSB Eru þau hér með boðin velkom- in í hóp leiðbeinenda UMFÍ. Auk þess komu 3 gamlar kempur til að rifja upp en þau voru: Hólmfríður Pétursdóttir. Ingimundur Ingimundarson. Ársæll Þórðarson. Ekki þarf að hafa mörg orð um það hve nauðsynlegt það er að hafa ávallt gott lið kennara ef halda á félagsmálaskólanum með þeirri reisn sem verið hefur. Enn eru svæði sem búa ekki vel að kennurum og er það umhugsunar- vert, því alltaf er óhagræði af því að fá kennara langt að, þó ekki sé nú talað um kostnaðinn. SKINFAXl 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.