Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 35
Aldarminning Jónasar Jónssonar frá Hriflu Jónas er ritstjóri Skinfaxa 1911—1917 og sambandsstjóri UMFI 1917—1921. Hann ólst upp í héraði, — Suður-Þing- eyjarsýslu, — þar sem á unglingsárum hans eiga sér stað mikil umbrot í félags- málum og atvinnumálum. Kaupfélög stofnuð og landssamtök þeirra. Lestrar- félög og söngfélög starfa ötullega. Meðal hinna eldri er rætt og starfað að umbótum í landbúnaði innan ræktunar- búnaðar- félaga — og hinir yngri stofna unglinga- félög, sem gangast fyrir fundahöldum, skemmtunum og efna til samkomuhalds um hátíðir og til að fagna sumri — og með þeim eldir ráðist í að viðhalda þjóðhátið- arsamkomum í framhaldi af þeirri sem svo eftirminnilega var gengist fyrir að Ljósavatni 1874. Á heimilum er heimilisiðnaður. Jafnvel smíðaðar fiðlur og leikið á þær öllum til yndis og til vakningar tónlistar. Skáld eru mörg og eru ósínk á flutning kvæða sinna. Skáldverk verða til og fræðiþulir færa margt á letur. Myndlistarmenn mála fólk og altaristöflur. Glíman er iðkuð og á Tyllidögum reyna glimumenn með sér. Smalar glíma í hjásetu, gangnamenn á áfangastöðum, veiðimenn við dorg á lögðum vötnum, kirkjugestir fyrir og eftir messu, nemendur í Jarskólum og í hléum frá uppfræðslu hjá prestum, glímt er til að reyna með sér og ekki síst til þess að ná úr sér hrollinum. Á þverbilum í baðstofum eru leiknir bilaleikir. Hlaðnir eru torf- garðar og gerð sundstæði við heita og kalda læki — og haldin sundnámskeið. Eitt slíkt sækir Jónas að Laugum í Reykjadal. Nemendur eru 60 og búa í lekum tjöldum í 2 vikur. Nema sund af bónda úr Reykjahverfi. Tuskast og glíma og leika bilalerki á Þvertré á blikvelli, þar sem þurkuð eru sundföt og þurrkur. Þessara stunda minnist Jónas í þakkar- ávarpi 1961, er hann þakkar UMFÍ fyrir að bjóða konu hans og honum til að vera heiðursgestir á 11. landsmóti UMFÍ að Laugurn. Þar gátu þau eigi mætt en voru hyllt og Jónas gerður heiðursfélagi UMFÍ. Við nám í lýðháskólanum í Askov, Dan- mörku er Jónas 1906—07 og hvetur sund- félaga sína á Lauganámskeiðinu þá Björn Jakobsson og Konráð Erlendsson að ger- ast þar nemendur með sér. Þeir 3 höfðu einnig verið skólafélagar í gagnfræðask. á Akureyri og lokið námi 1905. Jónas held- ur áfram námi í Kaupmannahöfn, Þýska- landi, Frakklandi og Englandi. Heim kemur hann 1909 og gerist kennari við Kennaraskólann og annast þau störf til 1918 en 1919 er Samvinnuskólinn stofnað- ur og verður Jónas þar skólastjóri til 1927 og svo aftur 1932—55. Landskjörinn al- þingismaður er Jónas 1922—34 en kjör- dæmakosinn í S-Þing 1934—49. Dóms- og kirkjumálaráðherra er Jónas í 2 ráðu- neytum frá í ágúst 1927 til júní 1932. Fer einnig með kennslumál. Jónas vekur athygli þjóðarinnar á sér með greinum í Skinfaxa og störfum að málefnum ung- mennafélagshreyfingarinnar — og þá einnig aflar hann sér orðstírs með frá- bærri kennslu og samningi hagstæðra kennslubóka. Þegar hann er kominn á Alþingi er hann minnugur áhugamála ungmennafé- laganna. Hann styður framkomið frum- varp 1925 frá Vestmannaeyingum um í rœöustól ó Snorrahátíö í Reykholti 1947. heimild fyrir bæjar- og sveitarfélög til að skylda unglinga til sundnáms (lög 39/ 1925) en fyrsta ræða hans á Alþingi varð- aði sundhöll í Reykjavík og eflingu sund- menntar. Efling aðstöðu til fræðslu er honum baráttumál. Hann er meðal þeirra, sem ná fram við endurskoðun fræðslulaga 1926 að tekið er upp ákvæði um að ríkis- sjóður greiði Vi kostnaðar af smíði heim- angönguskóla og Vi þess hins sama við heimavistarskóla. Hann berst fyrir og fær framgengt að i fjárlög 1926 er tekin upp fjárhæð, sem veita má af 20% kostnaðar við smíði sundlauga. Þessi hundraðstala er hækkuð fyrir framgöngu Jónasar í 50% 1929 (er svo i fjárlögum til 1940). Hann sem kennslumálaráðherra sendir tæknifræðing til þeirra sem ætla sér að reisa sundlaugar. Þessar aðgerðir leiða af sér 29 opnar sundlaugar og 3 sundskóla (yfirb. laugar), sem ungmennafélög standa að. Á Alþingi 1928 bar Jónas fram frumvarp og fær samþykkt sem lög (1.32/ 1928) um sundhöll í Reykjavík og heimild í fjárlögum til þess að greiða 100 þús. kr. úr ríkissjóði gegn jafnhárri upphæð úr bæjarsjóði Rvk. — Jónas nær fram lögum um héraðsskóla (1.37/1929) sem öðlast gildi i okt. 1929. Fyrir voru skólar sem önnuðust fræðslu unglinga í dreifbýli en bjuggu við þröngan fjárhag: Núpskóli, Hvítárbakkarskóli, Alþ.sk. Eiðum og Laugaskóli. Þessi lög marka víðræk spor i þróunarsögu íþrótta. Eitt ákvæði þeirra: „Útivist skulu nemendur hafa og íþrótta- iðkanir daglega" og íþróttir urðu í þessum skólum jafnréttháar öðrum námsgreinum og gefið fyrir þær einkunir sem hinar. Mælt fyrir um 3 vikna námskeið í bókleg- um, verklegum- og íþróttagreinum, sem styrkt voru verulega úr rikissjóði. Þessi heimild varð vel nýtt og því rík í starfi ung- mennafélaga. Jónas fékk einnig sett lög um gagnfræðaskóla (1.48/1930) en í þeim varð námsgreinin íþróttir aukagrein, sem eigi var gefið fyrir. í lögum um Menntask. á Akureyri (1.32/1930) var glöggt ákvæði um „Iíkamsrækt" en þessi skóli varð mik- ið sóttur af dreifbýlisfólki enda starfrækt heimavist. Þegar í 1. hefti III. árg. Skin- faxa, er Jónas orðinn ritstjóri ritsins skrif- SIUNFAXI 35

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.