Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 16
Slcákþáttur Alþjóðleg skákmót á íslandi voru að jafnaði haldin einu sinni á tveggja ára fresti þar til í fyrra, að brá til betri vegar. Þá voru alþjóð- legu mótin hér fjögur og í ár verða þau a.m.k. jafnmörg. Og nú fá íbúar höfuðborgarsvæðisins ekki einir að njóta listarinnar. Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri tímaritsins Skákar, tók af skarið og skipu- lagði mót í Grindavík fyrir réttu ári og síðan hefur hann staðið fyr- ir mótum í Neskaupstað, á Húsa- vik og i Borgarnesi og í maí er fyr- irhugað mót í Vestmannaeyjum. Mótin hata þannig tekið við af helgarmótunum, sem fóru eins og eldur í sinu um landið. Það yljar alltaf íslendingnum um hjartarætur að heyra minnst á land og þjóð úti í heimi eða lesa um afrek landans á prenti. í erlendum skáktímaritum hefur verið borið mikið lof á þau al- þjóðamót sem hér hafa verið hald- in. Aðstæður rómaðar og fram- kvæmd þótt snuðrulaus. Skákir frá mótunum lifa svo áfram og þeirra er getið um ókomin ár, t.a.m. í byrjanabókum og þá er jafnan nefnt hvar og hvenær skák- in er tefld. í byrjanabókum framtíðarinn- ar má búast við að Húsavíkurbæ verði minnst, einkum í þeim bók- um sem fjalla um spænska leik- inn. Séra Lombardy hristi þar fram úr hempunni nánast óþekkt- Húsavíkurafbrigöi af spönskum leik an leik snemma tafls í þessari vin- sælu byrjun og að sjálfsögðu voru þeir sem fylgdust með ekki seinir á sér að nefna þessa nýjung hans „Húsavíkurafbrigðið af spænsk- um leik“. Er leið á mótið fékk hann aftur tækifæri til þess að beita þessum leik og hélt auðveld- lega jöfnu gegn Guðmundi Sigur- jónssyni. Aðrir keppendur fylgd- ust með þessum skákum af áhuga og einn þeirra, Anatoly Lein, stóðst ekki freistinguna og prófaði sjálfur, í skák sinni við Pálma Pét- ursson. Uppskeran úr þessum til- raunum þeirra félaganna varð tvö jafntefli og einn sigur — vitaskuld góður árangur með svörtu mönn- unum, sem hefði getað orðið enn betri eftir stöðunum að dæma. Við skulum skoða skák Lombardys úr 1. umferð, sem var æsispennandi og í leiðinni fáum við að kynnast þessu gagnmerka „Húsavíkurafbrigði“. Hvítt: Jón L. Árnason Svart: William Lombardy Spænskur leikur. I.e4 e5 2.Rf3 Rc6 3.Bb5 Rf6. 4.0-0 Rxe4 5.d4 Rd6 6.Bxc6 dxc6 7.dxe5 Re4! Þetta er upphafsleikur „Húsa- víkurafbrigðisins“. Fram að þessu hefur hugsunarlaust verið leikið 7.-Rf5, sem leiðir til heldur betra endatafls á hvítt m.a. vegna þess að riddarinn á f5 stendur í vegi Jón L. Áinason fyrir biskupnum og getur hæglega orðið fyrir árás hvítu peðanna. Til marks um ráðleysi riddarans má nefna skákina Jón L. Árnason — Lein, frá Húsavíkurmótinu: 7. -Rf5 8.Dxd8+ Kxd8 9.Rc3 Ke8 10.b3 h6 ll.h3 a6? 12.Bb2 Re7 13.Re4 Rd5 14.Hfel Rf4 15.Hadl Re6 16.Rh4 Bd7 17.Bcl Rc5 18.Rg3 og hvítur, sem hefur í hyggju að leika f-peðinu fram, hefur náð mun betri stöðu. Svart- ur lék þarna riddaranum fimm sinnum í sex leikjum! Lombardy sagðist hafa séð minnst á textaleikinn í skýringum eftir Tigran heitinn Petrosjan, fyrrum heimsmeistara og aðstoð- armanna hans, Aleksei Suetin. En þessi uppástunga þeirra hefur ekki verið reynd fyrr í tefldu tafli svo vitað sé. 8. De2 Guðmundur Sigurjónsson komst ekkert áleiðis gegn Lombardy með því að fara í drottningakaupin, enda er staða riddarans nú betri. Svartur hefur ákaflega trausta stöðu og biskupa- parið gæti orðið sterkt. 8. -Bf5! 9.Hdl Petrosjan og Suetin gefa upp framhaldið 9.Be3 Bg6! 10.Rd4 Bc5 ll.Hd;l De7 12.f3 Rg5 13.Rc3 0-0-0 og svartur er ekki langt frá því að hafa jafnað taflið. 9. -Dc8 10.g4?! 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.