Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 18
I Þelamerkuskóla Fyrir stuttu er ég var á ársþingi UMSE í Þelamerkurskóla ræddi ég stuttlega við þessa hressu krakka sem eru í skólanum. Þau sögðu að það væru 41 í heimavist, nemendur í 8. 9. og hluti 7 bekkjar, en allir færu heim um helgar. Það sem þau gerðu helst í frístundum væri að stunda iþróttir og þá einkum sund, knattleik og þrekæfingar. En íþróttasalur skólans er frekar litill og gefur ekki tækifæri til að stunda boltaíþróttir nema mjög takmarkað. Er ég spurði þau hvort margir nemendur reyktu sögðu þau að það væru mjög fáir. Þegar ég gekk um skólann, sem er mjög vistlegur, veitti ég því athygli að nemendur hafa unnið til margra verðlauna fyrir skák og spurningakeppnir. Og er öllum verðlaunagrip- um komið fyrir í glerskáp á gangi við hliðina á bókasafni skólans. Að lokum spurði ég þau að því hvort þau könnuðust við SKINFAXA. Ekki kváðust þau gera það, en vonandi kynnast þau honum sem fyrst. Hressir krakkar. Fréttir af skrifstofu Ásta Kata og nýja ritvélin. Nú hefur verið keypt á skrifstofuna ný ritvél og ljósritunarvél. Þessi nýju tæki eiga örugglega eftir að auðvelda alla þjónustu við samböndin og félögin innan UMFÍ. Ljósritunarvélin er af U-Bix gerð, ekki ósvipuð þeirri sem Jón Guðjónsson kom með tillögu um á síðasta Sambands- ráðsfundi. Getur hún bæði minnkað og stækkað eftir vildi. Ritvélin er af SHARP gerð og hefur mjög mikla möguleika sem koma sér vel í þeirri starfsemi sem fer fram á skrifstofu UMFÍ. Þannig að skrifstofan er nú vel búin tækjum og er það vel. Prentvillupúkinn Einn er sá púki sem ekki virðist vera hægt að útrýma en það er prent- villupúkinn. Hann gerði okkur smá-grikk í siðasta blaði. Hann vildi láta íþróttakennaraskóla íslands vera stofnaðan fyrir aldamót, en hann er í raun stofnaður árið 1943. Hann gerði okkur líka nokkra aðra grikki, einkum að fella niður stafi á nokkrum stöðum bæði í texta og fyrirsögn- um. Það er þó ekki hægt að kenna honum um eina villu er varð í afreka- skránni í frjálsum íþróttum en þar féll niður nafn eins keppenda er stökk 1,91 m í hástökki. Það var Einar Sigurðsson og biðjum við hann velvirð- ingar á þessum mistökum. Fyrst við erum að tala um afrekaskrána þá eru eflaust margir sem sakna ýmissa nafna í henni. En skrá þessi er byggð á þeim skýrslum sem borist hafa til FRÍ. Og ef eitthvert nafn vant- ar í skrána þá hefur skýrsla um það mót ekki verið send FRÍ. En hvað um það, við ætlum nú að reyna að svelta prentvillupúkann alveg í hel, eða að minnsta kosti grenna hann örlítið. Prentvillupúkinn. 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.