Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 20
Brídge Aldrei að gefast upp Gudmundur P. Arnarson Aldrei að gefast upp þótt útlitið sé dökkt. Þeir spilarar sem fylgja þessari reglu í verki vinna fleiri samninga en aðrir. Þeir neita að samþykkja þann þoðskap að sum- ir samningar séu óvinnandi. Þeir vita sem er að andstæðingarnir eiga það til að gera mistök, ekki síst ef þeim er hjálpað til þess. Lítum á dæmi þar sem sagnhafi klóraði heim „vonlausum“ þrem- ur gröndum, með því að leggja snotra gildru fyrir mótherjana: Norður s K107 h K43 t 97 I K8742 Vestur Austur s 6542 s D98 h A97 h D1062 t KG832 t 106 1 10 1 A963 Suður s AG3 h G85 t AD54 1 DG5 Suður vakti á einu grandi og norður sýndi nokkra hörku með því að stökkva í þrjú grönd. Vestur kemur út með lítinn tígul. Eftir útspilið lítur spilið ágæt- lega út. Ef laufið fellur 3—3 eru átta slagir í húsi og sá níundi gæti komið á spaða eða hjarta. En eins og við sjáum valdar austur laufið. Nú, sagnhafi drap fyrsta slag- inn heima á tíguldrottningu og fór í laufið. Austur gaf laufdrottning- una, lá síðan lengi yfir laufgosan- um og gaf siðan. Vestur henti spaðatvisti. Nú er það spurningin, hvað skal gera? Það er nokkuð vonlaust að sækja laufið áfram, því tígullinn verður brotinn í einu höggi og sennilega á vestur hjartaásinn sem innkomu. Ef spaðadrottningin finnst eru sjö slagir mættir og ef vestur á hjartakónginn bætist einn við. En hvar liggur níundi slagur- inn? Hann er auðvitað ekki til miðað við fullkomna vörn, en það er hægt að gefa andstæðingunum tækifæri til að misstíga sig. Hjarta er spilað á kóng, vestur gefur, og síðan hjarta aftur á gosann. Það er nokkurn veginn útilokað fyrir austur að fara upp með drottning- una, því hann reiknar með að sagnhafi eigi ásinn. Vestur fær slaginn á hjartaás og er í erfiðri stöðu. Hann gæti búist við að sagnhafi ætti DGxx í hjarta og kannski ekki nema þrjá tígla. Þess vegna er eðlilegt frá hans bæjar- dyrum séð að spila tígulkóng og sækja tígulslag. Því ef suður hefur byrjað með ADx verður hann að gef til að slíta samganginn í tíglin- um á milli austurs og vesturs. Og nú er björninn unninn eins og spilið er. Sagnhafi drepur á tígulásinn, fer inn á spaðakóng og svínar gosanum, tekur spaðaásinn og spilar sig út á hjarta og bíður spenntur. Hver á hjartatíuna? Það reyndist sem betur fer vera austur og hann er heldur betur í klípu í þessari stöðu: Norður s — h — t — I K87 Vestur Austur s — s — h — h D t G83 t — 1 — 1 A9 Suöur s — h — t 54 I 5 Austur getur tekið hjarta- drottninguna, en verður síðan að gefa sagnhafa síðasta slaginn í laufkónginn í borðinu. Ótrúlegt en satt, þrjú grönd slétt staðin. Skoðum annað dæmi um dap- urlegan samning, sem þarf að vísu enga hjálp frá andstæðingunum til að vinna, aðeins hagstæða legu: 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.