Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 26
Vísnaþáttui Skinfaxa Alltaf ber nokkuð á því að ekki berist botnar við fyrri- parta eftir að viðkomandi blað er komið í prentun eða jafnvel komið út. Þetta er bagalegt af þeim sökum að þarna eru oft prýði- legir botnar á ferðinni, en við værum nánast að endurtaka efni síðasta blaðs ef við birtum þá. Ég vil því biðja menn að draga ekki lengi að senda mér botna eftir að þeir fá blaðið i hendur. í síðasta þætti komu botnar frá Jóhannesi Sigmundssyni við fyrriparta N.N. og Jóhannes sendi boltann áfram til Pálma Gíslasonar í formi þriggja fyrriparta. Nú hefur Pálmi botnað og hér er árang- urinn. Nu' er hafið ceskudr, unga fólkið styðjum. Forðumst bjór og fleiri krdr, fyrir hópnum biðjum. Að hafa pdlma í höndunum hygg e'g margur kjósi. Víða beittu vöndunum vondir menn í fjósi. Oft við saman eigum fund er þd gaman stundum. Bauð sig daman létt í lund, þið leiðitaman bundum. En það voru fleiri en Pálmi sem glimdu við fyrriparta Jóhannesar, en þeim gekk mis- jafnlega enda buðu fyrripart- arnir ekki upp á marga mögu- leika. J.F.Hj. hefur vísurnar svona, en honum hefur yfirsést, síð- asti fyrriparturinn en byrjunin á hringhendu. Nú er hafið æskudr, unga fólkið styðjum. Héðan víki vímufdr, vil ég al/ir biðjum. Að hafa pdlma I höndunum, hygg ég margur kjósi. Heiður lífs í löndunum, lagður í sveig með hrósi. Oft við saman eigum fund, er þd gaman stundum. Ávöxtum þd okkar pund, einkum þó hjd sprundum. Þá laumaði N.N. til okkar eftirfarandi útgáfu. Nú er hafið ceskudr, unga fólið styðjum. Veiti gæfu henni har, herrann, þessa biðjum. Að hafa pdlma í höndunum, hygg ég margur kjósi. Bagan fór úr böndunum, botninn úti ífjósi. Oft við saman eigum fund, er þd gaman stundum. En sé að framan föðmuð sprund, fjölgar daman pundum. Og svo að lokum einn ágæt- ur við hringhenduna frá Sæv- ari Sigurgeirssyni Oft við eigum fund er þú gaman stundum. Hressum gaman, léttum lund lítt við ama dundum. Þá er alltaf nokkuð um kveðskap á þingum héraðs- sambandanna og verða þar til margar ágætar vísur. Á þingi UMSE nú í vetur misritaðist orð í tillögu um menntun knattspyrnuþjálfara, þannig að tillagan hljóðaði uppá það að knattspyrnuþjálf- arar yrðu sendir á námskeið fyrir „frjálsíþróttaþjálfara“. Sigurður Geirdal fram- kvæmdastjóri UMFÍ sem þarna var staddur taldi þetta bráðsnjalla tillögu og lýsti því á eftirfarandi hátt: Iþrótt ný d norðurslóð, nú mun reynast feykna góð. Andstæðinga mörkum mót, munum nota kúlu og spjót. En þá er komið að fyrri pört- um þeim sem Pálmi Gíslason skorar á Helga Seljan að botna og auðvitað eru allir aðrir vel- komnir í leikinn. Ríkisstjórnin rdðlaus er, reynir þó uð lafa. Flestir hafa lítil laun, en lifa af gömlum vana. Ekkert far né trega tdr, tengist dri þessu. Með bestu kveðjum. Ásgrímur Gíslason. 26 SIUNFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.