Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 4
Sundmót í Bolungarvík Guömundur Gíslason Nú fyrir skömmu er ég var á ferð vestur á ísafirði á leið minni til Suðureyrar áþing HVÍfrétti ég af sundmóti í Bolungarvík. Því brá ég mér þangað og náði að fylgjast með síðustu greinunum. En á móti þessu kepptu auk Bol- víkinga, Vestri frá Isafirði, Umf. Grettir frá Flateyri og KR úr Reykjavík. Er mótið var búið náði ég að spjalla aðeins við Huga Harðarson þjálfara Bolvíkinga og nokkra af yngstu keppendunum. Hugi Hcnöcnson Hvað ertu búinn að vera hérna lengi? Síðan haustið 1983. Hvað kom til að þú fórst hing- að? Bara að prófa eitthvað nýtt. Ég var kominn með aðal þjálfara- stöðuna á Selfossi, og á Aldurs- flokkamótinu 1983 fékk ég nokk- ur tilboð. M.a. frá KR. Sundfélagi Hafnarfjarðar, Vestmannaeying- um og svo Bolvíkingum. Og leist mér best á það, því hér er besti efniviðurinn. Hvernig er vinnutími þinn? Yfir vetrartímann er það frá kl. 6.00 á morgnana til 8.00 við þjálf- un, og svo frá kl. 9.00 til 18.00 við verslunarstörf. Svo aftur upp í laug frá 18.30 til 20.00 við þjálfun og eftir það æfi ég sjálfur. Voru mikil viðbrigði að koma hingað frá Selfossi? Já það má segja það, en mér var vel tekið er ég kom. Hér er mjög gott og vingjarnlegt fólk. Eru margir sundmenn hérna á landmœlikvarða? Já! Við erum með mjög mikið af efnilegu sundfólki, og þar af tvo sem eiga um 12—14 íslands- met í sínum aldursflokki. Og svo unnum við Aldursflokkamótið síðast, öllum á óvart. Hvernig er aðstaðan hérna? Hún er mjög góð, við höfum 16 m. innilaug sem er betra en 25 m. útilaug. Það versta við þetta er að við fáum ekki að nota laugina nema rúman klukkutíma á kvöld- in, en þyrftum að nota hana mun lengur. Yngri flokkarnir eru þó á daginn eftir skólatíma. Er mikill áhugi á sundi? Já mjög mikill myndi ég segja. Er stutt vel við bakið á ykkur? Já, bæði af fyrirtækjum og einstaklingum. Við erum nú í sumar að fara til Hollands í æfingabúðir með um 25—30 manns. Það er fjármagnað að mestu leyti með áheitum og stuðningi frá einstaklingum og fyrirtækjum. Mót eru líka mjög vel sótt hér, mun betur en í Reykjavík. Að lokum œtlarðu að vera hérna áfram? Já, fram yfir Aldursflokkar mótið, en þar ætlum við að halda titlinum. Ég er sarnt ekki búinn að ákveða hvert ég fer eða hvað ég geri. 4 SKINFAXl

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.