Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 29
Líkt er um auðnatittlinginn með rauðu kollana, sem kvikur klifrar í birkinu hér að vetrinum. Sumir áberandi ljósir, þeir eru grænlenskir. Aðrir t.d. álftin er hér staðbundinn að 1/5 hluta stofnsins. Jafn- vel snjótittlingar eru brigðulir íslendingar. Farandfuglar á leið til norðlægari varp- stöðva frá „sólarlöndum“ setj litblæ og morkvikt ferli á fjörur og mýrar og þá fyrir eyru kvak og klið. Fjörur suð-vestur- lands roðna af flokkum rauðbrystinga og sanderlur eru á lotuhlaupum. Á lónum og vogum þessa landshluta synda margæsir. Með stuttri viðdvöl á mið-suðurlandi halda um Vonarskarð og Kaldadai bles- gæsir og helsingjar til maltöflunar á mýra- lendi og á vallendisbakka t.d. í Skagafirði og Svarfaðardal. Mjög áberandi um allt land eru máfarnir, sem eru ýmist staðfugl- ar eða gestir að sumri eða vetri. Þeir eru nú óðum að taka heima á varpstöðvum. A. SVÖRT BÖK: Veiðibjallan (1. 74 cm) með sitt einkenn- andi svarta bak, um allt land í eyjum og jafnvel til fjalla. Sílamáfurínn (1. 53 cm) minni og bakið dökkbrúnt; landnemi eftir 1930; upp um heiðar og holt einkum suð-vestanlands. (Farfugl sem kemur einna fyrstur). B. SVARTIR VÆNGBRODDAR: Silfurmáfur (1. 56 cm) silfurgrátt bak, sartir vængbroddar. Landnemi 1920—30. Varpfugl einkum á Austfjörðum. Stormmáfur (1. 41 cm) baklitur sami og á silfurmáf en svörtu blettir vængrodda stærri. Hettumáfur (1. 38 cm) frambrún vængja hvít, endar flugfjaðra dökkir. Höfuð kaffibrúnt á sumrum en á vetrum hettu- laust. Fætur rauðir. Landnemar eftir 1920. Nú kominn um allt land, verpir við mýrlenda og sefvaxna tjarnarbakka. Rita (1. 41 cm) bak dökksilfrað, væng- broddar svartir, fætur svartir . Bjargfugl. C HVÍTVÆNGJAR: Hvítmáfur (1. 66—81 cm) hvítvængjaður, varpfugl (byggir) á Vestfjörðum, eyjum á Breiðafirði og í klettum fjalla sem vita að honum. Bjartmáfur (1. 56—66 cm) varpgestur frá Grænlandi, léttfleygari en hvítmáfur enda vængir tiltölulega lengri, fluglag léttara, á sundi eða i stöðu, vængbroddar ná aftur fyrir stél. Flestir máfar fá ekki fullorðinsbúning fyrr en á 4. vetri og nefnast kaflabringar eða grámáfar (hvít- og bjartmáfar). Vegna þessara litbreytinga í fjaðraham 1—4 ára máfa verður oft erfitt að kveða á um teg- undir máfa. Veiðibjalla 1—4 ára. SKINFAXI 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.