Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 32
Á meðan kjörbréfanefnd starf- aði flutti séra Sighvatur Emilsson erindi um Hólastað og var gerður góður rómur af hans þekkingu um staðinn. Fjöldi tillagna komu fram og voru samþykktar s.s. um móta- skrá, tilhögun skólamóta, sumar- búðir o.fl. íþróttamaður ársins var kjörinn Gunnar Sigurðsson, Glóðafeyki, í öðru sæti var Ingibjörg Guðjóns- dóttir, Tindastól, en hún mun nú vera nýráðin framkv. stjóri UMSS í sumar. Formaður var kosinn Örn Þór- arinsson frá Ökrum og aðrir í stjórn Sigfús Jónsson, Þórður Snorrason og svo þau Ingibjörg og Gunnar. Gestir UMFÍ á þinginu voru þeir Pálmi Gíslason, Þóroddur Jóhannsson og Hörður S. Óskars- son. Fluttu þeir kveðjur og stutt ávörp um þau verkefni sem fram- undan eru á næsta sumri og kynntu blað UMFÍ, Skinfaxi og afmælisritið „Ræktun lýðs og lands“. Þakkir eru færðar þeim UMSS mönnum fyrir góðan við- urgerning í mat og drykk. Þá voru Guðjón Ingimundar- syni fluttar sérstakar kveðjur vegna tímamóta í lífi hans, en Skinfaxi heiðraði hann sérstak- lega og helgaði honum forsíðuna af því tilefni. U.SVH. Þing U.S.V.H. Þing USVH var haldið í Víðihlíð 14/4. Þingið sóttu af hálfu UMFÍ Pálmi Gíslason og Guðmundur Haukur. Þingforseti var Kristján ísfeld. í skýrslu formanns Páls Sig- urðssonar kom fram að mikið starf hefur átt sér stað hjá sam- bandinu s.l. ár. Fyrir utan ágætt íþróttastarf er spurningakeppni milli félaga árlegur viðburður og þær skemmtanir vel sóttar. Ritið Húni kemur út árlega og er merk heimild um menn og málefni í sýslunni. Mikið var um góðar til- lögur m.a. um sumarbúðir og að ákveða hreinsunardag þar sem fé- lagar hreinsi til meðfram vegum í sýslunni. Stjórn USVH var öll endur- kjörin en hana skipa: form. Páll Sigurðsson, gjaldkeri Hrólfur Egilsson, ritari Kristján ísfeld, meðstj. Lilja Steindórsdóttir, Steinbjörn Tryggvason. Þing HVí 71. ársþing HVÍ var haldið að Suðureyri sunnudaginn 28. apríl. Var þar helst rætt um fjármál og mótahald sambandsins, og kom það fram að héraðsmótið hafði ekki skilað þeim hagnaði sem vænst hafði verið. Þá ræddu menn um að samþykkja minna og framkvæma meira af því sem samþykkt væri. Sumarbúðir verða starfræktar í sumar eins og áður að Núpi í Dýrafirði. Á þing- ið voru mættir 18 fulltrúar frá öll- um aðildarfélögum nema einu. Mikill hugur var í mönnum í sam- bandi við plöntun trjáa á Ári æskunnar og hafa verið plantað- ar 511 plöntur sem eiga að þola veðurlagið á svæðinu. Aðeins einn gestur sótti þingið og var það Guðmundur Gíslason frá UMFÍ. Stjórn HVI skipa nú: Jón Guðjónsson, formaður, Björn Björnsson, gjaldkeri, Helga D. Kristjánsdóttir, ritari. Happdrœtti UMFÍ Ifí oo os T—( eð C § M SH Cð \ist Ungmennafélag íslands lelur nú rúmlega 26 þúsund félagsmenn i 215 félögum og 18 héraOssamböndum viOsvegar um landiO. MarkmiOiO er: liœktun lands og lýOs — og kjörorOiO: Islandi alll. c c <D £ bn c c -4-ð æ VINNINGASKRÁ: 1 lslcnsk húsgögn 2 Islcnsk húsgögn 3 Videourki 4 Videotxki 5 Milverk 6-8 Hljómflutningsueki 9 Islensk húsgögn 10-11 Heimilistölva (hvor vinn. i kr. 25.000) .... 12 Ctvarp/kisettutzki 13-14 Ctvarp/kasettutzki (hvor vinn. i kr. 15.000) 18-20 LandiS þitt 1-V (hver vinn. i kr. 9.200) .... 21 Ömmu rokkur 22-31 Iþróttabúningur (hver vinn. i kr. 2.500) .... 32-50 Rzktun lýís og lands (hver vinn. i kr. 1.000) Samtals kr. 100.000 60.000 50.000 45.000 40.000 105.000 30.000 50.000 20.000 30.000 27.600 7.400 25.000 19.000 654.000 Utgefnir miðar: 26000 ft Verðmæti vinninga kr. 654.000 a Upplýsingar i síma 14870 cö r-f Dregið 1. ágúst 1985 Cfl Verð miða kr. 150 c Sölulaun til félaga 50% miSaverðs 32 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.