Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 28
Hvaða fugl er þarna? Þorsteinn Einarsson Þessarar spurningar spyrja göngu- menn. Við nánari skoðun er fuglinn þeim kunnur en sé hann það ekki, vaknar for- vitnin. Sé fuglabók með, er gripið til henn- ar. Hvort sem hún er með eða ekki, þarf að greina sem gleggsta svipmynd til þess að bera saman við myndir og upplýsingar í fuglabók. Fuglinn vilja allir ákvarða rétt. Svipmyndina sem Iögð er til grundvallar ákvörðuninni má gera sér með að beita at- hygli að ákveðnum einkennum samkvæmt aðferðum, sem vandalaust er að læra en beita þarf jafnt heyrn sem sjón. Um leið og ungmennafélögin efna til gönguferða fjölskyldunnar, þá vill rit- stjóri Skinfaxa gera árangur ferðanna margþættari. Einn þessara þátta er fugla- skoðun og til þess að fugl, sem ber fyrir augun, sé ekki og fljót sagður vera grá- eða Igötutittlingur, grámáfur eða „bara önd“ er ætlunin að verja rými í blaðinu fyrir stutta fræðslukafla um fugla. Leitast verður við að greina frá fuglum ákveðinna kjörlenda í fyrsta lagi og í öðru lagi að koma að atriðum sem einkum má beita við ákvörðun fugls: STÆRÐ þess fugls, sem ber fyrir augu má miða við vel þekkta fugla og kveða á um að hún sé álíka og hjá: 1. Snjótittlingi (1. 16,5 cm) 2. Skógarþresti (1. 21 cm) 3. Heiðlóu (1. 28 cm) 4. Kríu (1. 38 cm) 5. Stokkönd (1. 58 cm) 6. Hrafni (1. 63 cm) 7. Veiðibjöllu (1. 74 cm) VAXTARLAG getur verið mjóslegið eins og kríu eða maríerlu, þybbið likt og heið- lóu, þunglamalegt svipað og veiðibjöllu. HÖFUÐLAG miðað við bol, stór sem hjá skörfum, lítið sem á lunda. GOGGLÖGUN sem hefur aðlikst fæðu- öflun og kjörlendinu: 1. Grannvaxin (maríuerla) 2. Stutt, grönn (lóa) 3. Löng, bein eða bogin (hrossagaukur, spói) 4. Rýtingslaga (kría) 5. Keilulaga, gild (snjótittlingur) 6. Flöt breið (endur, gæsir, álftir) 7. Bogin i oddinn (veiðibjalla) 8. Krókbogin í oddinn (fálki) VÆNGIR hvassyddir (kria), snubbóttir (hrafn), stuttir (stari), langir (spói). STÉLGERÐIR langar miðfjaðrir (kjói), örstutt (flórgoði), Iitmynstur stéls: 1. jafnlitt (skógarþröstur) 2. jaðra sérlitir (maríerla) 3. sérlitur bekkur í enda (tjaldur) 4. þverrákótt (spói) 5. sérlitur við stélrót (grágæs) FÆTUR aðlíkjast kjörlendi og fæðuöfl- un: 1. Háfættur (stelkur) 2. Lágfættir (endur) Á flugi standa fætur aftur undan stéli: 1. lítið eitt (tjaldur) 2. mikið (stelkur) 3. einn meira (jaðrakan) Fætur veikbyggðir (maríuerla) loðnir (rjúpa); litur fóta eru góð einkenni t.d. rauðir (hettumáfur), svartir (rita). Sumir hafa langa afturtá aðrir stutta og til eru afturtálausir, sundfitjar og hálfsundfitjar og klóbognar tær eru einkenni sem er erfitt að greina. í næstu köflum verður framhaldið að benda á einkenni. Þegar þessi kafli birtist er fartimabil að vori hafið. Úr lofti berast hnegg frá jaðar- stélfjöðrum hrossagauks. Þúfutittlingar flytja flugstef um leið og þeir á örflugi hefjast lóðrétt í nokkra hæð falla í bogalaga svifflugi spöl til jarðar en úr því á blakandi vængjum til hömlunar lóðrétt til setu á þúfu eða girðingastaur. Heiðlóur taka Iotusprett í mó eða á mel, stöðva kalla „dirrin-dí“ eða á lofti bregða fyrir sig silalegu vængjablaki ástleitninnar og frá þeim berast „da-dia“ eða „tlúí“. Þessar þrjár fluglategundir eru nú komnar í sumarheimkynnin og hafa ný- lega lagt að baki 1000—2000 km. og þar af lengstan áfanga yfir opið haf. Valið sér ferðaveður, er lægð nálgast landið úr vestri eða suð-vestri. Flughraðinn getur orðið 80 km/klst. Stýritækið innbyggt „kronolog". Leiðarmerki stjörnur. Sólar- geislar sem falla inn um augu undir stækkandi horni verka á heiladingulinn, sem leysir úr læðingi hormóna, sem örva til ástleitni og mökunar. Til ásta er kallað með þíðum klið, háværu velli, angurværu hljóðstefi og háværum söngvaklið. Einnig er litbrigðum fjaðurhams, Iit húðklæðn- inga á utan og innanverðum goggi og á fótum beitt til tjáninga. Með atferli í lofti, á láð og legi er tilfinningum háttbundið, samkvæmt tegundum, beitt af ákafa ást- leitninnar, því tíminn er naumt skammt- aður af sólu. Þegar þessi kafli birtist eiga sér miklir fuglaflutningar. Far í algleymingi. Stað- fuglar eins og músarrindlar eru horfnir frá urð fjörukamba og úr görðum þéttbýla. Sumir inn í Þórsmörk og Ásbyrgi, þar sem þeir leggja af smæð sinni alt rödd til hljómkviðu sem ómar á þessum stöðum frá sólskríkjum, skógarþröstum og fýl- ungum, sem kveða undir „gigg-gigg“. Vctrargestir t.d. bjartmálfar, tildrur eru horfnir til norðlægari landa. Á suð-vest- urlandi sjást um vetrarsólhvörf, einkum í fjörum, milli 40—50 tegundir staðfugla og vetrargesta. Sumir fuglar sem almennt eru taldir staðfuglar eru hér að hluta vetrargestir t.d. háveltur sem heyrast núna „a-úa“ úti á firði. 28 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.