Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 31
Fjölmargir tóku til máls og urðu fjörugar umræður bæði um skýrsluna og svo um ályktanir starfsnefnda. Helstu mál sem fjallað var um voru: íþróttamál, skógrækt, sum- arbúðir, örnefnasöfnun, merking heimreiða að bæjum, verkefni UMFÍ á ári æskunnar og Skin- faxi, málgagn UMFI. Þá var og sérstök ályktun um bók UMFÍ „Ræktun lýðs og lands“. í lokin lýsti Þórir Jónsson yfir að hann gæfi ekki kost á sér til formennsku og var Kristinn F. Axelsson Bakkakoti II, Stafholts- tungnahr., kosinn formaður UMSB. En Þórir þökkuð mikil og góð störf fyrir sambandið. Þeir Pálmi Gíslason, Jón G. Guðbjörnsson og Hörður S. Óskarsson sátu þingið sem gestir frá UMFÍ og þakka þeir góðan beina og starfsamt þing. Þing H.S.Þ. Þing H.S.Þ. var haldið laugar- daginn 13. apríl að hótel Reyni- hlíð. Var þingið mjög vel sótt og vantaði aðeins um 9 fulltrúa til að fulltrúatalan væri fullskipuð. Helstu mál þingsins voru væntan- legt Landsmót U.M.F.Í. á Húsavík 1987 og svo hvort ætti að halda áfram samkomuhaldi um verslun- armannahelgina, auk þessara mála voru mörg önnur sem rædd voru. Þormóður Ásvaldsson sem hefur verið formaður H.S.Þ. mörg undan farin ár gaf ekki kost á sér aftur og var Kristján Ingvason kosinn formaður í hans stað. Gest- ir þingsins voru frá UMFÍ Þór- oddur Jóhannsson og Guðmund- ur Gíslason og frá Í.S.Í. Jón Ármann Héðinsson. Á þinginu færði forseti Kiwanisklúbbsins Herðubreiðar H.S.Þ. 40.000 kr. að gjöf vegna Árs æskunnar. Stjórn H.S.Þ. skipa nú: Kristján Ingva- son formaður, Kristleifur Meldal, Birgir Steingrímsson, Hermann Herbertsson, Svanhildur Her- mannsdóttir, Völundur Hermóðs- son, Hlöðver Pétursson. Þing HSK var haldið í lok febrúar að Heimalandi undir Eyjafjöllum. 100 blaðsíðna fjöl- rituð og myndskreytt skýrsla greindi frá mjög öflugu starfi HSK síðasta starfsár. Það einkenndist af 3 stórum verkefnum þ.e. 2 stórum útihátíð- um og landsmóti UMFÍ en þar sigraði HSK sem kunnugt er. Þingið var mjög starfsamt og miklar umræður um starf og verk- efni sambandsins en þar bar mest á tillögum um íþróttamál. Þá urðu STOFNAÐ1912 Kristinn F. Axelsson formaöur UMSB. nokkrar umræður um samgöngu- mál á sambandssvæðinu. Þing HSK eru tveggja daga þing. Þá þykir við hæfi að heima- félagið haldi kvöldvöku með skemmtiatriðum og hinni vinsælu sleifarkeppni. Stjórn HSK var endurkjörin. Formaður er Guðmundur Kr. Jónsson. Framkvæmdastjóri er Jón M. ívarsson. d.H. usvs Þing USVS var haldið í Ketils- staðaskóla 6. apríl s.l. Þingið sótti af hálfu UMFÍ Pálmi Gíslason. Frá ÍSÍ mættu Sveinn Björnsson og Hermann Guðmundsson. Þingforsetar voru Guðmundur Elíasson og Sigurjón Árnason. Þingið var fjölmennt. Formaður Sigmar Helgason gerði grein fyrir starfi sambands- ins, s.l. starfsár. Fram kom að starf sambandsins hefir verið með hefðbundnum hætti, þó starfið einkenndist nokkuð af þátttöku á Landsmóti UMFÍ. Margar góðar tillögur voru ræddar og sam- þykktar m.a. um sumarbúðir, skógrækt og félagsmálafræðslu. Fjölgað var í stjórn sambands- ins úr þrem í fimm. Sigmar Helga- son var endurkjörinn formaður sambandsins en með honum í stjórn eru: Páll Pétursson gjald- keri. Ólafur Helgason ritari. Magnea Þórarinsdóttir með- stjórnandi. Jóhannes Halldórsson meðstjórnandi. Þing UMSS Þing UMSS fór fram að Hólum í Hjaltadal, laugardaginn 2. mars s.l. Þingstörf hófust með því að formaður sambandsins bauð full- trúa og gesti velkomna, tilnefndi starfsmenn og flutti skýrsluna. SKINFAXI 31

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.