Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 36
ar hann um íþróttakennsluna, sem um- ferðarkennarar annast. Hann vill mennta leiðbeinendur. í framhaldi af þessum skrifum heldur stjórn UMFÍ námskeið 1915 í Rvk. fyrir leiðbeinendur. í 2. tbl. Skinfaxa 1915 ritar Jónas um íþróttafræðing. „. . .Maður sem væri vel fróður um eðli íþrótta og kunni að kenna rétt allar þær íþróttir sem hér eru til bóta að æfa“. Hugur hans til æskunnar kemur vel í ljós, er hann tekur þetta fram.: „. . . flestalla unglinga langar til um eitt skeið æfinnar að beita aflinu og fjörinu til íþróttaiðkana. En fyrir helst til mörgum stendur og á að annir og fá fordæmi kæfa þennan neista“. í 1. tbl. Skinfaxa 1916 og í 5. tbl. á sama ári hefur Jónas rita um „íslenskan íþrótta- skóla" Jónas heldur þessum málefnum oft vel fram í Skinfaxa einna síðast í 1. og 4. tbl. Skinfaxa 1925. Er hann verður ráð- herra vill hann koma málinu í höfn. Fyrst með því að hafa skólann sem deild í Laugaskóla en er í ljós kemur að það er borin von, tekur hann upp þráðinn við Bjarna Bjarnason, að hann 1929 tekur við skólastjórn á Laugarvatni og hann skýtur skjólhúsi yfir íþróttaskóla Björns Jakobs- sonar 1932. Jónas fylgir málinu eftir með heimild í fjárlögum til greiðslu rekstrar- fjár til skólans og samþykkt laga um próf leikfimi- og íþróttakennara (1.24/1932) sem voru bakhjarl að fræðslu Björns. Þegar til tals kom upp úr 1941 við þáver- andi kennslumálaráðherra Hermann Jónasson að fá stofnsettan íþróttakenn- araskóla, féllst hann á að Jónas Jónsson fengi að leggja frumvarpið fram á Alþingi þó um stjórnarfrumvarp væri að ræða. Jónas tók frumvarpinu vel og lagði það fram með ýtarlegri ræðu þar sem sést að hugsjónareldur ungmennafélagsins lifir glatt. Frumvarpið varð að lögum 1942 (1. nr. 12) Jónas fylgdist ávallt vel með mál- efnum ungmennafélaga og íþróttum. Hann hafði til siðs að bjóða mér um langt skeið til tedrykkju 1—2 á ári. Hann spurði margs og greindi þá á milli forustumanna ungmennafélaga og ÍSI, sem hann kallaði „íþróttaspissa". Alltaf bjó hann yfir einhverju sérstöku og gat þá stundum hitnað í kolunum. 1 síðasta skipti sem ég drakk te með honum, laut hann allt í einu fram yfir borðið og spurði: „Verður mín getið í sundsögu ís- lands“? „Já sagði ég“ „Af hverju?" Ég Minning Guömundui Gíslason Hagalín f. 10. okt. 1898 d. 26. feb. 1985 Guðmundur var ritstjóri Skinfaxa 1958—61. Hann tekur að sér stjórn- ina fyrir tilmæli vinar síns, séra Eiríks J. Eiríkssonar, sambandsstjóra UMFI, sem þá er skólastjóri, og prestur að Núpi í Dýrafirði. Skinfaxi var í öldudal og skilvísir áskrifendur 10% af fjölda félagsbundinna ung- mennafélaga. Hann ávarpar ung- mennafélögin í 2. hefti Skinfaxa 1959 og skírskotar kröftuglega til mann- dóms félagsmanna að stækka hóp kaupenda. Undir hans ritstjórn koma út 10 hefti, svo að ekki skorti á fram- færslusemi. Þegar þessum heftum er flett, kemur í ljós mikil fjölbreytni í efni og frá ritstjóra eru stórmerkar greinar. Mann undrar hvað G.G.H., sem eigi taldi sig í nánum tengslum við ungmennafélögin tókst að afla ritinu tímabærra greina um virk mál- efni. Hann hvarf frá ritstjórn er séra Eiríkur flutti til Þingvalla. Hann var gramur er hann lét af störfum að eigi hefði tekist að auka hóp áskrifenda. Er G.G.H. dvaldi við nám í Núps- skóla 1913—14 komst hann 1 snert- ingu við ungmennafélagshreyfinguna hjá séra Sigtryggi skólastjóra Guð- laugssyni. Hann hafði einnig kynnst brautryðjanda lýðsskóla- og ung- mennafélagsskaparins Guðmundi Hjartarsyni og hrifist af boðskap hans. Það að G.G.H. tók að sér ritstjórn Skinfaxa sýnir best hug hans til starfs UMFÍ, því á þessum árum var hann önnum kafinn við ritstörf og þjóð- mál. Hugur og hönd hans til liðs við ungmennafélagshreyfinguna færði henni virðingu og aukna viðurkenn- ingu. Ekkja Guðmundar er Unnur Aradóttir Hagalín. Þau áttu einn son Þór framkvæmdastjóri. Fyrri kona rakti þá þætti, sem hér að framan. Hann hlustaði — og hann tárfelldi. Þau sýndu mér hversu þessi menningarþáttur ísl. al- þýðu hafði brennt sig í vitund hans og bar- áttan fyrir eflingu sundmenntar var stór þáttur i ævistörfum hans. Virðing hans á sundmennt og menntastofnunum kom glöggt fram í andófi hans gegn þeirri til- lögu minni að á Landsmóti UMFI að Laugarvatni 1965 yrði synt í bráðabirgð- arlaug, sem klædd væri að innan með plastdúk, sem hann kallaði „poka“ „Þið hnepptuð fylliraftana í poka á landsmót- inu í Hveragerði en nú ætlið þið að láta synda í poka“! Fimm langar greinar ritaði Jónas í blöð um pokamálið. Sundinu og Laugavatni sæmdi ekki minna en vegleg sundlaug. Fjárskortur og ýmsar aðstæður leyfðu ekki slika framkvæmd. Laugavatnsmóts- ins minntist Jónas í blaðgrein og fór lof- samlegum orðum um það. í stuttri grein verður starfa Jónasar Jónssonar frá Hriflu með ungmenna- félögum og fyrir hugsjónir þeirra eigi gerð verðug skil, — en nú er öld er liðin frá fæðingu hans skulu honum þökkuð störf- in. Þ.E. G.G.H. var Kristín Jónsdóttir. Börn þeirra: Hrafn, látinn, — og Sigríður leikkona. Þ.E. 36 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.