Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 7
Ungmenna vika NSU 1985 „Vikan“ verður að þessu sinni í Kannonkoski í Finnlandi dagana 21,—28. júlí. Þátttökutilkynningar þurfa að berast i síðasta lagi í fyrstu vik- unni i júní. Áætlað er að á vikuna komi rúmlega 80 þátttakendur. Tilkynningar hafa þegar borist sem hér segir: Noregur 19 þátttakendur Færeyjar 10 þátttakendur ísland 10—15 þátttakendur SDU 15—20 þátttakendur Finnland, Svíþjóð, Danmörk væntanlegt á næstu dögum. Meðal viðfangsefna á dag- skránni má nefna: 1. Tónlist þrír mism. hópar. 2. Föndur m.a. keramik — jurta- litun — tréföndur o.fl. 3. Útivist — veiðiferðir — brim- bretti — knattleikir — leikir — videovinna. 4. Annað. Skoðunarferðir — rokkhátíð — heimsókn til fjölskyldna, Nicaragua kvöld — þróunarlandakvöld — diskótek — kvikmyndasýns- ingar — guðsþjónusta — dansleikir. Frá heimsókn til DDGU 1981. 5. Umræður um ferðamál, ferða- kostnaður ungs fólks innan Norðurlandanna. Áætlað verð er 900 Fkr. eða um 5.800 íkr. Búið verður í skólastofum ef með þarf en annars í nemenda- vistum. Þátttakendur eru beðnir að taka með eða senda áður, þá tón- list sem vinsælust er (rokk/popp) í hverju landi og einhverjar uppl. um samtökin sem þeir koma frá, og gjarnan einhver hljóðfæri og söngbækur. Svefnpoka skal taka með. Reiknað er með gesti — gestum frá Ungmennasamtökum Sama (en þeir hafa með sér samtök sem nær yfir þrjú lönd — þetta eru 8—10 félög með um 1200 félög- um). Ferðamáti islensku þátttakend- anna er í athugun, en reynt verður að koma þeim í bil með Norð- mönnum o.fl. frá Osló. Rætt hefur verið við Freygarð Þorsteinsson einn af þátttakend- um frá síðustu „viku“ um að taka að sér fararstjórn. S.G. Norrœn ungbœndavika Dagana 28. feb. til 4. mars var haldin á Akureyri Norræn ung- bændavika. Þátttakendur voru frá Danmörku, Svíþjóð, Finn- landi, Noregi og íslandi alls 26 þátttakendur. Búið var í Hrafna- gilsskóla og voru allir fyrirlestrar þar. Þá var farið um nærliggjandi héruð og ýmislegt skoðað eins og t.d. skinna og ullarverksmiðjan á Akureyri, einnig var refabú skoð- að, og síðast en ekki síst var farið í heimsókn til kúa- og fjárbænda. Þótti þessi vika hafa tekist með miklum ágætum í alla staði, og voru menn mjög ánægðir með þá fyrirlestra sem fluttir voru. Tvær aö spjalli. SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.