Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 38
Félagsstarf í Reykhólasveit Reykhólasveit er í Austur-Barðastrandasýslu og íbúafjöldi sveitarinn- ar er eitthvað á milli 230—240. Hún nær frá Þorskafirði, yfir Reykjanes og langleiðina að Króksfirði. Félagsstarfsemi i hreppnum er býsna góð og hafa Reykhólasveit og Geirdalshreppur til dæmis sameiginlegt hestamannafélag og skákfélag. Geirdalshreppur nær frá botni Gilsfjarðar og út að Reykhólasveit. Geir- dalshreppur er með sér ungmenna- og kvenfélag sem ekki verður rætt um hér. Ungmennafélagiö Aftuielding var stofnað 14. mars 1924 og var starfsemi þess góð framan af en svo varð hún hálf slitrótt og að síð- ustu datt hún alveg niður. Árið 1958 var félagið svo endurreist og hefur alltaf starfað eitthvað síðan. Ungmennafélagið tók þátt í þremur íþróttamótum nú síðast- liðið sumar, en þessi íþróttamót eru nú orðin árvissir viðburðir hjá UDN (Ungmennasambandi Dala- manna og Norður-Breiðfirðinga). Sundmót var haldið 15. júní, hér á Reykhólum, unglingamót var haldið í Búðardal 23. júní og héraðsmótið var haldið dagana 11. og 12. ágúst í Saurbænum. Einnig var UDN með íþróttaþjálfara sem „flakkaði“ á milli félaga og var hann hjá hverju félagi fyrir sig, einu sinni í viku, en þessi þjálfun var fram að héraðsmóti. í október og nóvember var félagið með nokkur spilakvöld og nokkur diskótek en diskótekið Dísa var hér á Reykhólum bæði á páskum og jólum. Félagar í ungmennafélaginu eru nú rumlega 70. Hestamannafélagiö Kinnskœi var stofnað 2. sept. 1951. Starf- semi félagsins var heldur skrykkj- ótt á tímabili og lá hún að mestu leyti niðri frá árinu 1967 til ársins 1979 en þá var félagið endurvakið og hefur starfsemi þess staðið í miklum blóma síðan. Hestamannamót hafa verið haldin árlega í sameiningu með hestamannafélaginu Blakk í Strandasýslu og þá til skiptis á heimavelli félaganna, en nú eru Kinnskærsfélagar nýbúnir að koma sér upp mótsvæði í mjög fögru umhverfi að Sólheimamel- um í Reykhólasveit. Undanfarin fimm ár hefur félagið staðið fyrir reiðnámskeiðum, fyrripart sum- ars sem hafa verið mjög vel sótt. Árshátíðir eru nú orðnar fastur liður í starfsemi félagsins. Siðastliðið sumar tóku nokkrir félagar Kinnskærs sig til og riðu á fjórðungsmót Vesturlands á Kald- ármelum þar sem nokkrir félag- anna kepptu. Var svo riðið heim i samfloti með Blakksmönnum og fengu þeir að geyma hesta sína hjá félögum Kinnskærs fram að næstu helgi en þá var haldið sam- eiginlegt mót Kinnskærs og Blakks að Sólheimamelum í Borg og heppnaðist það mjög vel, bæði hvað veður og annað snerti. Kvennfélagiö Liljan er aðili að Kvenfélagasambandi íslands (KÍ) og Sambandi Breið- firskra Kvenna (SBK). Kvenfélag- ið var stofnað 16. mars 1941 og hefur starfað óslitið síðan. Aðalstörf félagsins hafa verið málefni heimilisiðnaðar, heilsu- vernd, garðrækt, ýmis kirkjumál- efni og námskeiðahöld. Nú á und- anförnum árum hafa verið haldin námskeið í skuggaskurði, ger- bakstri, tauþrykki, skermasaumi, félagsmálum, flosi, jólaföndri, Þátttakendur á íélagsmálanámskeiái í Reykhólaskóla ásamt leiöbeinenda. Á myndinnimásjáhöfundagreinarinnarHjördísiDröfn Vilhjálmsdóttur, sem er þriöja frá vinstri í aftari röö og Sigrúnu K. Halldórsdóttur sem er fimmta frá vinstri í fremri röö. 38 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.