Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 39
tágarvinnu, sokkablómavinnu og nú á síðastliðnu ári voru haldin sníða- sauma- og bútasaumanám- skeið. Félagið vinnur nú að því að afla fjár sem síðar á að nota til að búa dagstofu í dvalarheimili aldr- aðra, sem nú er í byggingu á Reyk- hólum, húsgögnum og hafa verið haldnir bazarar, kaffisölur, bingó og ýmislegt fleira til fjáröflunar í því skyni. Það eru nú liðlega 20 konur í félaginu. Skákfélagiö er yngsta félag sveitarinnar, það leit dagsins ljós, 2. apríl 1982. Starfsemi þess hefur verið mjög góð þar sem félagar hafa komið saman og teflt. Einnig hafa verið haldin stærri mót, s.s. helgarskák- mót. Á síðastliðnu ári kepptu fé- lagar við Dalamenn. Einnig fóru nokkrir félagar á Gróuskákmótið í Borgarnesi, þar sem keppt var um Gróubikarinn, sem er farand- bikar. Var árangurinn mjög glæsi- legur þar sem einn af félugunum vann bikarinn. Skákfélagið er eitt af virkustu skákfélögum á landinu miðað við fjölda meðlima, en þeir eru um 30 talsins. Félagslíf í Reykhólaskóla Reyhólaskóli er á Reykhólum og er heimavistarskóli. Það eru 62 nemendur í skólanum, frá 1. bekk upp í 9. bekk, en félagslíf hefur verið fremur gott miðað við nem- endafjölda. I fyrravetur var farið í heim- sóknir í grunnskólann í Búðardal og heimavistarskólann að Laug- um og keppt í skák og ýmsum öðr- um íþróttum. Svo kom aftur keppnislið úr Laugaskóla í heim- sókn í Reykhólaskóla og var þá keppt í skák, sundi og borðtennis. Á fimmtudögum hefur nær und- antekningarlaust verið eitthvað gert til skemmtunar. Venjulega hafa diskótek verið haldin aðra hverja viku en hinar vikurnar spilakvöld, myndsegulbanda- kvöld eða bingó. Einnig var haldin litlu ljól og árshátíð. Á öskudag- inn var farið í leiki og verið með létt gaman og auk þess var köttur- inn sleginn úr tunninni. Haldin voru tvö félagsmálanámskeið í samráði við umf. Aftureldingu, annað i nóvember ’84, en hitt um mánaðarmót fébrúar og mars ’85 og var það framhaldsnámskeið. Nemendum í 7. og 8. bekk var boðin starfskynning innan héraðs í þrjá daga og að sjálfsögðu fór 9. bekkur suður til Reykjavíkur og víðar eins og undanfarin ár. Við látum nú þessari frásögn okkar lokið af félagslífi i Reyk- hólasveit og vonum að þessi kynn- ing okkar af félagslífinu hér varpi nokkru Ijósi á það hvernig sveit- ungar í litlu sveitarfélagi fara að því að hafa ofan af fyrir sér. Hjördís Dröf Vilhjálmsdóttir, Sigrún Katrín Halldórsdóttir, nemendur í Reykhólaskóla. Blaö með sama naíni Það eru sennilega ekki margir ungmennafélagar sem ekki vita hvað blað okkar heitir. En þeir eru örugglega margir sem ekki vita að til er annað blað með sama nafni. Er það blað Málfundafélagsins Framtíðar- innar sem er í Menntaskólanum í Reykjavík. Blað þeirra kom fyrst út 9. janúar 1898 og hlaut þá nafnið SKINFAXI. Nafnið er fengið úr norrænni goðafræði, en Skinfaxi var reiðhestur Dags (hestur sólarinn- ar). Blað þeirra Framtíðarmanna var fyrst í stað handskrifað, en byrjað var að prenta það árið 1968. Þess má og geta hér í lokin að til er (var) fyrirtæki með sama nafni. SKINFAXI 39

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.