Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 25
Tóbaksvamarlögin tímabœr réttarbót Þorvaröui Örnólísson Fimmtudaginn 17. maí hlýtur að verða talinn merkur dagur í sögu tóbaksvarna á íslandi. Þann dag var frumvarp til nýrra tóbaks- varnalaga afgreitt í Neðri deild með samhljóða atkvæðum sem lög frá Alþingi. Hafði það áður farið rétta boðleið gegnum þing- deildir og verið breytt nokkuð í þeim báðum. Stuttu seinna, 28. maí, staðfesti Forseti íslands lög- in með undirskrift sinni. Með nýju lögunum er stigið stórt skref fram á leið í baráttunni gegn tóbaksneyslu og afleiðing- um hennar. Þau staðfesta og herða á ákvæðum eldri laga um bann við tóbaksauglýsingum og hafa jafnframt að geyma ýmis mikilvæg nýmæli svo sem um skyldu til að merkja umbúðir tóbaks með viðvörun um skað- semi vörunnar, bann við að selja tóbak þeim sem eru yngri en 16 ára og allvíðtækar takmarkanir á reykingum. Mikið hefur verið um lögin fjallað, bæði manna á meðal og í fjölmiðlum og ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti þeirra. Það er eins og sumir sjái í þeim skrattann uppmálaðan, aðrir líta þvert á móti á þau sem frelandi engil — og allt þar á milli. Að mestu leyti hefur þessi mikla umræða snúist um þau ákvæði laganna sem varða tak- markanir á reykingum. Af sumum skrifum gæti mönn- um skilist að verið væri að banna nánast allar reykingar eða eins og sagt var í grein í einu dagblaðinu „svipta menn réttinum til að spilla heilsu sinni með þeim ráð- um sem þeim hugnast best“ og „og velja sér banamein“. Þetta er auðvitað eins og hver annar óhemjuskapur. Eftir sem áður er mönnum næsta frjálst að reykja sig í hel, þeim sem það vilja (ef einhverjir eru), aðeins ekki á þeim stöðum þar sem lögin ákveða, eða ákveðið verður með stoð í þeim, að vera skuli reyklausir. Þeir staðir eru sem betur fer nokkuð margir og þróunin verður eflaust sú að þeim fjölgi eftir því sem fólk skynjar betur hvílíkur munur er á því að lifa og starfa í reyklausu umhverfi eða húsa- kynnum sem eru gegnsósa í tóbaksreyk. Og það munu reyk- ingamenn finna í auknum mæli, ekki síður en hinir sem ekki reykja. Ýmislegt bendir til að mikill meirihluti þjóðarinnar sé hæst- ánægður með lögin og þau hafa á skömmum tíma orðið æ virkara tæki til að hreinsa loftið þar sem til var ætlast. Eins og við mátti búast finnst þó sumum reykingamönnum þeir vera órétti beittir að fá ekki að ráða því algerlega sjálfir hvar þeir reykja. Trúlega liggja þar oftast að baki úreltar hugmyndir um reykingar og tóbaksreyk sem varla geta orðið langlífar úr þessu. Lengi vel þótti sjálfsagt og allt að því jafn eðlilegt að reykja að öðrum viðstöddum eins og t.d. að drekka með þeim kaffi — og tóbaksreykur var bara falleg, grá slæða í loftinu og sakaði engan. Nú vita flestir betur og æ fleiri sjá tóbaksreykinn eins og hann er: sem hættulegan mengunarvald, ekki aðeins í blóði og likama reykingamannsins heldur einnig í andrúmsloftinu umhverfis hann þaðan sem þessi óþrif geta flust í lungu og æðar annarra manna. Þeim sem hefur skilist þetta getur ekki heldur dulist að reglur um skorður við reykingum á borð við þær sem eru í nýju tóbaksvarna- lögunum, eru bæði sanngjarnar og nauðsynlegar og verðskulda fyllsta stuðning. Hvað sem því líður þá erum við íslendingar nú komnir í fremstu röð þjóða um að tryggja með lög- um „rétt þeirra sem reykja ekki“. Jafnframt hefur vænkast — ef vel er að gáð — hagur þeirra fjöl- mörgu reykingamanna sem gjarnan vilja draga úr reykingum sínum eða losa sig alveg við þær. Ef til vill er þó mest um vert að með sérhverjum nýjum stað sem er vígður reykleysi og hreinu lofti fækkar að sama skapi þeim stöð- um þar sem börnum og ungling- um er gefið hættulegt fordæmi um neyslu ávanabindandi eitur- varnings. Ef slík þróun helst í hendur við refjalausa framkvæmd á banni við tóbakssölu til barna og unglinga og sí virkja fræðslu um skaðsemi tóbaksneyslu, þá getur farið að styttast í að ísland eignist sína fyrstu „reyklausu kynslóð“. Þorvarður Örnólfsson SKINFAXI 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.