Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 19
Lelkritasafn UMFÍ Eins og kom fram í síðasta tölu- blaði SKINFAXA er leikritasafn UMFI í fullu gildi og eru bæði félög og skólar hvött til að notfæra sér þá þjónustu sem þar stendur til boða. Nú þegar hafa nokkrir aðilar pantað efni og vitað er um fleiri sem hugsa sér til hreyfings í þess- um efnum. Hér á eftir birtum við svo lista yfir leikrit sem eru til í safninu, svo hægt sé að átta sig betur á hvað til er. Einnig er þessi listi settur fram ef hjá einhverjum leynist efni sem ekki er til en safn- inu kæmi til góða. Ef þið eigið stutta leikþætti eða leikrit þá vinsamlega sendið til UMFÍ Mjölnisholti 14 box 5271 Rvík. Slzrá yfii leikþœtti 1. Nýja vinnukonan. 2. Við skulum vera vinir. 3. Hin kæna Ágústa. 4. Hatturinn. 5. Skuldugi þjónninn. 6. Jólasveinninn verður kennari. 7. Að loknu prófi. 8. Svona eiga börn að vera. 9. Samábyrgð. 10. Prinsessan á bauninni. 11. Lóa og bangsi. 12. Stjarnan. 13. Rauðsokkuþula. 14. Batnandi manni er best að lifa. 15. Laun trúmennskunnar. 16. Besta barn í heimi. 17. Strætisvagninn. 18. Hjá lækninum. 19. Ærslabelgur. 20. Saumaklúbburinn. 21. Hrekkjalómar. 22. Hallo Pedersen. 23. Skollaleikur. 24. Innbrotsþjófurinn. 25. Kóngsdóttirin vill giftast. 26. Gamli ljósastaurinn. 27. Ný skyrta á bakinu. 28. Jól í heimavistarskóla. 29. Góður gestur. 30. Jólasveinninn. 31. Hringjarinn og presturinn. 32. Örlögum fresta má. 33. Máttur auglýsinganna. 34. Þegar jólasveinnin svaf yfir sig. 35. Táknmál ástarinnar. 36. Kennslustundin. 37. Ökunýðingurinn. 38. Klukkan er hálf tólf. 39. Fólkið í húsinu. 40. Örþrifaráð. 41. Láki í ljótri klípu. 42. Rauðakrosspakkinn. 43. Sannleiksstóllinn. 44. Skrautsýning. 45. Aldirnar (skrautsýn). 46. Fánahylling. 47. Húsrannsókn. 48. Réttarfar til sveita. 49. Happdrættismiðinn. 50. Þakhellan. 51. Rakarinn. 52. Sagt til vegar. 53. Nýju fötin keisarans. 54. Þrosteinn þumall. 55. Svona auðvelt. 56. Á hjúskaparskrifstofunni. 57. Lína og Gústa. 58. Rauðsokkaþáttur karla. 59. Hættulegur farangur. 60. Hrapaleg gleymska. 61. Fósturlandsins Freyja. 62. Undarlegur fugl. 63. Greindarprófið. 64. Leikir. 65. Á skattstofunni. 66. Frímerkin. 67. íbúðin var auglýst. 68. Hjúskaparskrifstofa ríkisins. 69. Tiunda ráðskonan. 70. Olnbogabarn. 71. Afmælisgjöfin. 72. Sitt sýnist hverjum. 73. Ógæfusama öndin á Valentínusardegi. 74. Noregur og Danmörk talast við. 75. Matti. 76. Sólin og vindurinn. 77. Töframaðurinn. 78. Samtal í skólanum. 79. Lausafjártrygging. 80. Spenntar taugar. 81. Afbrýðissemi eytt. 82. Brunatryggingin. 83. Karlsson hinn skyggni. 84. Gullkálfarnir þrír. 85. Ást í brösum. 86. Giftu þig Greipur. 87. Jól í heimavistarskóla. Ertu með blað númer 43? Það er oft að ýmislegt spaugilegt hendir menn við hin ýmsu tækifæri. Eftirfarandi atvik henti ritstjóra SKINFAXA er hann var við nám í íþróttakennaraskóla íslands. Það var í verklegu prófi í tónmennt að ég kom inn til prófdómarans sem bað mig að draga eitt blað úr bunka á borðinu og gerði ég það. Þá bað hann mig að klappa nóturnar sem voru á blaðinu. Ég leit á blaðið og byrjaði að klappa sem óður væri í þeim takti er ég áleit að nóturnar væru í. Eftir að hafa hlustað á mig klappa í nokkurn tíma segir prófdómarinn við mig: „Ertu örugglega ekki með blað númer 43“. Það fer nú ekki fleiri sögum af árangri mínum í þessu prófi. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.