Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 15
SvíþjódŒ íeiö Dagana 17.—21. apríl var fund- ur hjá NSU og námskeið, í Lin- köping í Svíþjóð. Þangað fóru frá UMFI Pálmi Gíslason, Sigurður Geirdal og Guðmundur Gíslason. Á námskeiðinu var einkum rætt um samskipti hinna norður- landaþjóðanna við ríki í Afríku og þá helst Tanzaníu og Nigaragua. Þá var líka rætt um ferðakostnað innan norðurlanda, og fannst mönnum heldur dýrt fyrir Islendinga að ferðast til út- landa. Voru móttökur og allur viðgjörningur mjög góður, en þó fannst okkur skrýtin tímasetning á matmálstímum. Þvi kvöldverð- ur var kl. 17.00 og svo var ekkert snætt fyrr en kl. 8.00 næsta morg- un, en við lifðum þetta nú af þó við fitnuðum ekki i ferðinni. Eitthvaö hefur Siggi gert af sér. Athugasemd í Skinfaxa blaði UMFÍ 1. tbl. 1985 er spurningaþáttur. Ein spurningin er „Hvar var fyrst stofnað ungmennafélag á ís- landi?“ Svar blaðsins er „Á Akur- eyri 1906“. Þetta hefur sést áður, en er jafn hæpinn sannleikur eigi að síður. Skulu færð hér nokkur rök að því: Frá stofnun UMFÍ hafa verið í því félög sem stofnuð eru fyrir 1906. Skulu dæmi nefnd hér úr héraði og má vera að svo sé víða. 1. í Bárðardal er stofnað ung- mennafélagið Eining árið 1892. 2. í Reykjadal er stofnað 1904 ungmennafélagið Efling. Bæði þessi félög stóðu að stofn- un HSÞ og starfa þar enn, og fylgdu eðiliega HSÞ í UMFÍ. En sagan er lengri. Faðir minn sagði mér að þegar hann var í Laxárdal árin 1874—1893 hafi verið þar ungmennafélag. Því miður spurði ég ekki frekar um félagið, en nú á síðari árum hef ég leitað fregna af þessu félagi. Jú félagið hafði verið til en fregnir fáar. Síðasta fregn um félagið var frá 1902. Þá gefur félagið húsbyggingarsjóð er það átti til byggingar brúar á Laxá hjá Brettningastöðum. Meiri sögn um félagið er ekki í minnum manna og ritað mál um félagið fannst ekki, utan böggul í dóti föður míns sem nú er kominn á Skjala- safnið á Húsavík. í bögglinum var eitt blað af Laxdæling sem félagið hafði gefið út, sjöunda blaðið það árið, ártalið man ég ekki. í böggl- inum voru líka margar ritgerðir á lausum blöðum. Þetta sannar sögu föður míns um ungmennafé- lag í Laxárdal á timabilinu 1874—93. Jafn augljóst er að saga ungmennafélaganna er ekki öll eða rétt sögð ef hún er talin hefjast með félagi 1906. Glúmur Hólmgeirsson Athugasemd ritstjóra Er ég lét þessa umræddu spurn- ingu ásamt svari í síðasta blað fór ég eftir því sem er alltaf gengið út frá og er skráð á fleiri en einum stað, að fyrsta ungmennafélagið var stofnað 1906 á Akureyri. SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.