Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 23
Aukið staif með íðtluðu fóIM Siguiöur R. Guömundsson Ágætu ungmennafélagar! Tilefni þess að ég sest niður og skrifa nokkrar línur í Skinfaxa er annars vegar fundur, sem ég átti með forustumönnum íþróttasam- þands fatlaðra, og hins vegar ein samþykkt ungmennafélaganna á síðasta sambandsþingi, þar sem lögð er áhersla á rekstur sumar- búða á þessu ári — ári æskunnar. Forustumenn Iþróttasambands fatlaðra ræddu af miklum áhuga um rekstur sumarbúða fyrir fati- aða og ræddum við málið fram og aftur. Hér má skjóta því inn í að síð- ustu 5 árin, sem ég rak íþrótta- skóla minn, var starfsemin mest sniðin við fatlaða. Að fenginni mjög svo ánægju- legri reynslu af að halda slík nám- skeið, þar sem meira og minna fatlað fólk og ekki fatlað tók þátt í íþróttum, félagsstarfi og al- mennri samveru, geri ég það hik- laust að tillögu minni að forustu- menn íþróttasambands fatlaðra og Ungmennafélags íslands hittist og ræði hugsanlegt samstarf. At- huga mætti um einn eða fleiri staði í hverjum fjórðungi, þar sem samið væri við viðkomandi hér- aðssambönd um að gefa t.d. 5—10 fötluðum einstaklingum tækifæri til að vera með i búðum þeirra. Að sjálfsögðu greiðir hver fyrir sig. íþróttasamband fatlaðra myndi væntanlega útvega leiðbeinendur fyrir þetta fólk, þar sem þess þyrfti. Ég vil að lokum benda á eftir- farandi: 1. Það á ekki að stía sundur þeim, sem eru fatlaðir og þeim, sem ekki eru fatlaðir. Báðir aðilar hafa gagn og gaman af að starfa saman auk þess sem það eykur skilning og jákvætt við- horf þessara aðila hvors til annars. 2. Við skulum ekki gera of mikið úr vandanum með aðstæður á viðkomandi dvalarstað. Heið- arskóli er á engan hátt hann- aður fyrir fatlaða. Hér verðum við að viðurkenna að samfé- lagið hefur ekki staðið við að hanna skólana fyrir fatlaða. Meðan svo er þýðir ekki að gef- ast upp. Ef við ætlum að sinna þessu verkefni þá gætum við það. Við lagfærum einfalda hluti til að bæta aðstöðuna en annað yfirstígum við með auk- inni aðstoð. Ungmennafélgar um land allt — þið, sem vinnið að kjörorðinu — ræktun lýðs og lands — ég skora á ykkur að gera virkilegt átak í því að taka fatlað fólk með okkur í ungmennafélagsstarfið í auknum mæli. Með því getum við bjargarð mörgum einstaklingnum víðs vegar um landið frá einveru, afskiptaleysi og hugarvíli. Með ungmennafélags kveðju Sigurður R. Guðmundsson SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.