Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.1985, Blaðsíða 6
Hefurðu unnið til verðlauna? Já, ég hef unnið fimm. Einhver í dag? Já, silfur fyrir bringusund. Ég keppti Iíka í skriðsundi, en ekki í flugsundi núna. En hef bara einu sinni keppt í flugsundi þar sem voru verðlaunapeningar, og ég vann einn. Passarðu verðiaunagripina þína vel? Já, ég geymi þá í herberginu mínu. Þekkir þú Skinfaxa? Á frúnni í glímukeppni Sömu helgi og þing H.S.Þ. var haldið þurftu glímumenn þess að skreppa til Reykjavíkur á glímu- mót. Eitthvað gekk erfiðlega með flug þann dag sem farið var, og voru keppendur orðnir úrkula vonar um að komast suður vegna seinkunar á flugi. En þegar „neyðin er stærst er hjálpin næst“, segir einhvers staðar, þannig var það i þetta skipti. Þvi er glímumenn voru farnir að af- skrifa það að komast suður birtist Ómar Ragnarsson á flugvellin- um, en hann hafði verið að skemmta í Sjallanum kvöldið áður og var að fara suður. Hann kvað það alveg sjálfsagt að taka glímumennina með sér í frúna, og komust þeir á mótið og stóðu sig með glæsibrag og unnu mótið. Það eru ekki allir sem fara á frúnni til keppni, en kannski er það best af árangur á að verða góður. Já, hann er keyptur heima hjá mér. Á mótinu voru veittir bikarar fyrir bestu afrek í hverjum flokki, og hlutu eftirtalin bikar. Tátur Erna Jónsdóttir UMFB Hnokkar Þór Pétursson Vestra Meyjar Heiðrún Guðmundsdóttir UMFB VeiStu svarið? 1. Hvað heitir fyrsta bókin er kom út eftir Halldór K. Lax- ness? 2. Hvaða ár varð Danakonungur einvaldur á íslandi? 3. Hvert er hæsta fjall í Austur- landskjördæmi? 4. Hver fann upp og fullgerði fyrstu ljósaperuna? 5. Til er tungumál er heitir Mandarín. í hvaða landi er það talað? ó.Hvað er 60 ára brúðkaupsaf- mæli nefnt? 7. Hver er minnstur hérlendra fugla? 8. Hver er stærsta lífvera jarðar- innar? 9. Hvert er lengsta fljót jarðar- innar? lO.Hvað þýðir mannsnafnið Glúmur? Svör á bls. 13. Strákar Guðmundur Arngrímsson UMFB Telpur Hildur K. Aðalsteinsdóttir UMFB Drengir Hannes M. Sigurðsson UMFB Konur Helga Sigurðardóttir Vestra Karlar Símon Þ. Jónsson UMFB Þess má að lokum geta að Bol- vikingar unnu 13 greinar af 16. Tœknimál Nú er nýútkomið 1. tbl. 2. árg. Tæknimála. Blað þetta er mjög vandað í alla staði. Meðal efnis eru greinar eftir Ágúst Ásgeirsson um þjálfun millivegalengda- og langhlaupara í Portúgal, grein um hoppstökk, um gildi þeirra fyrir snerpu og hraðþjálfun. Þá er einnig grein eftir Jón Diðriksson um gildi upphitunar, o.fl. Blað þetta er prýtt fjölda mynda og línurita og á vissulega erindi til allra frjálsíþróttamanna og þjálf- ara og þá sem á annað borð vilja og þurfa að fylgjast með því sem efst er á baugi í þjálfun frjáls- íþróttamanna. Áskriftarverð er kr. 300,00 og koma út 4 blöð á ári. ó SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.