Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 6
Líkamsþjálfun karateíþróttarinnar Karl Gauti Hjaltason Inngangur í eftirfarandi pisli mun ég fyrst reyna að skýra út gildi karate sem líkamsþjálfunar, bæði upphitunaræfinganna og sjálfra karatehreyfinganna sjálfra. í lok greinar- innar verður síðan fjallað um starfsemi Karatedeildar Gerplu í Kópavogi, en deildin hefur nú starfað í 4 ár og hefur nú á að skipa öflugum flokki karatemanna og kvenna. Upphitunarœfingar í Karate í byrjun hverrar karateæfingar, sem venjulega er klukkustundarlöng, er hitað upp, eins og kallað er. Upphitunaræfingar þessar eru í megin atriðum þær sömu hvar í heiminum sem karate er kennt. Iðulega hefst upphitunin á alls kyns hoppi, þannig að iðkendurnir blása ær- lega úr nös. Inn í þessar æfingar er fléttað viðbragðsþjálfun, þ.e. nemendur eru látn- ir framkvæma snöggar fótahreyfingar um leið og þjálfarinn gefur merki. Nú taka við hinar ýmsu liðkunaræfing- ar, öllum liðamótum er snúið varlega til mýktar og hitunar. Engu er gleymt, ef vel er að verki staðið, meira að segja er höfð- inu snúið á alla kanta og tærnar eru sveigðar fram og aftur. Það vekur athygli í byrjendaflokkum að fólk hefur undralít- ið vald yfir hreyfingum tánna, en fljótlega næst að stjórna þeim líkamshlutum einn- ig. En af hverju þarf svo ítarlega upphitun í karate? Svarið við þessu er einfaldlega það að sjálfsvarnarkerfi karate nær til all- flestra hluta líkamans, og eru þeir notaðir til varnar á einn eða annann hátt, t.d. er nauðsynlegt i karate að hafa vald yfir tán- um, því flest spörk eru þannig að ýmist tá- bergið eða hællinn er notaður sem barefli og þá verður að fletta tærnar frá, til þess að forða þær meiðslum. Það sem einkennir karateupphitunina einna mest frá öðrum íþróttum er án efa teygjuæfingarnar. Helst má finna slíkar æfingar i fimleikum, en þessar æfingar ættu heima miklu víðar. Með stöðugri þjálfun teygjuæfinga næst sífellt meiri hreyfanleiki líkamans. I karate er mest áhersla lögð á fætur í þessum æfinga- flokki. Aragrúi ýmissa teygjuæfinga eru til sem miðast við að teygja á fótvöðvum, að komast í splitt er alls ekkert endanlegt takmark með þessum æfingum og margir mjög færir karatemenn eru nánast stirðir, ef miðað er við t.d. fimleikafólk. Venjulega fer u.þ.b. 15. minútur í upp- hitun, en oft eru sérstakir liðkunartimar, þar sem eingöngu er liðkað og teygt allann tímann. Það ber að taka það fram til að ekki komi til misskilnings hjá lesendum að mjög varlega er af stað farið i teygju- æfingar fyrstu vikurnar í byrjendahóp- um. Margir sem hefja iðkun karate eru fullorðið fölk og fólk sem hefur kannski aldrei áður lagt stund á neina íþrótt. Meiðsli koma auðveldlega upp ef of geyst er farið í byrjun. Það sama á við um þrek- æfingar, þrek er byggt upp smátt og smátt. Allir kannast við harðsperrur og óþæg- indi sem þeim fylgja. í karate eru þrekæf- ingar hefðbundnar, ef svo má segja, þ.e. armbeygjur, bolteygjur o.s.frv. í karateæf- ingunum sjálfum eru hreyfingar síendur- teknar og auka þær einnig þrek, svo ekki er eins mikil þörf á þrekæfingum eins og ætla mætti. Þrekæfingar eru venjulega i lok hvers tíma. Kristín Einarsd. fer í splitt. Ljósm. Skinfaxi/GG Fariö í splitt ogbolurinn beygöur niöur. Ljósm. Skiníaxi/GG Karateþjálfunin sjálf Meginhluti tímans fer í eiginlegar karateæfingar s.s. spark-, högg- varnar og stöðuæfingar. Sparkæfingarnar miðast við að læra að beita fótunum á réttan hátt til notkunar í sjálfsvörn. Það er alls ekki sama hvernig fætinum er beitt, honum á ekki bara að slengja út í loftið. Að baki fullkomins sparks liggur fjöldi nákvæmra hreyfinga sem þjálfaðar eru upp á löngum Kristín Einarsdóttir framkvœmir liökunarspark, teygir á fótvööv- um. Ljósm. Skinfaxi/GG tíma. Miðað er við í fyrsta lagi að forðast meiðsl á fæti, i öðru lagi er reynt að gera sparkið þannig úr garði að iðkandinn nái sem mestu valdi yfir hreyfingunni, svo hann viti uppá hár hvar og hvenær hann sparkar, í þriðja lagi verður að huga að jafnvægi eftir sparkið, iðkandinn verður að vera aflögufær strax á eftir þ.e. hann á að eiga möguleika á að verjast áframhald- andi árás. Gott dæmi um rangt spark eða högg er maður sem leggur svo mikið i sparkið að hann dettur sjálfur á hausinn, ljóst er að staða hans gegn hugsanlegum árásaraðila hefur versnað til muna, þegar svo er komið fyrir honum. Karate er fyrst og fremst sjálfsvarnar- kerfi og miðaðst því mest við varnarhreyf- ingar. Höndunum er mestmegnis beitt til varnar og það sama á hér við eins og um högg og spörk, fyrst eru tærðar grunn- hreyfingar varnarinnar og þær síendur- teknar þar til iðkandinn getur framkvæmt hreyfingarnar að krafti og snerpu. Allar byggingar sem eiga að standa lengi og þola alls kyns álag þurfa að vera reistar á bjargi, en ekki sandi. Sama á við um karate, mikilvægt er að standa fast I fæturnar og eru kenndar ýmsar stöður ó SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.