Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1985, Page 9

Skinfaxi - 01.10.1985, Page 9
Jú, jú, en maður hefur lítið tek- ið eftir því þetta kemur í Ijós ef við förum að vinna að áheitum í sundinu og þurfum að senda bréf til fyrirtækja og biðja um pen- inga þá kemur kannsi meira út úr því. Hvernig finnst ykkur vera stutt við ykkur í sundinu, nú hefur maður heyrt að t.d. í knattspyrn- unni sé greitt fyrir stig eða skoruð mörk er eitthvað slíkt hjá ykkur? Nei, maður fær ekki krónu. Þetta er bara hrein áhuga- mennska? Já, sko ég get nefnt þér það ef ég ætti heima t.d. í Svíþjóð, Dan- mörku eða Noregi þá væri ég bú- inn að fá hellings pening. Því þar eru fyrirtæki er koma til þeirra er ná einhverjum árangri og biðja þá að auglýsa fyrir sig og greiða pen- ing fyrir það. Ég þekki nokkra stráka sem eru búnir að stór- græða á því. Þú varst úti hjá Guðmundi Harðarsyni í Danmörku, hvernig likaði þér það? Það var ágætt að vissu leyti. En ég fékk ekki nógu mikið út úr því. Ég ætlaði eiginlega að fara í skóla og mennta mig aðeins en það þýddi ekki, það var alltof lítið fannst mér bara að æfa. Finnst þér að við ættum að gera eins við okkar toppmenn í íþróttum og gert er erlendis þ.e. borga þeim fyrir unnin afrek? Já, vatniövarblautt. Ljósm, Skin- íaxi/GG Nei, ég held bara að það sé ekki grundvöllur fyrir því þar sem fyr- irtæki og aðrir eru ekki það vel stæð til þess. En hvað með Sundsamband ís- lands hefur það staðið vel við bakið á ykkur? Ég hef nú lítið haft samskipti við Sundsambandið nema þá þegar um utanlandsferðir er að ræða. Þar hafa þeir komið nokk- uð vel á móti manni en það mætti vera aðeins meiri stjórn á þessu t.d. með mót þá er maður látinn vita með mjög stuttum fyrirvara. Það ruglar mann í einbeitingunni þar sem maður veit ekki hvort maður á að fara eða ekki og ekki er hægt að æfa eins markvisst fyr- ir mótið. Þú fórst ekki á Olympíuleikana hvers vegna var það? Ég var mjög sár með hvernig staðið var að þessu. Þeir hringdu til mín einum og hálfum mánuði fyrir keppnina þar sem þeir voru búnir að segja tveim mánuðum fyrir hana að það færi enginn. Ef það færu einhverjir þá væru það einhverjir gæjar er væru út í Sví- þjóð og Bandaríkjunum. Er þeir hringdu var ég byrjaður að vinna og hættur að æfa um sumarið, þá var mér boðið að fara en ég sagði þeim bara að eiga sig. Ég lít svo á að Olympíuleikarnir séu þannig að maður verði að ná góðum ár- angri bæði fyrir sig og þjóðina, það sé bara ekki hægt að kasta höndunum til þess. En þú stefnir þá núna á næstu Olympíuleika í Seoul 1988? Já, ég er þegar búinn að ná lág- markinu fyrir þá svo það er bara að halda sér í sem bestri æfingu þangað til. En hvað er framundan hjá þér í vetur og á næsta ári? Það eru nokkur góð mót hér heima í vetur og svo er heims- meistaramótið á næsta ári er ég stefni mest á og haga mikið af Eövarö crð leik viö þá yngstu. Ljósm. Skiníaxi/GG undirbúningi mínum í vetur með tilliti til þess. Hvað fara margir tímar á viku í æfingar? Ætli það séu ekki um 40 tima í allt 6 daga vikunnar, en ég tek mér frí alltaf á mánudögum. Hvernig nærðu þá að sameina æfingarnar og svo skólann? Það gengur bara nokkuð vel að sameina þetta hvoru tveggja þó maður láti lærdóminn oftast mæta afgangi, en ekki þó þannig að það komi niður á náminu. Hvernig líst þér á þá hugmynd að á Landsmóti UMFÍ er verður á Húsavík 1987 verði sundkeppnin í Mývatssveit? Mér finnst það ófélagslegt fyrst og fremst. Maður fer til að kynn- ast fólki og fylgjast með sem flestu, en með þessu móti yrði þetta sérmót fyrir sundið. Þú hefur góðan þjálfara er það ekki? Jú, mjög góðan, ég tel Friðrik vera þann besta á landinu í dag. Hann hefur þjálfað mig lengi og við náum vel saman. Jæja Eðvarð ég þakka þér nú kærlega fyrir þetta spjall og vona að þetta sé aðeins byrjunin hjá þér í sundinu. Þakka þér sömuleiðis. Með þessum orðum látum við þessu stutta spjalli lokið við þennan geðþekka Njarðvíking og óskum honum velfarnaðar i framtíðinni. SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.