Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 11
íþróttir í útvarpi
Það hefur ekki farið framhjá
þeim er fylgjast náið með íþrótt-
um að útvarpið hefur ráðið tvo
íþróttaféttamenn til að annast all-
ar íþróttafréttir í stað eins áður.
Samúel Örn Erlingsson.
Hefur þetta tekist mjög vel það
sem af er, því allur fréttaflutning-
ur af íþróttaviðburðum hefur
aukist mjög og verið mun fjöl-
breyttari en áður var. Hafa íþrótt-
ir fengið meira pláss í dagskránni
bæði á Rás 1 og Rás 2, en með til-
komu þeirrar rásar jukust mögu-
leikarnir á að gera íþróttum betur
skil. Hafa íþróttafréttamenn út-
varps þeir Samúel Örn Erlingsson
og Ingólfur Hannesson staðið sig
mjög vel síðan þeir tóku til starfa
s.l. vor. Þeir hafa bryddað upp á
mörgum nýjungum í fréttaflutn-
ingi og verið mjög duglegir að
fylgjast með sem flestum íþrótta-
greinum og koma því á framfæri
hvort sem það er innan lands eða
utan. Þá hafa íþróttalýsingar
þeirra verið góðar og fjölbreyttar
þ.e. lýst hefur verið frá mjög
mörgum íþróttagreinum. Ekki er
Ingólfur Hannesson.
að efa að þetta starf þeirra félaga
hefur átt mikinn þátt í að auka
skilning og áhuga þjóðarinnar á
íþróttum bæði sem landkynning
og holl hreyfing og síðast en ekki
síst gott og skemmtilegt tóm-
stundagaman. Skinfaxi vill
þakka þeim félögum kærlega fyr-
ir gott og mikið starf sem vonandi
er þara rétt að byrja.
G.G.
Skiníaxi meö
þeim elstu
Á námskeiðinu í Finnlandi
lágu frammi félagsblöð frá mjög
mörgum félögum í Noregi, Dan-
mörku, Svíþjóð, Finnlandi ogsvo
Skinfaxi frá íslandi. Er þessi blöð
voru skoðuð en þau hafa verið um
20—25 talsins kom í ljós að Skin-
faxi hafði nokkra sérstöðu miðað
við hin blöðin öll. Var sú sérstaða
aðallega fólgin i tvennu þ.e. Skin-
faxi var elsta blaðið í hópnum og
það eina er fjallað um íþróttir.
Hin blöðin fjölluðu ekkert um
íþróttir heldur um ýmislegt
félagsstarf t.d. fundi, félags-
heimili, viðtöl, ferðalög, matar-
uppskriftir og einnig fugla, svo
Skinfaxi er ekki eina blaðið er
fjallar um þá. Fjöldi tölublaða á
ári var líka mjög mismunandi allt
frá fjórum upp til 52 þ.e. einu
sinni í viku. Einnig var mismun-
andi mikið lagt í blöðin þ.e.
rnyndir, pappír og prentun og
verður að segja að Skinfaxi telst
til þeirra vandaðri miðað við
þetta.
11
SKINFAXI