Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1985, Page 12

Skinfaxi - 01.10.1985, Page 12
34. Sambandsþing UMFI Guömundui Gíslason Pálmi Gíslason íorm. UMFÍ sæmir Þórö Pálsson íyrrv. skógarvörö í Þrastaskógi gullmerki UMFÍ. Ljósm. Skinfaxi/GG 34. Sambandsþing UMFÍ var haldið dagana 6.—8. sept. s.l. að Flúðum. Þingið stóð nú í tæpa þrjá daga, en það var vegna þess að farið var með alla þingfulltrúa i Þrastaskóg og þeim sýndur skógurinn. En þingið byrjaði á föstudagskvöldið 6. sept. og setti Pálmi Gíslason formaður það og rakti helstu verkefni síðustu tveggja ára. Stærsta verkefnið á þessu timabili var 18. Landsmót UMFÍ sem haldið var í Keflavík og Njarðvík. Tókst það mót mjög vel og var fjölmennasta mótið til þessa bæði hvað varðar þátttak- endur og svo þátttöku sambands- aðila UMFÍ. Voru öll héraðs- sambönd innan UMFÍ og félög með beina aðild skráð til leiks en eitt forfallaðist á síðustu stundu vegna veðurs. Eftir að Pálmi hafði sett þingið voru skýrsla og reikningar lögð fyrir þingið. Kom þar fram að fjárhagsstaða UMFÍ er mjög góð um þessar mundir, enda stefnt að því þar sem fyrir- hugað er að skipta um húsnæði á næstunni, því núverandi húsnæði hefur þegar sprengt utan af sér starfsemina. Einungis þrír þing- fulltrúar tóku til máls um skýrslu stjórnar og reikninga, en eftir að reikningar höfðu verið sam- þykktir var ávarp gesta. Gestir þingsins voru Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ og Þórður Þorkelsson gjaldkeri ÍSÍ, Hafsteinn Þor- valdsson fyrrverandi formaður UMFÍ og kona hans Ragnhildur Ingvarsdóttir og Jóhannes Sig- mundsson fyrrverandi formaður HSK. Að þessum lið loknum var þingi frestað til morguns. Strax í býtið morguninn eftir var farið með þingfulltrúa í Þrastaskóg og labbað um skóginn. Stoppað var við styttuna af Aðalsteini Sig- mundssyni og þar sæmdi Pálmi Gíslason formaður UMFÍ Þórð Pálsson fyrrv. skógarvörð í Þrastaskógi gullmerki UMFÍ. Síðan var farið í Þrastalund og snæddur hádegisverður í boði Trausta Víglundssonar veitinga- manns. Áður en farið var til baka sæmdi Magnsdís Alexanders- dóttir, Trausta Víglundsson starfs- merki UMFÍ. Er komið var aftur að Flúðum var þingstörfum hald- ið áfram til kl. 18.00 en þá var gert hlé til morguns. Á laugardags- kvöldið var haldin mikil og góð kvöldvaka sem var i umsjá HSK og UMFÍ, og er óhætt að segja það að menn hafi skemmt sér vel. Þingstörf hófust svo aftur kl. 9.00 á sunnudagsmorgninum og þá skiluðu nefndir af sér tillögum er lagðar voru fyrir þingið. Tók af- greiðsla tillagna mikinn tíma og var ekki lokið fyrr en um kl. 15.00 en þá var gengið til kosninga. Uppstillinganefnd skilaði þá til- lögum sínum og dreifði atkvæða- seðlum. Er atkvæði voru talin kom sú staða upp að þau Magn- dís Alexandersdóttir og Þórir Jónsson urðu jöfn í sjötta sæti með 30 atkvæði, svo það varð að kjósa aftur á milli þeirra. Urðu þau aftur jöfn með 31 atkvæði, svo gera varð aðra tilraun, þá hlaut Þórir 31 atkvæði en Magn- dís 30 og fór því Þórir í aðal- stjórn. Pálmi Gíslason var endur kjörinn formaður UMFÍ með miklu lófaklappi. Eftir að kosn- ingum var lokið voru tekin fyrir önnur mál, en síðan sleit Pálmi Gíslason formaður UMFÍ þing- inu og óskaði öllum góðrar heim- komu. Matmaöur þingsins Skúli Odds- son framkvst. UÍA þakkar starfs- fólki mötuneytisins fyrir matinn. Ljósm. Skinfaxi/GG 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.