Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 13
Nýkjörna stjórn skipa: For- maður Pálmi Gislason UMSK. Varaformaður Þóroddur Jó- hannssonUMSE. Gjaldkeri Þórir Jónsson UMSB. Ritari Bergur Torfason HVÍ. Meðstjórnendur Diðrik Haraldsson HSK, Guð- mundur H. Sigurðsson USAH og Dóra Gunnarsdóttir UÍA. Vara- stjórn: Magndís Alexandersdóttir HSH, Sæmundur Runólfsson, USVS, Arnör Benónýsson UMSK og Björn Ágústsson UÍA. Hér á eftir koma nokkrar sam- þykktir þingsins. 34. Sambandsþing UMFÍ hald- ið að Flúðum 6.—8. sept. 1985 hvetur til áframhaldandi baráttu fyrir skógrækt og að félögin nýti sér þann meðbyr sem skógræktar- átakið á s.l. sumri veitti. 34. Sambandsþing. . . sam- þykkir að kjós 5 manna nefnd til endurskoðunar á lögum um stjórnarkjör og gera tillögur um stjórnarhætti UMFI. Nefndin skal skila áliti til næsta sam- bandsráðsfundar. 34. Sambandsþing. . . fagnar því átaki sem gert var í starf- rækslu sumarbúða á „Ári æsk- unnar“ og hvetur fleiri sam- bandsaðila að kanna einnig þá kosti sem íþrótta- og leikjanám- skeið hafi i för með sér, og gefið hafa góða raun hjá nokkrum sér- samböndum. Tillagan var samþykkt sam- hljóða svo og eftirfarandi viðbót- artillaga. 34. Sambandsþing. . . beinir því til stjórnar UMFÍ að hún kanni rétt og formleg skilyrði fyr- ir rekstri ungmennabúða á vegum sambandsaðila UMFÍ. Haft verði samráð við íþróttanefnd ríkisins, þar sem hún er einn þeirra aðila sem hvetur til og styrkir þessa starfsemi ásamt UMFÍ og ÍSÍ. 34. Sambandsþing. . . minnir á þörfina á öflugu útbreiðslustarfi og hvetur ungmennafélög til að tilkynna aðalfundi til sinna hér- aðssambanda. Þingið bendir á formannafundi héraðssambanda sem æskilegan vettvang til að boða fulltrúa frá UMFÍ. 34. Sambandsþing. . . sam- þykkir að sambandsaðilar UMFÍ selji a.m.k. 1 stk. af bókinni Ræktun lýðs og lands á hverja 100 félagsmenn í viðkomandi sam- bandi fyrir næsta Sambandsþing UMFÍ. 34. Sambandsþing. . . þakkar fjárveitinganefnd og Alþingi stuðning við vaxandi starf ung- mennafélagshreyfingarinnar. 34. Sambandsþing. . . felur stjórn samtakanna að vinna áfram að lausn húsnæðismála UMFÍ, og hraða því eins og kost- ur er. Dóra Gunnarsd. aó segja Sigur- birni eitthvaö sniöugt. Ljósm. Skinfaxi/GG Hér hefur aðeins verið getið ör- fárra þeirra tillagana er sam- þykktar voru á þessu þingi. Þess skal þó getið að engin tillaga kom fram um Skinfaxa, né rætt var um hann. Var eins og málgagn hreyf- ingarinnar væri ekki til, því ekki einn einasti ræðumaður minntist á blaðið. Er þetta mjög slæmt, því erfitt er að gera sér grein fyrir stöðu blaðsins þegar enginn ræð- ir um það. Þingstörfin geta tekiö í. Ingi Hans form. HSH hvílist eftir crð hafa tekiö til máls um 10 ára regluna. Ljósm. Skinfaxi/GG SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.