Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1985, Side 15

Skinfaxi - 01.10.1985, Side 15
Námskeiö í Finnlandi Unniö viö aö klippa myndina. Ljósm. Skiníaxi/GG Dagana 27. til 29. sept. var haldið námskeið í blaðaútgáfu og videóþáttagerð i borginni Karis í Finnlandi. Var þetta námskeið á vegum NSU en allur undirbún- ingur var í höndum Finna og voru leiðbeinendur einnig frá Finnlandi. Námskeiðinu var skipt í tvo hópa, í öðrum var farið í gegnum það hvernig skal búa til mynd með myndbandi og upp- tökuvél, í hinum hópnum var unnið að útgáfu á fréttablaði. Frá UMFÍ sóttu þetta námskeið Sig- urður Geirdal og Guðmundur Gislason, fór Sigurður í hópinn er vann að þáttagerðinni á mynd- band en Guðmundur í hópinn er vann að útgáfu fréttablaðs. Þetta námskeið var mjög gagnlegt og skemmtilegt, því það byggðist eingöngu upp á vinnu en ekki fyr- irlestrum. Var unnið frá kl. 9 á morgnana til kl. 11 á kvöldin með matar- og kaffihléum. Eftir há- degi á sunnudeginum sýndu svo hóparnir afrakstur vinnu sinnar, myndbandshópurinn sýndi rúm- lega 5 mínútna mynd er hann hafði gert um skólann er nám- skeiðið var haldið í og blaðahóp- urinn sýndi blað er hann hafði unnið að. Blaðið var þó ekki fjöl- faldað heldur hengt upp á vegg til sýnis og var 12 siður að stærð í dagblaðsformi. Sýndi þetta nám- skeið okkur hve miklir möguleik- ar felast í notkun myndbands í starfi okkar, einnig sýndi það okkur hvað við erum í raun fram- arlega í allri blaðaútgáfu miðað við önnur sambærileg félög á hin- um Norðurlöndunum. Öll að- staða og aðbúnaður í skóla þeim er námskeiðið var haldið í var eins og best er hægt að hafa fyrir svona lagað, einnig var gistiað- staða góð og svo fæðið. Vísizr á þingi UMFÍ Eins og áður hefur verið getið hér í blaðinu þá verða vísur til við hin ýmsu tækifæri. Og birtum við hér tvær er urðu til á 34. Sam- bandsþingi UMFÍ er haldið var að Flúðum dagana 6. til 8. sept. s.l. Báðar urðu til vegna tillögu um að stjórnarmenn UMFÍ væru ekki nema 10 ár í einu í stjórn. Guðmundur með gæðing sinn, geysist fram á völlinn. Best er að senda Berg og Finn, beina leið í tröllin. (höfundur kýs að kalla sig F) Hér er átt við Guðmund Kr. Jónsson formann HSK, en hann sagðist eiga einn gæðing í stjórn UMFI og þyrfti ekki annan. Kynnt skal undir kötlum senn, kurla fallnir stjórnarmenn, svo líflegt verði lið í stjórn, ei lengra en 10 ára fórn. (höfundur ókunnur) 15 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.