Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 16
Oiyggisspíia- mennska Iógjaldiö veröur aö greiöa ____ Guömundur P. Ainarson Eitt sinn vann höfundur þess- ara orða sumarlangt hjá trygging- arfélagi. Það er orðið svo langt um liðið siðan þetta var að ég man ekki lengur hvað ég gerði þarna eða átti að gera, en einu at- viki frá þessum dögum gleymi ég þó seint. Gamall maður gekk inn á skrifstofuna og gaf sig á tal við sölumann ferðatrygginga. Hann var að fara í sina fyrstu utan- landsreisu og ætlaði að slysa- tryggja sig, að ráðleggingu vinar síns. Og í þeim erindum var hann kominn til tryggingarfélagsins. Sölumaðurinn sagði honum hvað tryggingin kostaði og gamli mað- urinn spurði á móti hvaða bætur hann fengi ef eitthvað kæmi fyrir hann. Honum var skýrt frá því og virtist sá gamli láta sér vel líka. „En ef ekkert hendir mig,“ spurði hann þá. Þessi spurning kom nokkuð flatt upp á sölumanninn, sem sagði einfaldlega að þá gerð- ist ekki neitt. „Nú jáþ sagði sá gamli, „fæ ég þá peningana mína ekki endurgreidda?“ Sölumaður- inn var ekki sérlega munnstór maður, en hann varð svo undr- andi við þessa spurningu að það mátti fylgjast með hádegismatn- um meltast í maga hans. Þegar hann loksins gat stunið upp svari, stóð gamli maðurinn upp, reiður og tortrygginn, og yfirgaf svæðið með þeim orðum að það væri sko eitthvað bogið við fyrirtæki sem svona hagaði sér. Gamli maðurinn skildi greini- lega ekki á hverju starfsemi trygg- ingafélaga byggðist. En það vita bridsspilarar hins vegar mæta vel, því þeir eru oft og iðulega tilbúnir til að greiða iðgjald í slagaformi til að tryggja sig gegn slæmri legu. Það heitir á bridsmáli „öryggisspilamennska". Lítum á tvö dæmi: Suður gefur; allir á hættu. Rúbertubrids. Norður s ÁK104 h ÁDG t G104 1 Á73 Suður s 762 h K7 t ÁK832 1 KD2 Eina hættan i spilinu er sú að tígullinn liggi 5—0. Ef norður á tíglana fimm má hvorki leggja niður tígulás né spila gosanum úr borðinu. Til að tryggja sig gegn þessari legu verður að spila smá- um tígli á gosann. Komi 5—0 leg- an í ljós er farið aftur heim og spilað á tíuna. Þannig fást örugg- lega fjórir slagir á tígul, sem er allt sem þarf. Vestur s 83 h 1092 t D9765 I 1054 Norður s ÁK104 h ÁDG t G104 I Á73 Austur s DG95 h 86543 t — I G986 Á meðan andstæðingarnir pössuðu fýldir á svip sögðu N/S þannig: Norður Suður s 762 h K7 t ÁK832 1 KD2 2 spaðar 6 grönd Suður 1 tígull 2 grönd Pass Vestur kemur út með hjartatí- una. Og nú er það spurningin: hvernig er hægt að fá bara 12 slagi!!? Og ennfremur, hvers vegna er rétt að reyna ekki að vinna sjö? Það verður að játast að þessi lega er býsna sjaldgæf, tíðnin er um 2%. En það verður að teljast sanngjarnt að greiða 30 stig fyrir hugsanlegan yfirslag til að verja sig gegn því að tapa slemmunni eða 1440 á hættunni. Það er ástæðulaust að vera bjartsýnn þegar maður þarf ekki á því að halda. Þetta er hugsunin að baki öryggisspilamennsku. í rúbertubrids vakti norður í fyrstu hendi á einu grandi og suður stökk beint í fjögur hjörtu: 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.