Skinfaxi - 01.10.1985, Qupperneq 22
GluggaÓ í ársskýislu
UMFÍ
Þegar ársskýrsla stjórnar UMFI fyrir tímabilið
1983—85 er skoðuð kemur margvíslegur fróðleikur
í ljós bæði í tölum og rituðu máli. Við birtum hér til
gamans nokkrar tölur yfir iðkendur í íþróttum og þá
eftir greinum. En íþróttaiðkendur voru á árinu 1984
um 83.696 á öllu landinu, og voru ungmennafélagar
þar af 41.078 eða 49,08%. Þessar tölur eru byggðar
á ársskýrslum sambanda og félaga.
íþróttagrein Á öllu landinu Innan UMFI % UMFÍ
Badminton 3697 1687 45,6
Blak 2362 1763 74,6
Borðtennis 2393 1793 74,9
Fimleikar 3442 1577 45,8
Frjálsar iþróttir 8673 6544 75,4
Glíma 245 189 77,1
Golf 3100 838 27,0
Handknattleikur 8973 2989 33,3
Hestaíþróttir 654 654 100
Hjólreiðar 476 474 99,6
Júdó 829 251 30,3
Karate 519 245 47,2
Knattspyrna 20040 9056 45,2
Körfuknattleikur 4882 2802 57,4
Lyftingar 1077 282 26,2
Siglingar 1049 595 56,7
Skautaíþróttir 2464 543 22,0
Skíði 11400 4149 36,4
Sund 5122 3656 71,4
Tennis 548 207 37,8
Hér á eftir kemur tafla yfir þau héraðssambönd er
hafa flest félög og félagsmenn innan sinna vébanda.
En þessi héraðssambönd skera sig nokkuð úr hvað
varðar fjölda félagsmanna og íþróttaiðkendur.
Héraðsamb. Fclög Félagsm. íþr.iök. Stj./nefn.
UMSK 18 6287 6326 355
HSK 31 3350 7074 730
UÍA 32 3272 5123 488
HSÞ 13 1687 3457 596
UMSE 13 1303 2320 442
UMSB 13 1120 940 244
Hjá félögum með beina aðild að UMFÍ eru þessi fjölmennust.
UMFK 998 998 56
UMFN 901 1001 26
UMFG 521 651 42
UMFB 426 682 50
Þessar tölur eru allar byggðar á ársskýrslum fyrir
árið 1984. í landinu eru 213 ungmennafélög með
26.859 félagsmenn og 41.078 iþróttaiðkendur. Af
þessum 26.859 félagsmönnum eru 4139 í stjórnum
og nefndum. Þessar tölur sýna okkur að það er öfl-
ugt íþrótta- og félagsstarf í ungmennafélögunum í
dag.
Nýr framkvœmdastjón
HSK
Nú 1. október tók Svanur Ing-
varsson við starfi framkvæmda-
stjóra hjá HSK af Þóri Haralds-
syni sem gegnt hafði því í sumar.
Svanur er kunnur sundmaður úr
Umf. Selfoss og hefur einnig ver-
ið í mörg ár i sundráði HSK.
Hann er húsasmiður að mennt og
hefur starfað við það hingað til.
Svanur sagðist vera ánægður með
þetta nýja starf og líta björtum
augum á starfið sem er framund-
an í vetur. Nú fara félögin innan
HSK að halda sina aðalfundi og
sagði Svanur að það yrði reynt að
mæta á þá alla sem hægt væri.
Skinfaxi óskar Svani velfarnaðar
í starfi með ósk um gott samstarf
við hann.
22
SKINFAXI