Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1985, Síða 24

Skinfaxi - 01.10.1985, Síða 24
Deildakeppni íslandsmótsins í knattspymu 1: deild karla. Lokastaöan: 1. deild karla Röð Félag Leikir Stig Mörk 1. Valur 18 38 28:12 2. ÍA 18 36 37:20 3. Þór 18 35 33:21 4. Fram 18 34 37:26 5. ÍBK 18 29 31:23 5. KR 18 29 32:26 7. FH 18 17 23:41 s. Víðir 18 16 21:38 9. Þróttur 18 13 18:32 10. Víkingur 18 7 17:38 Það fór eins og margir spáðu í upphafi að Valur sigraði deildina enda var liðið sterkt, sérstaklega var vörnin góð. í fyrstu leit út fyr- ir það að Fram ætlaði að stinga önnur lið gjörsamlega af því eftir fyrstu umferðirnar var liðið með umtalsverða forystu. En Framar- ar döluðu þegar leið á keppnis- tímabilið og saxaðist jafnt og þétt á forskot liðsins uns það varð að engu. Upp úr því varð mótið afar jafnt og spennandi og skiptust liðin á um að verma toppsætið. ÍA náði öðru sætinu og kom sá árangur mér á óvart því liðið missti marga menn s.l. vetur en ennþá sannaðist hið fornkveðna, maður kemur í manns stað eða þeir gömlu leika betur. Ég er far- inn að hafa það á tilfinningunni að Skagaliðið sé Liverpool okkar íslendinga. Þór hafnaði í þriðja sætinu og voru Þórsarar vel að þvi komnir. Ekki er minnsti vafi á því að ef Þór sunnan heiða hefði leikið jafn vel og Þór norðan heiða þá hefði liðið lent mun ofar. Skemmtilegasta sóknarlið sumarsins lend í fjórða sæti. Framarar ollu mér vonbrigðum eftir að hafa séð þá mala hvern mótherjann á fætur öðrum í upphafi mótsins þá átti ég ekki von á því að neitt lið gæti ógnað þeim það sem eftir væri sumars, en sem betur fer fyrir mótið varð ekkert af því. Þróttur féll í 2. deild ásamt Víkingi. Lánleysi Víkinga var mikið í sumar og reyndar Þrótt- ara líka. Þessi félög brugðu bæði á það ráð þegar illa fór að ganga að skipta um þjálfara en þrátt fyr- ir það gekk lítið betur þannig að ekki reyndist það lausn vandans. Liðin léku einfaldlega ekki betur en stigataflan gefur til kynna og nú er því kjörið tækifæri fyrir forystu félaganna að rífa þau upp úr sleninu. Sumarfrí á keppni 1. deildar var nú viðhaft annað árið í röð. Um réttmæti þess hefur verið mikið deilt en sú skoðun min að leikmenn eigi að ráða mestu um það hvort það sé æskilegt eða ekki stendur óhögguð. Hér á landi er áhugamennska og frí sem þetta hlýtur að koma sér vel fyrir marga leikmenn. 2. deild karla. Lokastaöan: Röö Félag Leikir Stig Mörk 1. ÍBV 18 39 45:13 2. Breiðablik 18 37 31:15 3. KA 18 36 36:17 4. KS 18 25 25:25 5. Skallagrímur 18 25 27:39 6. Völsungur 18 24 28:25 7. UMFN 18 19 14:29 8. ÍBÍ 18 17 16:27 9. Fylkir 18 15 19:25 10. Leiftur 18 12 18:44 Mikil spenna var í deildinni fram á lokamínútu síðustu um- ferðar. ÍBV, UBK og KA börðust um sæti í 1. deildinni og var hvergi gefið eftir í þeirri baráttu. Þegar upp var staðið sat KA eftir en ÍBV og UBK fóru upp. Bæði þessi lið eru vel að því komin að leika í 1. deild að ári en það verður ugg- laust þungur róðurinn hjá þeim báðum að halda því sæti. Lið ÍBV var einkar marksækið í sumar og voru leikmenn sér í lagi markheppnir á heimavelli. Árangur UBK kemur mér á óvart, fyrirfram hafði ég reiknað með því að KA yrði í öðru af efstu sæt- unum. 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.