Skinfaxi - 01.10.1985, Side 27
Ahugi eða
skyldurœkni?
Það hefur vakið mikla undrun
og vonbrigði hjá undirrituðum
síðan hann tók við ritsjórn Skin-
faxa að sjá hve lítinn áhuga ung-
mennafélagar sýna blaðinu. Og á
ég þá bæði við efnisval og þó
einkum dreifingu blaðsins og skil
á áskriftum. Nú í dag eru félagar
í ungmennafélögum tæplega
27.000 talsins og ungmennafélög-
in215. Af þessum fjölda eru kaup-
endur Skinfaxa rúmlega 2400 og
Áskrifendur Skinfaxa í hverju héraðssambandi fyir sig.
Héraðssamb. Fjöldi áskrif.
Félagsmenn % af félagsm.
UMSK 286 6287 4,55
UMSB 159 1120 14,20
HSH 34 787 4,40
UDN 51 593 8,60
HHF 30 456 6,50
HVÍ 79 525 15,10
HSS 127 476 26,70
USVH 55 533 10,30
USAH 61 618 9,90
UMSS 136 780 17,50
UÍÓ 23 515 4,50
UMSE 204 1303 15,70
UNÞ 52 526 9,90
HSÞ 137 1687 8,20
UÍA 202 3272 6,20
USÚ 82 542 15,20
USVS 70 321 21,90
HSK 363 3350 10,85
Umf. Geisli 7 163 4,30
UMFK 35 998 3,50
UMFN 1 901 0,12
UMFG 7 521 1,40
UMFB 24 426 5,70
þar af 179 ungmennafélög og hér-
aðssambönd. Það segir að um 11
félagsmenn í hverju ungmennafé-
lagi kaupi blaðið þ.e. rúmlega
fjöldi stjórnarmanna í hverju fé-
lagi. En fjöldi þeirra sem var í
stjórnum og nefndum ung-
mennafélaga á síðasta ári var
rúmlega 4000, þannig að það
vantar verulega upp á að allir þeir
kaupi blaðið hvað þá allir félags-
menn. Það hlýtur að vera alvar-
legt umhugsunarefni fyrir ung-
mennafélögin að ekki skuli fleiri
kaupa blaðið í svona fjölmennri
hreyfingu. Það sem er þó hvað al-
varlegast er hve léleg skil eru á
áskriftargjöldum bæði hjá félags-
mönnum og ekki síst hjá ung-
mennafélögunum sjálfum. Nú
þegar þetta blað kemur út hafa
aðeins 37 félög greitt sín áskrift-
argjöld þ.e. 20% af þeim er kaupa
blaðið. Þetta sýnir að ungmenna-
félögin verða að láta sig þetta mál
eitthvað varða og gera nú róttæk-
ar aðgerðir í að auka áskrift á
blaðinu og gera betur skil en raun
ber vitni. Hér á eftir kemur ein
tafla er sýnir fjölda þeirra er
kaupa blaðið í hverju héraðs-
sambandi fyrir sig og hlutfall
kaupenda af skráðum félags-
mönnum. En eftir að hafa tekið
þetta saman finnst mér að menn
kaupi blaðið meira af skyldu-
rækni en áhuga, því verðum við
að taka höndum saman og breyta
þessu.
Guðm. Gíslason.
SKINFAXI
27