Skinfaxi - 01.10.1985, Page 32
Vísnccþáttur
Skinfaxa
í síðasta þætti botnaði Sigurð-
ur Ó. Pálsson á Egilsstöðum
ásamt fleirum fyrrriparta frá
Helga Seljan og sendi „boltann“
áframt til Braga Björnssonar með
eftirfarandi fyrripörtum.
Nætur vorsins ástareld
undra heitan kveikja
Áföll mörg í ólgusjó
okkar þjóðarskúta fœr.
Húmið þéttist haustar að
hvað með létta geði.
Ekki stóð á svari frá Braga og
hér koma vísur hans.
Nætur vorsins ástareld
undra heitan kveikja
ö/lum veita að ég held
yndi starfs og leikja.
Áfö/I mörg í ólgusjó
okkar þjóðarskúta fær
reynir Steingríms þolrif þó
þegar Albert knöttinn slær.
Húmið þéttist haustar að
hvað má létta geði
þegar fléttast stund og stað
staka mettuð gleði.
Eins og við var að búast tóku
fleiri þátt í leiknum og Finnur
Baldursson Reykjahlíð sendir
okkur eftirfarandi.
Nætur vorsins ástareld
undra heitan kveikja.
Æskan þá er ofurseld
undað gleðileikja.
Áföl/ mörg í ólgusjó
okkar þjóðarskúta fær.
Aldrei festist alveg þó
einhvern veginn landi nær.
Húmið þéttist haustar að
hvað má létta geði.
Minningin um mætan stað
mikla veitir gleði.
Kristján frá Snorrastöðum hef-
ur líka gaman af glímunni við
fyrriparta og hér kemur hans út-
gáfa af vísunum.
Nætur vorsins ástareld
undra heitan kveikja
sé ei æskan ofurseld
öflum svikaleikja.
Áföll mörg í ólgusjó
okkar þjóðarskúta fær,
af því rammelfd eyðslukló
á öllum stefnum taki nær.
Húmið þéttist haustar að
hvað má létta geði.
Að ganga án pretts í hvers manns
h/að
að hylla rétta gleði.
Kristján biður mig einnig fyrir
kveðjur til ritstjórans og lýstir
þeim ótta sínum að Skinfaxi sé að
slaka á í baráttunni fyrir bind-
indi, og er þeim hér með komið á
framfæri.
Bragi sendir „boltann“ áfram
til Brynjólfs Bergsteinssonar
Hafrafelli, Fellum N-Múl. og
þakkar Sigurði um leið með svo-
felldum orðum.
Send er kveðja Sigurði
svo í grænum hvelli
boltann gefinn Brynjólfi
bónda á Hafrafelli.
Og hér koma fyrripartarnir sem
menn fá nú að glíma við.
Þegar svell á vori vikna
vetur hopa fer.
Þótt nú skuldir þjaki lýð
þrautir huldust ára.
Þó vísuupphaf margur myndi
marklaus verður endingin
Með bestu kveðju
Ásgrímur Gíslason
32
SKINFAXI