Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 33
Spjallad viö Bjarnheiöi Fossdal Leifur heppni er nyrsta félagið hjá héraðssambandi Stranda- manna. En þrátt fyrir fámenni og erfiða aðstöðu hefur gengi félags- ins verið mikið. Formaður þess er Bjarnheiður Fossdal frá Melum. Ég hafði frétt af hennar mikla áhuga og dugnaði og því spurði ég hana nokkurra spurninga um félagið á þingi HSS. Hvað hefur þú verið lengi for- maður Leifs Heppna? 4 ár. Hvað með fjölda félaga? Veistu svariö? (svör) 1. 2. júní 1968 2. Jan Palach 3. 2. mars 1969 4. 17. júní 1969 5. 20. júlí 1969 6. Enska söngkonan Sandie Shaw með lagið „Puppet on a string“ 7. 3. desember 1967 í Höfðaborg og framkvæmd af Chris Barnard 8. í Neskaupstað 9. F.C. Barcelona 10. lan Ross 11. Bakkagerði 12. 18 13. í Vestmannaeyjum 14. Corona Tres de Mayo 15. Að Mjölnisholti 14 í Reykja- vík á 3ju hæð u Það er 45 í félaginu af um 150 íbúum sveitarinnar. Nú hafið þið staðið ykkur mjög vel á héraðsmótum HSS í frjálsum hefur þessi velgengni ykkar verið lengi, og sinnið þið fleiri íþróttagreinum? Við höfum unnið héraðsmótið 5 ár í röð. Aðrar íþróttagreinar eru lítið stundaðar það er helst sund, en við höfum tekið þátt í héraðsmótum í sundi og s.l. sum- ar sáum við um mótið í fyrsta sinn. Nú auk þess má geta þess að við höfum alltaf víðavangshlaup 17. júní með mikilli þátttöku t.d. voru milli 40 og 50 þátttakendur síðast. Hvernig hefur verið með þjálf- un? Við fullorðna fólkið höfum á undanförnum árum skiptst á um að segja krökkunum til. En síð- astliðið sumar var Pétur Péturs- son þrístökkvari hjá okkur um tíma. Hann stóð sig mjög vel og á miklar þakkir skildar fyrir sitt starf hér. Hvað með göngu dag fjöl- skyldunnar? Hann féll því miður miður í fyrra en annars höfum við alltaf tekið þátt í honum og þátttaka verið mjög góð, t.d. voru rúmlega 100 þátttakendur í hitteðfyrra. Hvað með annað starf? Við höfum tekið þátt í fjöru- hreinsun og stefnum að því að gera það á hverju ári. Yfir vetur- inn liggur starfið að miklu leyti niðri enda unga fólkið þá í skól- um annars staðar. Við höldum 1 til 2 spilakvöld. Er ekki erfitt fyrir íþróttastarf- ið að vera svo langt frá öðrum fé- lögum? Jú, það veldur okkur talsverð- um vandræðum, þegar við förum á mót hjá HSS þurfum við að ferðast í 3 tima á mjög vondum vegum. Við verðum að leggja mjög snemma af stað á morgnana og vera mætt nokkrum tímum fyrir keppni þannig að krakkarnir fá tækifæri til að hvíla sig. Er gaman að standa í þessu? Já, það er gaman að vinna með krökkunum í þessu, enda áhug- inn verið mikill hérna. Auðvitað er ánægjulegt að þetta starf okk- ar hefur borið árangur. P.G. SKINFAXI 33

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.