Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1985, Side 38

Skinfaxi - 01.10.1985, Side 38
f í minningu Axels Jónssonar Axel Jónsson fyrrv. alþingis- maður lést 31. ágúst s.l. aðeins 63 ára að aldri. Axel var mikill fé- lagsmálamaður og starfaði mikið á þeim vettvangi allan sinn aldur bæði í stjórnmálum og í ung- mennafélagshreyfingunni. Hann gerðist mjög snemma virkur þátt- takandi í frjálsum íþróttum og keppti á mörgum íþróttamótum fyrir félag sitt Ungmennafélagið Dreng í Kjós og svo fyrir Ung- mennasamband Kjalarnesþings. Á Landsmóti UMFÍ í Haukadal varð Axel stigahæstur einstak- linga á mótinu en þar keppti hann fyrir UMSK. Snemma fóru að hlaðast á hann allskonar trúnaðarstörf fyr- ir ungmenna- og íþróttafélags- hreyfinguna. Hann var formaður Umf. Drengs á árunum 1946—49 og formaður UMSK á árunum 1950—56. Eftir að Axel flutti í Kópavoginn úr Kjósinni sat hann um tíma í stjórn Umf. Breiða- bliks. Á árunum 1955—57 sat hann i stjórn UMFÍ og var meðal annars i undirbúningsnefndinni fyrir Landsmótið á Þingvöllum 1957. Hann var svo í stjórn ÍSÍ á árunum 1959 til 64. Ekki stóð Axel einn í þessu mikla félags- málastarfi, því hann gekk árið 1943, að eiga Guðrúnu Gísladótt- ur frá írafelli í Kjós. Þau reistu nýbýlið Fell úr hluta úr landi jarð- arinnar Blönduholti, og þar eign- uðust þau börn sín þrjú. Þau flytjast svo frá Felli í Kópavoginn árið 1953 og tók Axel þá við starfi við Sundlaugarnar í Reykjavík. Axel sat í 20 ár í bæjarstjórn Kópavogs auk þess að vera á Al- þingi frá 1963—78 bæði sem varaþingmaður og sem þingmað- ur. Auk allra þessara félagsstarfa sem hér hafa verið talin, átti Axel sæti í stjórnum fjölmargra félaga og stofnana. Þó störfin hafi verið mikil og mörg þá fylgdist hann jafnan mikið með því sem var að gerast í ungmennafélagshreyfing- unni og mætti á mörg þing hjá UMSK. Ásíðastaársþingi UMSK var Axel sæmdur gullmerki UMFÍ fyrir hans miklu og fórn- fúsu störf í hreyfingunni. Um leið og Ungmennafélag ís- lands þakkar Axel fyrir störf hans i þágu ungmennafélagshreyfing- arinnar sendir UMFÍ eftirlifandi eiginkonu hans Guðrúnu Gísla- dóttur, börnum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. G.G. 38 SIUNFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.