Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 9
--------- Viðtalið -- Alltaf spuming um fiármasn í dag eru það Ólympíuleikamir í Seoul sem eru framundan og Einar er farinn erlendis til æfinga. Stuttu fyrir brottför sína til Bandaríkjanna fengum við hann til viðtals í Skinfaxa. Olympíuleikamir fyrst. -Er þetta ekki lokaspretturinn fyrir Olympíuleikana, það sem framundan er? “Jú, það má sjálfsagt segja það”, svarar Einar. “Það er að byrja mjög strangt uppbyggingartímabil hjá mér í asfingunum. Á því tímabili er mjög ntikilvægt að geta haldið tækninni við. Þess vegna er slæmt að geta ekki kastað nú.” Fyrsti snjór ársins þekur jörðina úti fyrir íbúð Einars í Breiðholtinu þar sem hann hefurbúið með konu sinni, Halldóm Sigurðardóttur og bami þeirra, Gerði Rún. Frosthörkur hafa tekið við af cinmuna blíðu fyrstu vetrarmánaða. Einar heldur áfram að útlista tæknina. Tœknin “Það er mikilvægt fyrir mig að geta haldið hámarksálagi í kraftþjálfun og að viðhalda um leið tæknihreyfingunni. Ef þetta tvennt helst ekki í hendur verða of skörp skil þegar nær dregur keppnis- b'mabilinu í því að reyna að virkja alla uppbygginguna sem á undan hefur farið lnn í tæknihreyfinguna. Með því að vinna þctta tvennt saman heldur maður öllum meiðslaþáttum í lágmarki og gæti mögulcga virkjað meiri kraftaukningu. -Var það ekki einmitt fyrir síðustu Ólympíuleika scm þú varðst að skipta þessu tvennu, vegna meiðsla. “Jú það var '84 sem meiðsli settu strik 1 reikninginn, það var kringum háskólameistaramótið í Bandaríkjunum. bessi meiðsli leiddu til þess að ég varð einmitt að hafa miklar andstæður í Þjálfunaráætlun minni. Of miklar andstæður. Ég varð að reyna að nýta U'mann meðan ég var meiddur til að byggja mig upp, til þess að hafa síðan nægan tíma til að nýta það inn í tæknihreyfinguna. En skynsamlegt er að fella þetta sam- an. Þannig fara þeir að sem hafa góðar aðstæður til æfinga. Þó svo ég hafi ekki haft alla þessa aðstöðu fram að áramótum þá eru þetta þeir þættir sem ég hef næga aðstöðu til hér heima. Og eins og veðráttan var hér fram að áramótum þá komst maður út til að kasta. Staðan núna er því mjög góð. Ég hef sloppið við meiðsli á þessu U'mabili og er búinn að bæta mig mikið í mörgum mikilvægum grunnþjálfunargreinum. Þetta eru lyftingar, köst með ýmsum áhöldum og svo framvegis. Við erum búnir að brjóta kastferlið upp í ákveðnar einingar sem við reynum síðan að þjálfa hverja fyrir sig og skoða frá ákveðnum sjónarhomum. Síðan er að samhæfa þessa þjálfun, nýta hana í heild sinni þegar ég kem til Bandaríkjanna. Frá því keppnistímabilinu lauk síðasta haust hef ég verið hér í Reykjavík og þjálfað í Baldurshaga, undir stúku Laugardalsvallar og síðan í Ármannsheimilinu undir stjóm Stefáns Jóhannssonarsem er landsþjálfari íslands í spjótkasti. Hann er einnig frjálsíþróttaþjálfari hjá Ármanni. Stefán hefur verið mér næstur í þessari þjálfun minni hér á landi undanfarið ár. En öll styrktarþjálfun hefur síðan farið fram í Orkulind, þrekþjálfunarstöð sem Stefán Hallgrímsson, frjálsíþróttamaður, rekur í Bolholtinu. Þar hefur myndast góður kjami manna sem hefur æft saman.” -Eru það frjálsíþróttamenn? “Já, það er til dæmis Pétur Guðmundsson, kúluvarpari, Vésteinn Hafsteinsson, kringlukastari, Helgi Þ. Helgason.kringlu- ogkúluvarpari. Einn- ig Unnar Garðarsson í spjótinu, Guðni Sigurjónsson, spretthlaupari. Svo eldri kappar eins og Valbjöm Þorláksson og Erlendur Valdimarsson. Frjálsíþróttamenn hafa sem sagt komið þamamikiðogþamaríkirgóðurandi. En nú em nokkrir þeirra á leið erlendis til æfinga.” Aðstœöurnar hróplegar -Það má því kannski segja að nú hafir þú notið fullnægjandi aðstæðna í vetur, þrátt fyrir að þessi aðstaðan hér heima miðað við erlendis sé eins og svart og hvítt? “Já, vegna þess að ég gat komist út til að kasta, eða fá tilfinninguna og vegna þess að ég kemst út í janúar en ekki í apríl eins og var í fyrra. Þá urðu umskiptin úr uppbyggingu yfir í köst allt of skörp, það var orðið svo stutt í keppnistímabilið. Nú fæ ég tíma til að samhæfa þetta tvennt eins og ég sagði áðan. En aðstæðurnar hérna eru náttúrulega alveg hróplegar. Það er alveg ljóst að menn fá aldrei ungt fólk í miklum hópum, brennandi af áhuga, til að stunda frjálsar eins og aðstæðurnar eru nú hér á landi. Til þess er munurinn á aðstöðu í frjálsum miðað við boltagrein- amar allt of mikill. Boltagreinarnar hafa yfirburðastöðu í þessu tilliti.” -Talandi um aðstöðuna. Það var komið inn á þig og þína aðstöðu í dagblöðunum í haust. Þú áttir að hafa orðið fyrir meiðslum á kastbrautinni í I^augardal. Það hcyrðist hins vegar ekkert í þér opinberlega varðandi þetta mál. Hvemig var þessu hagað? “Þetta var alveg hræðilegt, satt best að Skinfaxi 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.