Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 23
Ég hugsaði mér alltaf bók sem ferðamaðurinn hefði meðferðis á gönguferðum og gæti flett upp á staðnum á aðgengilegan hátt, þeim fuglum sem hann sér á ferð sinni um landið.” -Finnst þér ekki, þegar þú lítur nú til baka, að það hafi verið óðs manns æði að leggja út í svona útgáfu á einu ári? “Það má kannski segja það. En útgef- endur höfðu óbilandi trú á þessu verkefni og ég hreifst með af þessum áhuga. Annars var þetta eins og með Landsmótin, t.d. að koma á Landsmóti á Þingvöllum 1957 þótti óhugsandi. En það var gert”, sagði Þorsteinn. -En hvað með myndimar? “í bókinni eru 110 tegundir fugla”, svaraði Þorsteinn. “Þegar til átti að taka voru myndir af öllum þessum fuglum ekki auðfengnar. I bókinni eru um 170 litljósmyndir af fuglum í náttúrulegu umhverfi, því umhverfi sem hæfir best hverjum fugli. Að baki þessu liggur geysi mikið og gott starf. Ég veit nú að við eigum afskaplega góða fagmenn í þessu sem kunna vel til verka. Það kemur gre- inilega fram í þessari bók”, sagði Þor- steinn að lokum. Það er óhætt að taka undir með Þorsteini hvað gæðin varðar. Og það eru ekki aðeins fuglalýsingar og myndir í bókinni. Aftast í henni eru nokkrarskrár. Þarmánefnaskráyfirheiti íslenskra fugla á íslensku, latínu og 9 tungumálum. Þar á meðal færeysku og grænlensku. Þorsteinn sagði það framlag sitt til norrænnar samvinnu og væri óskandi að fleiri færu að hans fordæmi. í einum listanum er skotið inn ýmsum nöfnum yfir fugla sem er að finna á íslenskri tungu. Af öðrum skrám má nefna lista yfir íslensk rit um fuglafæði og töflu sem sýnir friðunar- og veiðitíma þeirra fuglategunda sem ekki njóta algerr- ar friðunar. Þá er auðvitað skrá yfir ljósmyndara. Hér er komin bók sem er ómetanleg fólki sem ann náttúru íslands. Fuglahandbókin er nauðsynleg þeim sem vilja kynnast umhverfi sínu, hún er til- valin á Göngudegi fjölskyldunnar í júní. Hún var af Þorsteini hugsuð sem slík. Hún er endurbót á þeim fuglaþáttum, sem sem Þorsteinn skrifaði í ellefu tölublöð Skin- faxa. IH Frá glímuœfingu Víkverja og HSK í Breiöagerðisskóla fyrir skömmu. S Glímumenn frá Héraössambandinu Skarphéöni í heimsókn til Víkverja í Reykjavík Glíman hefur verið að taka nokkum kipp víða um landið eins og við höfum sagt frá hér í Skinfaxa. Ekki síst er þar að þakka kynningar- ferðum glímusam- bandsmanna í grunn- skóla landsins undanfarin misseri. I kjölfar þessa hafa unglingar komið á glímuæfi ngar og á það ekki síður við hér í Reykjavík. Tíð- indamaður Skinfaxa lagði leið sína í leikfimisal Breiða- gerðisskóla kvöld eitt í janúar. Tilefnið var heimsókn Skarp- héðinsmanna á æfingu hjá Víkverja. Þar sem þetta var í miðri viku var ekki Kjartan Bergmann mœttl œfinguna og sagöi til.. Kjartan Lárus-son. Einnig var þarna Amgeir G.Friðriksson, HSÞ, sem nú er að skipta yfir í Víkverja. Arngeirhcfur verið við nám hér í Reykjavík og verður svo enn um stund samtals hafa verið þama um 30 manns.. Æfingin var létt, fyrst og fremst hugsuð sem tilbreyt- ing frá hefðbundnum æfingum og til að treysta kynni. Arni Unnsteinsson sagði að þetta væri ekki mjög fjölmenn æfing miðað við það sem stundum væri. "Við höfum stundum sprengt þennan sal utan af okkur", sagði Árni. "Það hafa verið a hægt að fjölmcnna með unglinga Frá HS K vom þó ungir glímumenn á borð við Jóhannes Sveinbjörnsson, Gunnar Gunnarsson og Jóhann G. Friðgeirsson. Einnig eldri garpar , Jón M. ívarsson og hér fast að 60 glímenn í salnum á æfingu En krakkamir hafa verið dálítið sein að mæta á æfingar eftir hóglífi jólafrísins." IH Skinfaxi 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.