Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 4
faraldsfæti. Við Islendingar höfum gaman að því að að leika okkur með tölur, í "miðað við mannfjölda" leiknum. Eins og alþjóð veit sýna niðurstöður þess leikjar að við Islendingar erum ofurmenni. "Öll erum við Jón Páll", verður niðurstaðan af því. En við hliðrum okkur oft hjá að skoða dæmið nánar því þá kemur ýmislegt heldur vaf- asamt í ljós. Því er á þetta minnst að í blaðinu er mikið fjallað um fijálsíþróttamenn. Stórt viðtal við Einar Vilhjálmsson, Afrekaskrá ungmennafélaganna í fijálsíþróttum og fleira. Einar er einn okkar mörgu afreksmanna. Við hlið hans má nefna Véstein Hafsteinsson, Sigurð Einarssonogfleiri. Enallireruþeirerlendis. Og ástæðan? Svo vitnað sé í orð Einars í viðtalinu, "Sá uppgangur sem verið hefur í fijálsíþróttum hér á landi á síðustu árum er því miður ekki hægt að þakka öðru en þeim tækifærum sem menn hafa fengið í Bandaríkjunum.". Þannig er með flesta okkar bestu frjáls- íþróttamenn, þeir eru farnir af landi brott til æfingaumleið ogþeirnáárangri sem talist getur á landsmælikvarða. í blaðinu er að þessu sinni stutt viðtal við Gunnar Guðmundsson, hlaupara / / / úr UIA, frá Fáskrúðsfirði. A því rúma ári sem hann hefur æft frjálsíþróttir af alvöru er hann kominn ílandsliðið ífijálsíþróttum. Hann er nú á leið til Alabama háskólans í Bandaríkjunum til æfinga. Þar á eftir fer hann til Kanaríeyja, til æfinga. Ég held að óhætt sé að fullyrða að eng- ir íþróttamenn hafi jafn lélega aðstöðu og frjáls- íþróttamenn, og það hvort sem er á Reykja- vfkursvæðinu eða úti á landi. Sjálfsagt eru flestir sammála um að helsta ástæðan fyrir þessu meini er að peninga- streymið í frjálsíþróttastarfsemina er lítið. Opinberir aðilar hafa lítið sinnt þessum þætti íþróttastarfseminnar og eru ástæðumar fyrir því sjálfsagt margvíslegar. í ljósi þessa ættu menn því að lesa grein Hafsteins Óskarssonar með athygli en hún fjallar einmitt um íþróttir og peninga. Hafsteinn fjallar m.a. um hvernig íþróttafrömuðir eigi að kynna starfsemina. Sjálfsagt holl lesning fyrir marga. IH Útgefandi: Ungmennafélag íslands. - Ritstjóriringólfur Gíslason. - Stjóm UMFÍ: Pálmi Gíslason, formaður, Þórir gjaldkeri, Guðmundur H. Sigurðsson, ritari. Meðstjórnendi Sigurbjöm Gunnarsson. Varastjórn: Magndís Alexand Lýðsson, SæmundurRunólfsson. - Afgreiðsla Skinfaxa: Ölc * og umbrot: Skrifstofa UMFI. - Prentun: Prentsmiðjan Oddi Allar aðsendar greinar er birtast undir nafni em á ábyrgð höfi blaðsins eða stjómar UMFI. i-' j íJ i L *) i Hjörleifsson. - Ábyrgðarmaður: Pálmi Haraldsson, varaformaður, Þórir Jónsson, ir:Dóra Gunnarsdóttir, Kristján Yngvason, srsdóttir, Hafsteinn Pálssson, Matthías ugata 14, Reykjavík, S:91-12546 - Setning . - Pökkun: Vinnustofan Ás. mda sj álfra og túlka ekki stefnu né skoðanir l'c; 4 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.