Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 20
íþróttaauglýsingar "Látum málin þróast" Guöni Halldórsson, framkvœmdastjóri HSÍ og fyrrverandi framkvœmdastjóri Landsmóts, um íþróttir og auglýsingar. Ýmsir hafa spurt sig að því á undanfömum árum hversu æskilegt sé að sækja fé til fyrirtækja í tengslum við fjáröflun íþróttastarfsemi. Hafa þeir sagt sem svo að sá möguleiki sé fyrir hendi að íþróttafélögin geti á einh vem hátt orðið of háð fyrirtækjum um fjármagn. Til þess að spyrjast fyrir um slíka hluti leitaði Skin- faxi álits Guðna Halldórssonar, sem var framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ á Húsavík. Hann er nú framkvæmdastjóri Handknattleikssambands íslands. -Guðni, fjáröflun hefur lengi vel verið eitt stærsta málið sem forsvarsmenn íþróttahreyfingarinnar hafa átt við að glíma. Síðustu ár hafa auglýsendur æ meir séð íþróttir sem góða leið til að koma vöm sinni á framfæri. Er hægt að setja ákveðnar markalínur á tengsl íþrótta(manna) og auglýsenda? Er það æskilegt? “Eins og þú segir hafa viðhorfin gagnvart íjiróttum breyst mikið hjá mörgum fyrirtækjum og gildi þeirra í auglýsingum, varðandi skorðumar vil ég aðeins segja að alþjóðasambönd viðkomandi íþrótta- greina setja þær re- glur, sem fara verðureftir jafnt um merk- ingar á fatnaði sem og í íþróttahöllum og lcikvöngum. Þessu til viðbótar em síðan hömlur af siðferðisástæðum, t.d. auglýsingar á áfengi og tóbaki. Ennfre- mur em ákveðnar skorður sem settar eru í sambandi við skattalög í hinum ýmsu löndum, áég þarþáaðallega við greiðslur eða greiðsluform.” -Sponsoring” er stór þáttur í “rekstri” iþróttahreyfingarinnar. Er æskilegt að setja ákveðnari reglur en nú er eða eru þessi mál með eðlilegum hætti? “Eins og ég sagði áðan eru þegar gil- dandi reglur í hverri íþróttagrein fyrir sig. Slíkar reglur eru settar og samræmdar af viðkomandi íþróttasamböndum og ber því hverju aðildarríki að virða þær reglur. Hins vegar er ávallt hægt að setja enn reglur innanlands svo og geta eigendur viðkomandi íþróttahalla sett ákveðin Guóni Halldórsson. "Vióhorfin gagnvartíþróttum hafa breyst hjó mörgum fyrirfœkjum." skilyrði. Ég sé ekki í fljótu bragði, að það þurfi að setja einhverjar ákveðnari reglur eins og staðan er í dag. Það má að ósekju leyfa þessum málum að þróast áfram enn um sinn en ef til villþarf að setja einhverja samræmda löggjöf um þessi mál síðar.” -Hefur þú fundið fyrir óeðlilegum þrýstingi frá hendi auglýsenda (sponsor aðila) í störfum þínum aðþcssum málum? “Nei, ég hef ekki orðið fyrir neinum óeðlilegum þrýstingi frá auglýsendum. Hins vegar finnst mér það fagnaðarefni hversu miklu betur fyrirtækin fylgjast með því sem verið er að gera og tryggja þannig að við gefin loforð af hálfu íþróttafélaga og sambanda er staðið. Þetta tryggir sífellt nánara samstarf sem aftur mun tryggja í framtíðinni enn aukið fjárstreymi í íþróttastarfið eftir þessum leiðum. Ekki veitir af hvað sem lottói líður”, sagði Guðni Halldórsson að Iokum. 20 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.