Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 5
Molar huo eru fleiri en blaðamenn sem velja íþróttamann ársins. Ungmennafélagið Leiknir á Fáskrúðsfirði hélt Sólarkaffi um síðustu mánaðamót og notaði taekifærið til að verðlauna besta og efnilegasta fþróttafólk sitt. Teitið var haldið í Skrúð og mætti hvorki ^eira né minn en þriðjungur Fáskrúðsfirðinga, rúmlega 200 manns. Frjálsíþróttamaðurinn Gunnar Guðmundsson var valinn fþróttamaður ársins 15 ára og eldri. Gunnar er auðvitað sérlega vel að verðlaununum kominn. Hann er °ú landsliðshóp íslands í frjálsfþróttum en hefur aðeins æft hlaupafkappiírúmtár. Hannernú hominn til Alabama í Fandaríkjunum til æfinga Meira nni Gunnar á bls. 15 hér í blaðinu. Svovarþaðíþróttamaðurársins 15 ara og yngri. Þann heiður hlaut að Þessu sinni Sigríður nokkur Guðmundsdóttir en hún er aðeins 10 ára að aldri. Sigríður er í frjálsíþróttum eins og Gunnar. Hún er mest í hlaupum en er sögð ^njög alhliða og geysilega efnileg. Sigríður varð í öðru sæti á Hlandsmeistaramótinu ífrjálsum í flokki 12 ára telpna og keppti þá aðallegavið 12 ára stelpur. Fjöldi annara verðlauna voru veitt á Sólarkaffinu í öllum greinum. Til dæmis efnilegasti íþróttamað- urinn, verðlaun voru veitt fyrir æfingasókn og þar fram eftir götunum... Umf. Samhygö í Amessýslu hélt aðalfund sinn í janúar eins og vera ber og telst ekki til tíðinda. Það var hins vegar nokkuð skemmtilegur hlutur sem bar upp á þessum fundi. Þá var nefnilega sýnt myndband þar sem settir höfðu verið saman mynd- bútar úr ýmsum áttum af gömlum kvikmyndafilmum. Myndbandið hefur að geyma 30 til 35 ára gamla viðburði í Gaulveijabæjarhreppi. Þar á meðal er að finna atriði frá svonefndu Loftstaðamóti, annó 1953. Loftstaðamót þessi ku hafa verið hin mesta skemmtan í sýslunni á árum áður. Segið svo að “vídeóið” sé ekki til einhvers nytsamlegt annars en skoða á útlenskar myndir...! Lengsta grindahlaup í Islandssögunni er framundan. Skaftfellingar hafa ákveðið að standa fyrir því í vor. Hugmyndin er sú að félagar í Ungmennasam- bandi V-Skaftfelliinga (USVS) stilla upp grindum með 100 metra bili eftir þjóðveginum frá sýslumörkum vestan að sýslumörkum austan til. Þetta munu vera einir 120 kílómetrar og verður því líkast til lengsta grindahlaup í Islandssögunni. Ástæðan fyrir þessu er sú að þeir Skaftfellingar hyggjast festa kaup á grindum, fyrir grindahlaup og hlaupiðverðurþvíáheitahlaup. Til að alþjóð viti nú af þessu , fái að fylgjast með og styrkja framtakssama Skaftfellinga, hyggjast þeir heita á Omar Rag- narsson og Frúna að renna með tökuvél Sjónvarpsins á eftir hlaupurunum í vor. Þeir standa því í stórræðum í Ung- mennasambandi V-Skafta- fellssýslu. Sambandið hefurráðið frjálsíþróttaþjálfara fyrir næsta sumar, Jón Sævar Þórðarson. Hann kemur til með að þjálfa hjá öllum fimm félögum sambandsins og segja Skaftfellingar að takmarkið sé að komast í 2. deild í fijálsum. Þá hefur sambandið fest kaup á Macintosh tölvubúnaði sem gefur möguleika á hvers kyns útgáfu, ársriti, fréttabréfum, mótaskrám, félagaskrám og svo framvegis, allt á skrifstofunni. Allt kostar þetta sitt, lottóið hjálpar en meira þarf til. Þar mun lengsta grindahlaup íslandssögunnar sjálfsagt hjálpa til... Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.