Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 14
Viötalið hélt ég áfram í skóla og fer í handknatt- leikinn eins og ég hafði gert undanfama vetur. Og veturinn ’79/’80 tók ég ákvörðun um að hætta að stunda spjótkast af fullum krafti. En þar sem Kallott keppni var síðan framundan ákvað ég að taka svolítið í spjótið um vorið. Þá fór ég hins vegar að bæta mig mikið. Ég skildi satt að segja ekkert í þessu því ég hafði ekkert æft það um veturinn. Þetta sumar kastaði ég 76,76 metra. Ég byrjaði með 70,08 m á EÓP móti um vorið, þannig að þetta var ágætis bæting það sumar. Mér fannst ég hafa haft heldur lítið fyrir því æfingalega séð. En með þessari bætingu sá ég einhvem tilgang í þessu, sá að ég gæti alveg fundið mig í þessu. Síðan kenndi ég um veturinn austur á Egilsstöðum við menntaskólann þar. Vorið eftir kom svoTim Hamilton, fijálsíþróttaþjálfari við Austin háskólann íTexas,tillandsins. Hann var þá að koma til að bjóða Óskari Jakobssyni skólastyrk. Eftir að hafa fylgst nokkuð með mér bauð hann mér að koma til náms og æfinga við skólann. Hann var mjög hvetjandi, vissi að ég var búinn að kasta 81,72 m.. Þaðþóttimjög samkeppnisfær árangur á háskólamótum ytra. Ég velti þessu mikið fyrir mér, að mér fannst þá, en tók loks ákvörðun um að slá til og taka boðinu. Að minnsta kosti fram til 1984. En við þær breytingar sem gerðar voru á spjótinu hefur þessi tilrauna- starfsemi framlengst. Þessi löngun eða þörf. Því fjögur ár til viðbótar hefðu sjálfsagt verið ágælur tími til að sjá hvar ég stæði eftir að ég var búinn að ná valdi á þessu verkfæri. Frá breytingu á spjótinu eru nú liðin tvö ár og það er enginn tími til að venjastþví og sjáhvemig maður stend- ur sig í samkeppninni. Ég hef því fram- lengt þessari tilraunastarfsemi á mér og þessu verkfæri þar sem forsendumar eru breyttar. Þetta er ný áskorun.” -Skoðað í þessu ljósi hlýtur það að hafa verið virkilega ergilegt að lenda í þessum breytingum með spjótið. “Jú, það er alveg rétt. Árið '85, mitt síðasta ár fyrir breytinguna næ ég fimmta sæti á heimslistanum, komst það ár í Evrópuúrvalslið til að keppa á heimsbikarkeppninni. Ég var kominn með mjög háa meðaltölu yfir árið í kast- lengd, yfir 89 metra í 10 bestu keppnum ársins. Ég varþvíkominnmeðmjöggott vald á spjótinu og vildi halda áfram með þetta áhald. Áfall vió nýja spjótiö Svo breyttist allt og fyrsta árið var hálfgert áfall. Ég þurfti að breyta miklu til að ná valdi á því á ný. Þetta var orðið nýtt dæmi þar sem fyrri reynsla skilaði sér ekki.” -Þessi umræða, þær miklu breytingar sem nýja spjótið hefur haft í för með sér Einar ósamt félaga sínum Sigurói Einarssyni. fyrir Einar, hefur almenningur haft litla hugmynd um. I fjölmiðlum hefur lítið sem ekkert verið fjallað um það hvað það er að fara að kasta spjóti sem hefur gjörólíka eiginleika á við það gamla. Það skiptir Einar hins vegar litlu máli. “Þessar vangaveltur eru fyrst og fremst fyrir mig. Það hefur lítið upp á sig að vera að velta sér signt og heilagt úr þessu í fjölmiðlum.” -Við vorum að tala um utanað- komandi áhrif. Það liggur þá einna bein- ast við að spyrja þig um það í þessu sambandi hvernig það hefur verið að eiga verðlaunahafa af Ólympíuleikum að föður. Hvers konar hvatning var það? “Það hafði auðvitað mikil áhrif á mig ungan drcnginn. En þau áhrif voru ckki svo mikil bein áhrif. Því faðir minn hefur ekki verið mikið að hafa sig í frammi með allar væntingar, að þetta væri það sem skipti máli númer eitt í lífinu og svo framvegis. Hann hefur látið mig ráða ferðinni að þessu leyti. Ég man hins vegar vel eftir því frá því að ég var lítill, að væntingamar komu mikið meira óbeint, í gegnum fólk sem þekkti hann. Það var verið að skjóta að manni alls kyns hlutum í þessu sambandi. Og maður lá yfir medalíuskápnum hans, var að fægja ólympíusilfrið sem hann var löngu hættur að sinna. Þannig var kannski kynt undir það að viðmiðunin var ekkert óhugsandi dæmi, hann hafði náð þessum árangri á Ólympíuleikum. Þess vegna var slíkur árangur ekkert svo fjarlægur í undirmeðvitundinni því andlega setja menn sér þær helstu skorður sem settar eru á þá í lífinu. Gamlir íþróttakennarar hafa til dæmis verið að gantast að því þegar við bræður vorum að gera eitthvað, þá spurðum við: “Hvað er heimsmetið í þessu?” Til þess að hafa einhverjar tölur sem viðmiðun. Það var ekkert verið að spyrja, “Hvað er héraðsmetið?”. Þetta eru kannski þau óbeinu áhrif af því að eiga föður sem hafði náð svo góðum árangri á alþjóðlegum vettvangi. Viðmiðanir voru meiri en almennt gerðist. Þetta er auðvitað mjög dýrmætt vegamesti því allir slíkir þröskuldar takmarka mann.” -Að lokum Einar. Landsmótin. Þú hefur alltaf mætt á þau, hefurðu lagt mikið upp úr að komast á þau? “Já, afskaplega mikið. Ég komst reyndar ekki til Kefiavíkur ‘84, þá var tímaáætlunin þannig að ég komst ómögulega. En mótið á Selfossi '11 var mitt fyrsta Landsmót. Ég var á Akureyri '81. Ég lagði hins vegar mikið upp úr því að komast síðasta sumar. Það var algert skilyrði. Að ná þessum árangri á Landsmótinu á Húsavík (Norðurlandamet, 82,96 metrar) var mér mjög dýrmætt. Það hefði kannski næst verið á Heimsmeistaramótinu sem ég hefði viljað ná svona árangri”, segir Einar brosandi. IH 14 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.