Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 15
Frjálsar Úr fótbolta í frjálsar Gunnar Guðmundsson, frjálsíþróttamaöur úr ÚÍA er nú kominn til Bandaríkjanna, til Alabama, til œfinga. Gunnar er hér í stuftu spjalli. Stuttu fyrir brottför sína í janúar var Gunnar tekinn tali. Ferill hans er nokkuð óvenjulegur. Gunnar er 24 ára en hefur aðeins æft frjálsar og spretthlaup í rúmt ár °g er þegar kominn í landslið Islands í frjálsíjjróttum. “Ég æfði fótbolta á Fáskrúðsfirði, í yngri flokkunum og í meistarflokki”, segir Gunnar. “Var farinn að spila þar 16 ára gamall. Ég hafði frá því um tvítugt æft frjálsar svolítið með boltanum en fyrst og frcmst sem styrktargrein við fótboltann. Sumarið ’86 keppti ég svolxtið í sprett- hlaupunum og fannst mér ég standa mig þokkalega miðað við æfingu. Svovarþað fón Sævar Þórðarson, frjáls- ■þróttaþjálfari, sem var sífellt að jagast í mér að fara nú að æfa frjálsar, það væri mín grein. Fyrir eftirgangsmuni frá honum fór ég síðan að æfa frjálsar á fullu oftir áramótin '86/87. Það sem átti nú stóran þátt í því var að Leiknir á Fáskrúðsfirði féll niður í fjórðu deild í knattspymunni sumarið áður og ég hafði engan áhuga á að leika í fjórðu deild.” Gunnar er ekki að fara til náms í Ala- hama, heldur fyrst og fremst í æfingabúðir. -Þetta hlýtur að kosta sitt. “Jú, en þegar maður er búinn að bx'ta oitthvað í sig fer maður ekki að hætta við nema eitthvað mikið komi til.” -Nú ert þú í spretthlaupunum og einn- >g í400 metrunum. Er eitthvað eitt sem þú ætlar að leggja áherslu á? “Ég hef verið í spretthlaupunum, já, °g aðeins prófað langstökkið. Ég ætla að Prófa 800 metrana í sumar, ég held ég eigi citthvað inni þar. En ég hef ekkert af- roarkað mig meira í hlaupunum enn þá.” -Nú hefur þú náð mjög góðum tíma í hlaupunum á þessum stutta U'ma sem þú hefur æft stíft. Hvemig voru tímamir hjá þer síðastliðið sumar? “Ja, svona þokkalegir. Ég hljóp í fyrsta sinn í sumar 400 metrana. Hljóp þá í sumarbyijun á 51,9 sek. Síðan má eigin- lega segja að ég hafi bætt mig í hverju hlaupi þar til keppnisu'mabilinu lauk. Undir lokin var ég kominn í 50,1 sek. í 200 metrunum átti ég 23,5 sek. Ég er nú kominn í 22,5 sek.” -Nokkuð góður árangur það. En þú ætlar að vera þama í sex vikur? “Já svo ætla ég að fara til Kanaríeyja í vor og æfa þar. Það eru þama mjög góð aðstaða og loftslagið er gott. Þarna koma klúbbar frá Evrópu Þýskalandi og Norðurlöndunum til æfinga. Ég fór þangað síðasta vor og kunni geysilega vel við mig. Það verður góður undirbúningur fyrir næsta sumar.” -Hvemig hefur þú tekið veturinn? “Ég hef æft sex sinnum í viku fram yfir áramótin. Þetta hefur verið undir- búningsrímabil frá því í október, æfingar sex sinnum í viku. Ég hef getað hlaupið svo til upp á hvem dag. Svo hafa helgar- nar oft farið í fjallgöngu, rjúpnaveiðar með þungan poka þannig það gaf góðan kraft í fætuma” -Þú hefur hlaupið þetta með hagla- byssuna. “Já maður skokkaði upp hjallana, svo var gengið allan daginn.” -Finnst þér þú ekki geta náð þeim árangri sem þú sækist eftir með því að vera hér heima við æfingar? “Ekki miðað við það sem ég sé fram- undan. Maður hefur verið að vinna til sex á kvöldin og farið síðan á æfingar um sjö leytið og æft fram á kvöld. Slíkt fyrir- komulag skilar ekki því sem maður sæk- ist eftir. Ef ég gæti sameinað nám og vinnu væri það mun beua. Þá ætti ég að geta stjórnað tíma mínum þannig að álagið væri eðlilegt í námi og æfingum.” -En hvernig með nánustu framtíð, ertu kominn með einhverjar áætlanir? “Ekki nema að æfa á fullu og bæta tímann. Það væri líka gaman að geta náð það góðum tíma að maður kæmist á styrk í háskóla í Bandaríkjunum, gæti komist í nám og æfingar með.”, segir Gunnar. Það cr nokkuð víst að við eigum eftir að hcyra meira af góðum árangri Gunnars á náinni framtíð. IH Skinfaxi 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.