Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 16
Iþróttaauglýsingar Að útvega pening íþróttir og auglýsingar Hafsteinn Óskarson Norska Dagblaðið fékk mikla auglýsingu í þessu hlaupi, Oslóar maraþoninu, '86. Þaö þarf ekki endilega afreksfólk til þess aö nó mikilli auglýsingu. Forystumenn í íþróttahreyfingunni þekkja vel til þess vanda sem felst í því að útvega peninga þannig að halda megi starfinu gangandi og setja markið hærra. Hið opinbera lætur lítið af höndum rakna til þessarar starfsemi þó ekki megi menn vera vanþakkiátir fyrir þann stuðning sem þó fæst. íþróttastarfið hefur því í gegnum árin einkennst meir og meir af fjáröflunarstarfi. Sú leið sem flestir þekkja hvað best er að Ieita til fyrirtækja um fjárstuðning eða aðra fyrirgreiðslu sem að gagni getur komið. Það sem hefur einkennt þessa fjáröflunarleið er að þeim sem hafa staðið í þessu hefur fundist sem þeir væru að betla peninga fremur en bjóða góða samn- inga þar sem báðir aðilar gætu verið sáttir við sinn hlut og að samstarfið skili einhverju til beggja aðila. Það má gera ráð fyrir því að forystu- menn innan íþróttahreyfingarinnar þekki sína íþrótt, en ætíð er rúm fyrir aukna þekkingu. Einn þeirra þátta sem má bæta er að þekkja þá möguleika sem íþróttin býður upp á í sambandi við auglýsingasamninga við fyrirtæki. Hér þarf reyndar ekki ætíð að vera um auglýsingasamninga að ræða heldur getur hér einnig komið inn í myndina annars konar samstarf, svo sem afnot fyrirtækis á íjiróttaaðstöðu gegn afslætti á vörum þess, íþróttafélaginu til handa. Til að auðvelda íþróttafélögum að afla sér tekna eða á annan hátt létta róðurinn fjárhagslega, verða forystumenn að þekkja inn á þarfir fyrirtækjanna sem leita skaltil. Sumum hentar bestað fáeinfalda auglýsingu í leikskrá, öðrum hentar betur að fá nafn framleiðsluvöru sinnar á sjónvarpsskjáinn með einhverjum hætli, og svo mætti lengi telja. Sjónarhorn fyrirtœkja Fyrirtæki hafa nokkrar leiðir til að vclja úr til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Oftast er litið svo á að um fjóra ■ möguleika sé að ræða: 16 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.