Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 6
Molar Gistiaöstaða UMFI á Öldugötunni í Reykjavík hefur gengið ótrúlega vel frá því hún var opnuð með vígslu hússins fyrir rúmu ári síðan. Þrátt fyrir að öll herbergin hafi ekki komist í fulla notkun fyrstu mánuðina voru gistinætur fyrsta ársins um 3000 talsins. Hlýtur það að teljast ansi góð nýting á gistiaðstöðu sem ekki hefur enn fengið næga kynningu. En það segir sig sjálft að þegar ungmennafélagar geta fengið svefnpokapláss, eldhúsaðstöðu, sturtu, sjónvarps- og mynd- bands-aðstöðu fyrir núll krónur, er því tekið fegins hendi. Á nýbyrjuðu ári hefur verið fjöldi fólks í gistingu allar helgar. Það sýnir sig því að ekkert lát verður á gistingu í Vesturhlíð. Af gefnu tilefni skal fólk sem hyggst notfæra sér þessa gistiaðstöðu minnt á að panta "pláss" með nokkurra vikna fyrirvara... Meira af Samhygðarfólki. Eins og sagt er frá hér annars staðar á Molasíðum eru hátíðahöld mikil í ár meðal ungmennafélaga. Og Samygð ætlar að taka þetta með glans. Þau munu halda þrefalda afmælishátíð í sumar. Nefnilega 80 ára afmæli félagsins, 30 ára afmæli íþróttavallarins við Félagslund og 50 ára afmæli mótanna milli Samhygðar og Vöku. Hér annars staðar er talað um Loftstaðamótið sem nú er til á myndbandi. Samhygðar/Vöku mótin voru einmitt haldin á Loftstöðum annað hvort ár. Almennilegt...! Enn meira af Vöku og S amygð. S amhygðar/Vökumótin hafa verið haldin óslitið á 50 ár, aldrei hefur fallið niður mót. Og annað. Á þessum mótum var stangastökkskeppni svo til frá upphafi mótanna. Þarna er sjálfsagt komin hluti skýring- arinnar á því hvers vegna stangastökkvarar frá HSK hafa lengi verið einna fremstir í flokki á landinu. Þeirhafanefnilegasvotil alltaf komið annað hvort úr Vöku eða Samhygð! Það fervístekkiframhjáneinum sem flettir þessu blaði að langt viðtal er við Einar Vilhjálmsson, spjótkastara. Austfirðingar halda ákafri tryggð við afreksmann sinn. Fyrir stuttu valdi stjóm UIA Einar íþróttamann ársins á sam- bandssvæðinu, ekki að ástæðu- lausu. Stjómin vakti sérstaklega athygli á Norður-landameti Einars á Landsmótinu síðasta sumar sem hann setti undir merki UÍA... Hvað borðum við, hvaða áhrif hefur það á líkamsstarfsemi og íþróttalega getu. Þetta eru sjálfsagt spurningar sem fjölmargt íþróttafólk á öllum aldri spyr sig, hvort sem það skokkar eða keppir í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Fjölmargir hafa líka svörin við þessum spurningum. Þeir sem hafa þau ekki geta nú nálgast bækling sem nefnist Næring íþróttafólks. Höfundur hans er Laufey Steingrímsdóttir næringafræðingur, en hún vann bæklinginn fyrir heilbrigðis- og rannsóknarráð ÍSÍ. Markmiðið er “að koma upplýsingum og fræðslu um næringafræði á framfæri við rétta aðila, stuðla að heilsusamlegu og hagnýtu mataræði íþróttafólks almennt og spara mörgum stórfé í matar- og næringarefnakaupum”, eins og segir í formála ritsins. I bæklingnum er á skýran hátt greint frá orkuefnunum, kolvetni, fitu og ✓ próteini. Utskýrt er hvaða áhrif þessi efni hafa á líkamsstarfsem- ina, hvar þau er að finna og einnig hvaða mat rétt sé að borða á hvaða tíma, miðað við hvaða íþróttagrein erstunduð. Allteruþettanytsamar upplýsingar, jafnt fyrir keppnis- fólk sem skokkara... 6 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.