Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 22
Bœkur Fuglahandbókin fyrir Göngudaginn Rœtt viö Þorstein Einarsson, fyrrverandi íþróttafulltrúa ríkisins, um bók hans Fualahandbókin - Greininqarbók um íslenska fuqla - "...eins og meö Landsmótin..."/"...þótti óhugsandi. En þaö var gert. Þorsteinn með bók sína viö mynd fró Landsmótinu ó Laugarvatni '64. “Þetta hófst allt í Skinfaxa”, segir Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi íþróttafulltrúi ríkisins, þegar hann er spurður um hina umfangsmiklu bók sína Fuglahandbókina, sem kom út fyrir síðustu jól. Þessi bók er gefin út af bókaútgáfunni Örn og Örlygur í flokknum íslensk náttúra og telst þriðja bókin í þeim flokki. “Þannig var að þeir Sigurður Geirdal og Pálmi Gíslason komu til mín og báðu mig að taka saman þætti í Skinfaxa um fugla íslands. Þeir voru að velta fyrir sér hvemig mætti gera ýmislegt í náttúru íslands aðgengilegra á Göngudegi fjölskyldunnar sem ungmennafélagar standa fyrir einn laugardag í hverjum júnímánuði. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að slá til og ráðast í þetta verkefni. Það varð að samkomulagi milli okkar að fyrsti þáttur- inn yrði um máva og sjófugla. Við urðum að hafa svart-hvítar myndir og Skinfaxi gat ekki borið það að hafa litmyndir með þessu efni. En það kom í ljós að fólk kunni vel að meta þetta framtak. Sigurður Geirdal hafði samband við mig og sagði að þau á skrifstofunni hefðu fengið fjölmargar hringingar frá ánægðum lesendum. Þá var það ekki ónýtt fyrir blaðið að í sérstökum ferðaþætti í útvarpinu var þessi þáttur í Skinfaxa nefndur og sagt að þama væru komnar í Skinfaxa alveg sérstakar upplýsingar fyrir fólk með áhuga fyrir náttúru landsins og fuglalífi.” Þorsteinn lauk við þetta verkefni í ellefu blöðum, á tæpum tveimur árum og naut aðstoðar og velvildar þáverandi ritstjóra Skinfaxa, Guðmundar Gíslasonar. “Fjölmargir sögðu síðar við mig að þetta hefði veriðgottframtak”, sagðiÞorsteinn. “Fólk hefur auðvitað margar úrvalsbækur um fugla. Þar má nefna Fuglar íslands og Evrópu sem Finnur Guðmundsson þýddi og staðfærði, Fuglar Islands eftir Hjálmar R. Bárðarson, Fuglamir eftir Bjama Sæmundsson og margar fleiri. Þessar góðu bækur eru hins vegar svo umfangsmiklar og ítarlegar og sumar eru ekki meðfærilegar fyrir fólk á ferðalögum. Auðvelt á að vera að fletta upp íbókinniogfræðastum fuglsemfólk sér á gönguferðum. Fljótlega eftir að þættimir í Skinfaxa hófustfórfólkaðbendamérá vissarvillur í þáttunum, fyrst og fremst stafavillur og annað því um líkt. Ég hafði ekki lesið prófarkir en fór að gera það. Staðreynd var að þessir þættir voru með þeim hætti að ég var ekki fyllilega ánægður og vildi eindregið betmmbæta þá. Einnig það að ekki vora tök á að hafa litmyndir. Nú, svo er það þáttur Örlygs Hálfdánarsonar. Plöntubók þeirra kom út 1986 og um haustið fór ég til þeirra með heila tösku af erlendum fugla- greiningarbókum og Skinfaxa. Ég hafði tekið eftir að þeir höfðu gefið út tvær bækur merktar Náttúra íslands 1 og 2. Ég spurði því hvort þeir ætluðu sér að halda áfram og vildu þá ekki taka fuglana fyrir. Þeir tóku mjög vel í þessa hugmynd og fóru strax að ræða um höfund. Ég hafði í huga ákveðinn ungan mann, líffræðing sem einnig er fuglafræðingur. Hann hafði þá tekið að sér starf, sem batt hann og myndi gera honum óhægt um slík ritstörf. Þegar hér var komið sögu sagði Örlygur Hálfdánarson: “Við hættum ekkert við það sem við höfum ákveðið. Ég ætlaði að gefa svonabók út fyrireinum fjómm árum en varð að hætta við. Nú gefum við út þessa bók og þú skrifar hana.” Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að slá til. Ákvað að nýta mér skrif mín í Skin- faxa en einnig kennsluefni sem ég hafði unnið fyrr á árum þegar ég var kennari í VesUnannaeyjum, 1934 til 1941. Á þessum árum gátu nemendur vart keypt sér námsbækur og ég vann því námscfni fyrir bömin sem tengdist náttúrunni. Af þessu efni nýtti ég mér greiningar á fuglum sem ég hafði unnið. I þessu efni hafði ég gmnninn. I þessari bók sem nú er komin út geri ég það sem ég vildi alltaf gera, sýna hvern fugl í lit og á litlum myndum sýna með örvum helstu einkenni hvers fugls. Með myndunum er svo stutt Iýsing á hvcrjum fugli. Ég vildi hafa styttri texta með hverjum fugli en varð á endanum. Það er ekki hægt að þreyta fólk með löngum texta íbók sem þessari. Til þess em aðrar bækur. En útgefendur vildu meiri textaog því er stutt almennt spjall með lýsingu hvers fugls. 22 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.