Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 12
upptökur af æfingum og keppni. Horft síðan á sjálfan sig og gagnrýnt. En auðvitað væri það alltaf dýrmætast að hafamann sem skynjar, skilurog sérkosti og galla.” -En ert þú þá kannski í sérstakri stöðu með þjálfara miðað við aðra? Fjármagniö rœður “Jú, ef við tökum aðeins Svía og Finna, þá hafa sérsambönd þar sína landsþjálfara og afreksmenn þeirra hafa þjálfara sem þeir geta gengið að og búist við að fylgi þeim á mót. Það gildir hins vegar allt annað um alla frjálsíþóttamenn á íslandi sem náð hafa langt. Allt þetta fólk er mikið í þjálfun erlendis og hefur verið á stöðugu flakki. Sá uppgangur sem verið hefur í frjálsíþróttum á síðustu árum er því miður ekki hægt að þakka öðru en þeim tækifærum sem menn hafa fengið í Bandaríkjunum. Og ef menn hafa ekki átt því láni að fagna að hafa lokið menntaskólanámi hefur verið ákaf- lega lítið um tækifæri héma heima. Nema fólk hafi þá lagt allt sitt undir fjárhagslega. Stofnað til lána til að komasterlendis. Það em dæmi um það að menn geri þetta hérlendis. En þannig er þetta, aðstæðumar em það slæmar hér heima fyrir. Við vomm að tala um alþjóðlegt mót hér heima í júní. Það var fundur um þetta mál hér um daginn og þar var það rætt að það er ekkert víst að nokkur vilji koma og keppa við þær aðstæður sem hér er að finna. Þannig að það er ekki bara það að fjármagn skorti til að flytja þetta fólk hingað og halda því uppi. Það mundi einfaldlega ekki láta bjóða sér þann “alþjóðlega” völl sem hér er. Hann er í rauninni meiðslagryfja. Brautimar allar og svo kastaðstaðan. Það er líka hálf dapurleg kynning á okkar starfi að vera að fá menn hingað á þennan völl.” Og hefur kannski lítið upp á sig að vera sífellt að plástra vellina, eins og dæmið með þig sýnir? “Nei afskaplega lítið. Þessar plástranir fyrir Evrópubikarkeppnina sem ég gjammaði um á sínum tíma em í raun afskaplega tilgangslausar. Það þarf enga spekinga til að sjá það. Og þeir sem eru af góðum hug að reyna að lappa upp á þetta vita það líka. Nú er það aðeins spuming um hvenær heilbrigð skynsemi, þrýstingur og fjármagnið leyfir að eina lagfæringin sem dugar verði gerð, að --------- Viðtalið ---------------- endurvinna gmnninn undir þessum velli. Það er ljóst að þetta em hönnunargallar. Það er of þétt malbik undir gerviefna- mottunum sem hleypir ekki nægilegu vatni í gegnum sig. Ef þetta er ekki endumnnið verða bara stöðug fjárútlát, næstum til einskis. Hvað veldur þessu? Ætli það standi ekki á löggjöf um ráðstöfun fjármagns úr sjóðum eða eitthvað slíkt. Og Einarí landsliðspeysunni. Það verður nóg að gera á þeim vettvangií sumarog haust. innanhússaðstaða til frjálsíþróttaiðkana er eingöngu 50 metrar í Baldurshaga, fjórir metrar í loft. Á sama tíma er ætlast til að ungviðurinn flykkist í íþróttina uppblásinn af einhverjum spennandi tækifæmm sem eiga að vera fyrir hendi. Nú til dags er ekki hægt að gera þessa hlutispennandimeðslíkumhætti. Fólker farið að gera miklu meiri kröfur. Og ef engin breyting verður á þessum málum óttast ég að þetta eigi eftir að ganga að íþróttagreininni nær dauðri.” Stuðningur austfirskra útvegsmanna -En þín staða. Hvað með fjárhagsgmndvöllinn fyrir því að vera afreksmaður í íþróttum? “Já, þetta rúllast frá ári lil árs svona rétt á nippinu, ef svo má segja. En sem betur fer hef ég notið aðstoðar. Mjög góðrar aðstoðar styrktaraðila á Austur- landi. Það eru einstaklingar og fyrirtæki sem öll tengjast atvinnurckstri á Austur- landi. Þeir sameinuðust árið 1985,, níu talsins, um stofnun styrktarsjóðs fyrir mig. Þeirhafatryggtmérgrunnstyrksem miðaðist þá við 30.000 krónur á mánuði. Þessi góði stuðningur hefur tryggt það að ég hef ekki þurft að vinna eins og vitleys- ingur til að geta staðið í þessu. Inn í þetta hefur síðan komið Afreksmannasjóður ÍSÍ sem hefur einnig veitt 30.000 krónur á mánuði. Og síðast en ekki síst er svo styrkur frá KRON. Með tilstyrk þessara þriggja aðila hefur mér reynst unnt að fara í svona ferðir erlendis til að halda mér í æfingu og keppa á stórmótum. Og í ljósi þess að gefið hafði verið út að styrkur úr Afreksmannasjóði myndi hækka á þessu ári vegna Ólympíuleikanna, ákvað ég að fara þetta snemma út til Bandaríkjanna en ekki í apríl, eins og í fyrra. En síðan hefur ýmislegt gerst. Þar á meðal hefur ríkisstjómin og Alþingi ákveðið að lækka framlag sitt umtalsverttil ÍSÍ. Þettabitnar á Afreksmannasjóðnum á þann hátt að styrkurinn hækkar ekki frá síðasta ári. En það þýðir ekki að Ieggja árar í bát. Maður selur bara bílinn. “Geðveikin” er bara komin á það hátt stig, sjáðu, að maður leggur þetta undir í þessa mánuði sem eftir eru. Ég er hvort sem er búinn að eyða í þetta átta árum af ævi minni og þá verður ekki aftur snúið núna þegar svona stutt er í Ólympíuleikana. Maður tjaldar því sem til er og sér til hvað kemur út úr því.” -Nýturðu þess sem þú ert að gera þegar þú þarft alltaf að standa sjálfur í þessu streði með fjármagn, svo ekki sé nú talað um fjölskylduna? “Auðvitað öfundar maður dálítið þessa menn sem maður er að keppa við sem hafa framkvæmdastjóra sem sjá um allt þetta streð. En maður verður bara að sætta sig við það að sl íkt er ekki mögulegt og maður' fer að líta á þetta sem sjálfsagðan hlut. Maður lærir að lifa við það.” Myndrœn hugleiðsla -En hvað með sálfræðilega streðið, andlega álagið. Hvemig lærirðu að lifa við það? “Það er svo breytilegt. Ég skipulegg ákveðin tæknileg atriði og kraftþjálfun og get haft mikla stjóm á því. Það er auðvitað annað með sálfræðilegt álag. Það er svo breytilegt álag. En það eru 12 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.