Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 35
Afmœli UMFI Frá Londsmóti UMFÍ á Flúsavík 1987 gcðræn áhrif á fólk. Öll þjálfun, scm eykur þol, hefur róandi áhrif á okkur. í knattlcikjum er algengt að menn fái útrás fyrir árásargirni, en séu kurteisir friðscmdarmenn í sínu daglega lífi. Sá sem hcfur góða þolþjálfun þarf ekki að kvíða óvenju erfiðum vinnudegi. Og sljórnunarstörf í ungmennafélagi þjálfa fólk í önnur félagsstörf eða hliðstæða vinnu, til dæmis setu á Alþingi! Rcykingar spilla hcilsu manna meira en flcsl annað. Þær eru nú orðnar mun sjaldgæfari en áður hjá bömum og ung- lingum, og notkun tóbaks mun væntalega stórminnka næstu áratugi. Þeir sem hafa reykt í 2 - 4 áratugi hafa margir fengið kransæðasjúkdóm eða lungnakrabba- mein og dáið. En reykingar minnka á örfáum árum úlhald og þol íþróttamanna. Þessvegna er mikilvægt að þjálfarar reki harðan áróðurgegn reykingum. Sjálfsagt mál er líka að banna reykingar á ungmcnnafélagsfundum og á öllum samkomum barna og unglinga, já, jafnvel á öllum öðrum skcmmtunum líka. Áfcngisneysla hefur aðeins neikvæð hcilsufarsleg áhrif á fólk. Aðeins 20 - 30 % fullorðinna fáþó vcruleg óþægindi eða heilsufarsskaða af áfengisneyslu vegna alkóhólisma cða slysa. íþróttamaður, sem verður drukkinn hcfur ekki möguleika á að bæta árangur sinn með æfingum í um það vil 5 daga á eflir. Til að auka getu sína þurfa því íþróttamenn að halda sig frá áfengisneyslu að mestu eða öllu leyti. Svolítið ber á því að keppnislið, eða ýmsir í þeim, noti áfengi til að fagna sigri eðasamhryggjastyfirtapi. Þetta þyrfti að hindra eftir því sem mögulegt er. Hætt er við að þeir blautustu í liðinu stjómi þess- um aðgerðum og hafi þannig slæm áhrif á aðra liðsmenn. Þýðingarmikið er að stjómir ungmennafélaga reyni að útiloka alla áfengisneyslu í sambandi við keppnisferðir og mót, og jafnvel skemmtanir. Hið sama gildir að sjálfsögðu um alla aðra vímugjafa. Mataræði er enn eitt, sem hefur áhrif á heilsu manna, en tengist reyndar ekki starfi ungmennafélaganna mjög mikið. Helstu gallar á mataræði hjá íslensku þjóðinni nú er ofneysla á hitaeiningum, sem leiðir til offitu, of mikið át á dýrafitu, sem eykur líkur á kransæðasjúkdómum og of mikil sælgætisneysla, scm ýtir undir tannskemmdir og offitu. Járnskortur og blóðleysi er líka nokkuð algcngt, einkum hjá konum, en gæti lagast mcð auknu áti á kjöti, lifur, slátri og grófu brauði. Forðast ætti sælgætissölu í íþróttahúsum og félagsmiðstöðvum, og þjálfarar ættu að hvetja fólk til að borða hollan mat fremur en sælgæti. Fleiri atriði væri eflaust hægt að nefna, en ég lætþetta duga. Vera kann að einhverjum þyki ég hafa tekið harða af- stöðu hér í vissum málum. Ég held að auðvelt sé að standa við allar þcssar fullyrðingar. Við skulum heldur horfa fram í tímann og hugsa um, hvernig íbúar landsins eftir 100 ár munu líta á lífshætti okkar í dag. Ég vil líka fullyrða, að það sé hlutverk UMFÍ og einstakra ungmenna- félaga að lagfæra ágalla í lífsháttum manna svo að íbúar landsins geti átt von á heilbrigðara og lengra lífi. Pálmi Frímannsson. Höfundur er læknir í Stykkishólmi. Skinfaxi 35

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.