Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.02.1988, Blaðsíða 18
Iþróttaauglýsingar Einar Vilhjálms dregur aö sér auglýsendur. 1. Virk inarkaðsfærsla. 2. Góðir markaðssctjarar (sölumcnn). 3. Margir mcðlimir. 4. Afrcksmcnn innan fclagsins. 5. Skipulagning stórra vcrkcfna. 6. Góð sambönd innan atvinnulífsins. 7. Aðgangur að auglýsingaplássí. 8. Góð ímynd félagsins. 9. Nálægð við styrktaraðila. 10. Tengsl íþróttarinnar við þær vör- ur sem fyrirtækið framleiðir. 11. Viðskipti félagsins við fyrirtækið. 12. Viðskipti félagsmanna hjá fyrirlækinu. 13. Líkurnar á að auglýsingin birlist í fjölmiðlum. 14. fþróttaáhugi hjá yfirmönnum fyrirtækisins. 15. Hversu rótgróið félagið cr. 16. Möguleikamir á að bjóða fyrirtækinu góð kjör. 17. Hollustuhlutverk félagsins. 18. Félagslegt mikilvægi félagsins. 19. Áhugi almennings á félaginu og íþróttinni. 20. ? Hér er að sjálfsögðu ekki um tæmandi upplalningu að ræða, en nær þó yfir það flesta sem skiptir máli og ber að gera fyrirtækjum grein fyrir. Flest þykir mönnum eflaust sjálfsagt og flest af þessu er háð hvoru öðru. Þessi listi getur þó þjónað sem minnislisti þegar fjiróttafclag gerir markaðsáætlun og aðlagar hana ólíkum viðskiptavinum (fyrirtækjum). Rökfærslan fyrir því hvers vegna fyrirtæki ætti að styðja ákveðið íþróttafélag fer eftir því um hvers konar íjiróttafclag og fyrirtæki er að ræða. Fyrir stórt fyrirtæki sem ekki framleiðir neysluvörur gæti verið mikilvægt að geta boðið starfsfólki upp á íþróttir innan íþróttafélagsins í stað þess að starfrækja eigið íþróttafélag og bera kostnað af því. Kaupmaðurinn á hominu hefur hins vegar meiri áhuga á að örva söluna með sínu framlagi. Að vera virkur í markaðsfærslu er næstum undantekningarlaust skilyrði fyrir því að fá fyrirtæki sem styrktaraðila. En það dugir ekki ætíð, því þeir sem að þessum málum vinna verða að hafa kunnáttu og reynslu til að bera. Það að kunna til verka þýðir að kunna að dreifa vinnunni milli einstakra félagsmeðlima og t.d. láta þá sem vinna hjá fyrirtækjunum sjá um markaðssetningunaástaðnum. Þaðgetur einnig þýtt að menn aðlagi röksemdafærsluna eftir þörfum fyrirtækisins. Sem dæmi má nefna þá er íþróttaauglýsingum oft ætlað að sýna vissa ímynd fyrirtækis, þ. e. að gefa fyrirtækinu vissa ímynd frekar en lýsa ágæti einhverrar vöru. Það væru því mistök í slíku tilfelli að miða við að fyrirtækið hefði fyrst og fremst áhuga á að kynna sínar vörur út á við ef um íþróttaauglýsingar yrði að ræða. Á líkan hátt væri það tilgangslaust að tala um hversu víða auglýsingin sæist ef markmið fyrirtækisins er fyrst og fremst að skapa gott persónulegt samband milli íþróttaforystunnar og fyrirtækisins. I slíku tilfelli væri hægt að tala um að fyrirtækið hafi “sambandsmarkmið” frekar en “boðmarkmið”. Það hefur sýnt sig að persónulegur kunningsskapur eykur líkumar á því að vel takist til. Ef félagið hefur marga virka meðlimi ætti það því að búa yfir víðáttumeira neti sambanda heldur en líúð félag. Að íþróttafélag skuli vera góð uppcld- isstöð og vera samtímis opið jafnt í fjármálum sem félagsmálum getur cinnig haft sína þýðingu. Meðlimimir hugsa e.t.v. ekki til þess, en það er oft litið á þá ; A ;J> h, ) Wmál m i Kreditkassen. Detkanduogsá. Norski spjótkastarinn Trine Sol- berg hefur sjólfsagt náö sér í góöan farareyri hér. sem fulltrúa síns félags þó þeir séu ekki að koma fram sem slíkir. Félag sem skilar vel frá gengnum reikningum og leyfir öllum að komast í þá sem hafa áhuga vekur traust hjá öllum sem eiga viðskipti við það. íþróttaauglýsingar - lokaorð Það sem hefur verið fjallað um í þessari grein kallast á erlendum málum “sponsor- ing” og hefur verið kallað hér íþróttaauglýsingar. Því er ekki að neita að íslenska orðið er heldur villandi og væri gott ef einhver hugvitsamur lesandi gæti komið betra orði á framfæri. Merking þessa orðs verður e.t.v. skýrari ef eftirfar- andi tafla er skoðuð, en hana hefur S víi að nafni Hagstedt sett saman samkvæmt sínum hugmyndum um hvað “sponsor- ing” sé. í töflunni hér við hliðina má sjá ólík áhrif miðla, boðskap og markhópa eftir því hvert grundvallarmarkmiðið cr. 18 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.